Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann efstur Íslendinganna á Sardiníu

Áskell og Jóhann

Jóhann Hjartarson er efstur íslensku skákmannanna sem taka ţátt í opna mótinu á Sardiníu sem nú stendur yfir. Eftir sjö umferđir er Jóhann međ 5 vinninga og er í 4.-7. sćti en Friđrik Ólafsson kemur nćstur íslensku skákmannanna eftir auđveldan 29 leikja sigur í 7. umferđ međ 4˝ vinning. Hann er í 8.-20. sćti. Friđrik hafđi orđ á ţví eftir hina glćsilegu vinningsskák sem hann tefldi á mánudaginn og birtist hér í blađinu á miđvikudaginn, ađ aldrei fyrr hefđi hann tekiđ ţátt í skákmóti ţar sem skákmađur tefldi tvćr skákir sama daginn en sl. ţriđjudag voru tvćr umferđir á dagskrá. Hann tefldi hinsvegar í fjölmörgum mótum ţar sem fleiri en ein og fleiri en tvćr biđskákir voru til lykta leiddar samdćgurs, en skákir eru ekki lengur settar í biđ nú til dags.

Margeir Pétursson, Áskell Örn Kárason og Loftur Baldvinsson eru međ 4 vinninga í 21.-46. sćti. Yngsta kynslóđin hefur stađiđ sig vel og er ađ ná árangri langt umfram ćtlađa frammistöđu. Svo dćmi séu tekin ţá er Heimir Páll Ragnarsson međ árangur upp á 1.915 elo-stig, Veronika Steinunn Magnúsdóttir međ árangur upp á tćplega 1.900 elo-stig og Óskar Víkingur er međ árangur upp á tćp 1.800 elo-stig.

Íslensku ţátttakendurnir eru 16 talsins af samtals 124 keppendum. Ţví er alltaf sá möguleiki fyrir hendi ađ ţeir mćtist innbyrđis. Ţannig drógust Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson saman í 6. umferđ, gerđu stutt jafntefli og rifjuđu í leiđinni upp fjórđu einvígisskák Tigrans Petrosjans og Bobby Fischers frá Buenos Aires 1971.

Á fimmtudaginn tefldu svo Áskell Örn Kárason og Jóhann Hjartarson. Áskell, sem var farsćll forseti SÍ um skeiđ, og ágćtur skákkennari, hefur undanfariđ veriđ ađ bćta sig heilmikiđ sem skákmađur eins og fram kom á síđasta Reykjavíkurskákmóti. Hann hefur yfirleitt veriđ sterkur í byrjunum en á ţađ til ađ vera fullhvatvís í flóknum stöđum. Ţar sem mótshaldarinn í Sardiníu stendur fyrir beinum útsendingum af helstu skák hverrar umferđar beiđ greinarhöfundur ţessarar skákar međ nokkurri eftirvćntingu. Jóhann var öruggiđ uppmálađ og ţekking Áskels ekki nćgilega djúp ađ ţessu sinni.

Áskell Örn Kárason – Jóhann Hjartarson

Enskur leikur

1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 c5 4. Bg2 Bb7 5. 0-0 g6 6. d4 cxd4 7. Dxd4 g6 8. Rc3 d6 9. Hd1 Rbd7 10. Be3 0-0 11. Dh4 Hc8 12. Hac1 a6 13. b3 He8 14. g4!?

Hafi ţetta átt ađ vera sóknarleikur er ekki alveg ljóst hverju hvítur er ađ slćgjast eftir. Stađan hefur margoft komiđ upp og algengustu leikir hvíts eru 14. Bh3 og 14. Bh6.

14.... b5 15. g5

Eftir 15. cxb5 sem kann ađ vera besti leikur hvítur getur svartur valiđ á milli ţess ađ leika 15....Rxg4 og 15..... Da5.

15.... Rh5 16. Rd5 bxc4 17. Hxc4 e6 18. Hxc8 Dxc8 19. Hc1 Db8 20. Da4?

Eftir ţennan ónákvćma leik hallar snögglega undan fćti. Hvítur áttu tvo frambćrilega leiki, 20. Rb4 eđa 20. Rf4 međ jafnri stöđu.

GUOU7IER20.... Rc5!

Krókur á móti bragđi.

21. Bxc5 dxc5 22. Rc7?

Tapar strax. Hvítur gat barist áfram međ 22. Re3.

22.... Hc8 23. Rxa6 Dd6!

Fangar riddarann.

24. Rb4 Rf4

24.... cxb4 25. Hxc8+ Bxc8 26. De8+ Df8 vinnur einnig.

25. Db5 cxb4

– og Áskell gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. júní 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 309
  • Frá upphafi: 8764840

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband