Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar vann opna mótiđ í Treplica

Hannes Hlífar međ sigurverđlaunin í Teplice

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson vann glćsilegan sigur á opna skákmótinu í Treplica í Tékklandi, sem lauk um síđustu helgi. Hannes kom fyrstur í mark ásamt Ísraelsmanninum Evgení Postny en báđir hlutu ţeir 7 ˝ vinning af níu mögulegum. Hannesar var úrskurđađur sigurvegari mótsins eftir stigaútreikning. Árangur hans reiknast upp á 2687 elo-stig og hćkkar hann um 13 elo-stig fyrir frammistöđu sína. Hannes tefldi síđast í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands og varđ ţar í 3. sćti. Mönnum fannst vanta einhvern kraft í taflmennsku hans ţar, sem skýrist kannski af ţví ađ hann hefur unniđ Íslandsmótiđ oftar en nokkur annar. Í Treplica var ţessu öđruvísi fariđ og tefldi Hannes af miklum ţrótti. Keppendur voru alls 165 talsins og var Hannes sá fimmti í styrkleikaröđinni.

Lenka Ptacnikova var einnig međal ţátttakenda og varđ hún í 57. sćti međ 5 vinninga.

Góđur endasprettur lagđi grunninn ađ árangri Hannesar sem vann tvćr síđustu skákir sínar á sannfćrandi hátt. Hann var einnig sterkur um miđbik mótsins og vann ţá Pólverjann Lukacz í eftirfarandi viđureign:

Treplica 2015; 5. umferđ

Butkiewicz Lukacz – Hannes Hlífar Stefánsson

Skoskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. b3 g6 10. f4

Ţó ađ Kasparov hafi teflt svona í árdaga ţessa afbrigđis og unniđ höfuđandstćđing sinn Karpov í Tilburg 1991 er leikurinn talinn fremur slakur og ađ betra sé 10. g3 eđa 10. Bb2. Karpov lék nú 10. ... f6 en Hannes hefur annađ í huga.

10. ... d6! 11. g3

11. exd6 er hćpiđ vegna 11. ... Dxe2+ 12. Kxe2 Bg7 og hrókurinn á a1 fellur.

11. ... dxe5 12. Ba3 Rb4 13. fxe5 Bg7 14. Rc3 O-O 15. O-O-O Rd3+! Öflugur leikur. Hvítur má alls ekki viđ ţví ađ missa svartreita biskupinn.

16. Hxd3 Dxa3 17. Kc2 Hae8 18. He3 Bh6! 19. Bh3

Eftir byrjun sem ekki hefur gengiđ upp er hvítur í vandrćđum međ hrókinn sem getur sig hvergi hrćrt vegna ...Dc1+. Hann á einhverja möguleika eftir 19. ...Bxe3 20. Dxe3 vegna veikleika á svörtu reitunum, einkum ţó f6-reitnum.

GVQU9FD819. ... Bxc4!

Slagkraftur mikill.

20. bxc4 Hb8! 21. Hb1 Hxb1 22. Kxb1 Hb8+ 23. Kc2 Hb2+ 24. Kd3 Hxe2 25. Hxe2 Bg7 26. Bg2 Dc5 27. Ra4 Dg1 28. Bxc6 Db1+ 29. Kc3 Dd1 30. Hd2 Bxe5+ 31. Kd3 Db1+ 32. Ke2 Dg1

- og hvítur gafst upp. 

Magnús Carlsen međ neđstu mönnum

Tap Magnúsar Carlsen í fyrstu umferđ norska skákmótsins sem lauk í Stavangri á fimmtudaginn og birt var í síđasta pistli átti eftir ađ draga dilk á eftir sér. Heimsmeistarinn var óvenju lengi ađ hrista ólundina úr sér; eftir fjórar umferđir sat hann í neđsta sćti međ ˝ vinning. Hann náđi aftur vopnum sínum og virtist ćtla ađ enda mótiđ á sómasamlegan hátt en í lokaumferđinni tefldi hann hörmulega illa gegn vini sínum og ađstođarmanni, Jon Ludwig Hammer, og tapađi. Sigurvegarinn Topalov fékk vind í seglin í byrjun og fylgdi ţví eftir međ frábćrri taflmennsku.

Lokastađan: 1. Topalov 6 ˝ v.

2.- 3. Anand og Nakamura 6 v.

4. Giri 5 ˝ v. 5.- 6. Crauana og Vachier-Lagrave 4 v. 7.- 8. Carlsen og Grischuk 3 ˝ v. 9.-10. Hammer og Aronjan 3 v.

Viđ lauslega athugun finnast ekki önnur dćmi um ađ ríkjandi og ótvírćđur heimsmeistari hafi fengiđ lćgra en 50% vinningshlutfall á móti sem ţessu.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. júní 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband