Leita í fréttum mbl.is

Gunnar endurkjörinn forseti SÍ á ađalfundi sambandsins

Gunnar forzetiAđalfundur Skáksambands Íslands fór fram laugardaginn 30. maí sl. í félagsheimili Breiđabliks í Kópavogi. Gunnar Björnsson var endurkjörinn forseti SÍ en hann var fyrst kosinn áriđ 2009.

Litlar breytingar urđu á stjórn. Pálmi R. Pétursson, fráfarandi varaforseti, hćttir í stjórn ađ eigin frumkvćđi. Sćti hans í ađalstjórn tekur Óskar Long Einarsson. Sćti Óskars í varastjórn tekur Donika Kolica.

Skákgengiđ var samţykkt sem nýtt ađalildarfélag Skáksambandsins. 

Fundurinn var átakalítill og endurspeglađi ánćgju međ skákstarfiđ í dag.

Tekist var á um nokkrar lagatillögur. Flestar tillögur voru felldar eđa vísađ til stjórnar. Ţar má nefna tillögur um breytingar á Íslandsmót skákfélaga sem var vísađ til stjórnar međ 10 atkvćđum gegn 8. Ţađ ţýđir ađ 10 liđa keppni verđur til stađar a.m.k. tvö nćstu keppnistímabil í efstu deild.

Tvćr tillögur voru samţykktar. Samţykkt var ađ setja í lög sambandsins ađ öll mót á vegum SÍ verđi reiknuđ til FIDE-stiga sem er ađeins stađfesting á framkvćmdinni eins og hún hefur veriđ veriđ.

Stćrsta breytingin á ađalfundinum var gjörbreyting á framkvćmd unglingamóta SÍ. Framvegis verđur teflt í flokkum 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 og 15-16 ára. Munu mótin fara fram á sama tíma og einnig teflt um Íslandsmeistaratitil stúlkna í sömu aldursflokkum. Ţess í stađ munu falla niđur nokkur mót sem haldin hafa veriđ.

Unglingameistaramót Íslands mun taka umtalsverđum breytingum. Ţađ verđur opiđ fyrir 17-22 ára keppendur (í stađ 20 ára og yngri) auk ţess sem sigurvegarar úr yngri flokkum fá ţar keppnisrétt. Stćrsta breytingin sem fór í gegn 10-9 eftir endurtalningu er ađ unglingameistari Íslands ár hvert fái keppnisrétt í landsliđsliđsflokki.

Fundargerđ ađalfundarins er í vinnslu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 204
  • Frá upphafi: 8764606

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband