Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar sigrađi á opna mótinu í Bayerisch-Eisenstein

Hannes-Arbert

Hannes Hlífar Stefánsson vann annan sigur sinn á stuttum tíma er hann varđ efstur ásamt Ţjóverjanum Michael Prusikin á opnu alţjóđlegu móti sem fram fór í fjallaţorpinu Bayerisch-Eisenstein í Ţýskalandi og lauk um síđustu helgi. Hannes hlaut 7˝ vinning af níu mögulegum og tapađi ekki skák. Međ ţessum sigri komst Hannes aftur upp í 2.600 elo-stig og hćkkar talsvert á heimslistanum en til ţess ađ komast í hóp 100 stigahćstu skákmanna heims er viđmiđiđ í dag í kringum 2.650 elo stig. Alls tóku 96 skákmenn ţátt í mótinu í Ţýskalandi.

Nokkrir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar hafa víđa teflt undanfariđ og kjöriđ er ađ fylgjast međ taflmennsku ţeirra í beinum útsendingum á hinum vinsćla vef Chessbomb en ţar eru skákirnar jafnharđan sundurgreindar međ öflugustu skákreiknum.

Íslandsmeistarinn Héđinn Steingrímsson hefur setiđ ađ tafli á opnu skákmóti i í Washington í Bandaríkjunum ţar sem 56 skákmenn hófu ţátttöku og var Héđinn sá fimmti stigahćsti í hópnum. Fyrirfram var Gata Kamsky, einn öflugasti skákmađur Bandaríkjanna um áratuga skeiđ, talinn sigurstranglegastur og ţađ gekk eftir; fyrir lokaumferđina var hann efstur ásamt Indverjanum Arun Prasad, báđir međ 6˝ vinning. Héđinn var í 9.-14. sćti međ 5 vinninga.

Í Riga í Lettlandi sitja ţessa dagana ađ tafli Hjörvar Steinn Grétarsson, Guđmundur Kjartansson og Oliver Aron Jóhannesson. Ţetta er opiđ mót međ 191 keppanda sem skipulagt er af tćkniháskólanum ţar í borg. Eftir sex umferđir er Hjörvar međ 4 vinninga, Guđmundur međ 3˝ vinning og Oliver er međ 2 vinninga.

Viđureign Olivers í Arons fyrstu umferđ viđ frćgasta keppanda mótsins, Alexei Shirov frá Litháen, vakti mikla athygli fyrir fjöruga og skemmtilega baráttu ţar sem Oliver Aron átti í fullu tré viđ Shirov en missti af jafntefli ţegar hann lék sínum eina ónákvćma leik í skákinni:

Riga 2015; 1. umferđ:

Alexei Shirov – Oliver Aron Jóhannesson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Df3

Enska árásin hefst međ 7. Dd2 en Shirov sneiđir hjá trođnum slóđum.

7.... b5 8. Rxc6 Dxc6 9. 0-0-0 b4 10. Rd5!?

Djarfar ákvarđanir haf löngum veriđ ađalsmerki Shirovs. Ţessi mannsfórn leiđir til mikilla sviptinga.

10.... exd5 11. exd5 Db7 12. Bd4 d6 13. Bd3 Re7 14. Hhe1 Bd7 15. Dg3 Dc7 16. He4 f6 17. Hde1 Bb5 18. Bxb5+ axb5 19. Hxe7+ Bxe7 20. Dxg7 Hf8 21. Bxf6 Hxf6 22. Dxf6 b3!

GNOUFNKKSkemmtilegur leikur sem setur Shirov í mikinn vanda.

23. c3 Hxa2 24. He3 Ha1+ 25. Kd2 Ha2 26. Dh8+ Kd7 27. Dxh7 Hxb2+ 28. Kc1 Hc2+ 29. Kb1 Dd8 30. Df5+ Kc7 31. Df7 Kb6!?

Hann gat einnig leikiđ 31.... Kd7 og ţá á hvítur varla neitt annađ en jafntefli međ 32. Df5+ Kc7 33. Df7 o.s.frv.

32. Dxe7 Dxe7 33. Hxe7 Hxf2 34. Hg7 Kc5 35. h4 Kc4

Ţetta hróksendatafl er jafntefli međ bestu taflmennsku en ađgćslu er ţörf.

36. Hc7+ Kd3 37. g4 Hf4 38. Kb2 Hxg4 39. Kxb3 Ke4 40. c4 Hg3+ 41. Kb4 bxc4 42. Kxc4

Svartur ţarf enn ađ leysa nokkur vandamál til ađ halda jöfnu.

42.... Hg4??

Tapleikurinn. Í varnarstöđu vinna hrókarnir yfirleitt best á stóru svćđi. Jafntefli var ađ hafa međ 42. ... Hg1! t.d. 43. +He7 Kf4 44. Kb4 Hc1 o.s.frv.

43. He7+ Kf5+ 44. Kb5 Kf6 45. He6+ Kf7 46. Hh6 Ke7 47. Hh7+

– og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 15. ágúst 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 38
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8764050

Annađ

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 167
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband