Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur efstur í Litháen

Guđmundur Kjartansson vann sína fyrstu ÓlympíuskákHjörvar Steinn Grétarsson, Guđmundur Kjartansson og Oliver Aron Jóhannesson luku um síđustu helgi keppni á sterku, opnu móti í höfuđborg Lettlands, Riga. Alexei Shirov bar sigur úr býtum, hlaut 7 ˝ vinning af níu mögulegum. Jafn honum en lćgri á stigum var Armeninn Hovhannisjan. Hjörvar endađi í 11.- 38. sćti međ 6 vinniga, Guđmundur fékk 5 ˝ vinning og varđ í 39.- 56. sćti en Oliver fékk 3 vinninga og endađi neđar í mótstöflunni. Keppendur voru 191 talsins. Í Riga hefur á torgi einu veriđ reist stytta af Mikhael Tal og margir skákunnendur gera sér ferđ ţangađ og hylla „töframanninn“ sem lést sumariđ 1992 eftir langvarandi vanheilsu, ađeins 55 ára ađ aldri.

Guđmundur Kjartansson sat ekki lengi auđum höndum og degi eftir mótiđ í Riga hóf hann ađ tefla á lokuđu alţjóđlegu móti í Panevezys í Litháen. Ef marka má frammistöđu hans og taflmennsku ţar verđur ţess vćntanlega ekki langt ađ bíđa ađ hann nái lokaáfanga sínum ađ stórmeistaratitli. Eftir sjöttu umferđ, sem fram fór á fimmtudaginn, var hann međ 5 vinninga af sex mögulegum og deildi efsta sćtinu međ heimamanninum Titas Stremavicius. Hann ţarf 1 ˝ vinning úr ţrem síđustu skákunum til ađ ná lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Nú um stundir er hann međ 2447 elo-stig en ţarf ađ ná 2500 elo-stigum til ađ uppfylla skilyrđi ţau sem Alţjóđaskáksambandiđ FIDE setur varđandi útnefningu titilsins. Ađ ná ţessu stigamarki ćtti ekki ađ vefjast fyrir honum, elo-stigin eru reiknuđ í hverjum mánuđi.

Ţar sem skákir nú til dags eru ađgengilegar í beinum útsendingum á netinu, t.d. á vefnum Chessbomb, hefur gefist ágćtt tćkifćri til ađ rýna í skákir Guđmundar frá Litháen. Sigur hans i fjórđu umferđ var stórglćsilegur:

Panevezys 2015; 4. umferđ:

Guđmundur Kjartansson – Ottormar Ladva

Pirc-vörn

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. Rf3 d6 5. a4 Rf6 6. Be2 O-O 7. O-O Rbd7 8. h3 e5 9. dxe5 dxe5 10. Be3 De7 11. Rd2 Rc5 12. Dc1 a5 13. Hd1 Be6 14. b3 Hfd8 15. Da3 Bf8 16. He1 Rfd7 17. Had1 f5!?

Eftir mikla liđsflutninga telur svartur óhćtt ađ opna stöđuna. En viđ ţađ myndast ýmsir veikleikar í stöđunni.

18. exf5 gxf5 19. Bc4 Df6 20. Dc1 e4?! 21. Re2 Bd6?

Tveir síđustu leikir svarts voru vanhugsađir. En andstćđingur Guđmundar hefur varla áttađ sig á ţví sem í vćndum var.

G6MUGO6922. Rxe4!

Glćsileg mannsfórn. Hugmyndin kristallast eftir 26. leik hvíts.

22. ... Rxe4 23. Hxd6! Rxd6 24. Bg5! Df7 25. Bxe6 Dxe6 26. Bxd8

Nú rann upp fyrir Ladva ađ eftir 26. ... Hxd8 + leikur hvítur 27. Dg5+ og hrókurinn felur óbćttur. Ţó ađ hvítur hafi ađeins eitt peđ upp úr krafsinu er ómögulegt ađ verja veikleikana á kóngsvćng.

26. ... Re4 27. Bc7 De7 28. Rg3 Rdf6 29. Dg5+!

Annar bráđskemmtilegur leikur og nú fellur annađ peđ.

29. ... Dg7 30. Dxg7+ Kxg7 31. Rxf5+ Kg6 32. Rg3 Rxg3 33. Bxg3 Hd8 34. He7

Öruggara var 34. He2 en ţessi dugar líka.

34. ... Hd2 35. Hxb7 Hxc2 36. Ha7 Re4 37. Hxa5 Rd2

Hyggst bjarga sér međ ţráskák: 38. ... Hc1+ og 39. ... Rf1+.

38. h4! Rxb3 39. h5+ Kg7 40. Ha7+ Kh6 41. Bf4+ Kxh5 42. Hg7! Rc5 43. Hg5+ Kh4 44. f3!

– Svartur er fastur í mátneti og á enga vörn viđ hótuninni 45. g3+ Kh3 46. Hh5 mát. Ein tilraun 44. ... Hc1+ 45. Kh2 Hc2 dugar skammt vegna 46. Hf5! sem hótar 47. Bg3 mát. 

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 22. ágúst 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband