Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar međ vinnings forskot - teflir viđ Jóhann í dag

P1040261Íslandsmeistarinn frá ţví í fyrra GuđHannes Hlífar Stefánsson hefur náđ eins vinnings forystu í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands sem nú stendur yfir í sal Hörpunnar, Háuloftum. Hannes hefur hlotiđ 3 ˝ vinning en nćstir koma Hjörvar Steinn Grétarsson, Héđinn Steingrímsson og Henrik Danielsen međ 2 ˝ vinning. Baráttan hefur veriđ afar frískleg og jafnteflishlutfall lágt eđa 33% en reglur keppninnar leyfa ekki ađ samiđ sé um jafntefli eftir innan viđ 30 leiki. Hjörvar Steinn Grétarsson, sem vann Jóhann Hjartarson međ góđri taflmennsku í 2. umferđ, gat náđ efsta sćtinu ţegar hann tefldi viđ Lenku Ptacnikovu í 3. umferđ en lék af sér hrók í vćnlegri stöđu og tapađi. Stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason, sem tefldu á Íslandsţinginu síđast á tíunda áratug síđustu aldar, unnu báđir í gćr og eru međ 2 vinninga hvor. Ćfingaleysi hefur lítillega gert vart viđ sig hjá ţeim báđum; ţannig missti Jóhann vinningsstöđu niđur í tap í skák sinni viđ Braga Ţorfinnsson í 3. umferđ en eins og sakir standa eru ţeir til alls líklegir á lokasprettinum. Keppendur eru 12 talsins og tefla allir viđ alla.

Skák Héđins og Hannesar Hlífars í 3. umferđ var fyrirfram talin geta haft mikil áhrif á ţađ hvernig baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ţróast. Á Íslandsţinginu fyrir ári vann Héđinn innbyrđis viđureign ţeirra en nú snerist tafliđ viđ, Hannes tefldi af miklum krafti og vann sannfćrandi sigur:

Skákţing Íslands 2015; 3. umferđ:

Héđinn Steingrímsson – Hannes Hífar Stefánsson

Nimzo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b5 7. cxb5 a6!?

Peđsfórnin í 6. leik er vel ţekkt en svartur fygir henni yfirleitt eftir međ ţví ađ leika 7. ... c6. Leikurinn virtist ekki koma Héđni mikiđ á óvart ţví hann svarađi ađ bragđi.

8. f3 Rd5 9. Dd2 f5 10. e3 f4 11. e4?

Óákvćmur leikur. Eftir 11. exf4! Rxf4 12. Df2 er hćpiđ ađ svartur hafi nćgar bćtur fyrir peđiđ.

11. ... Re3! 12. Df2 Rxf1 13. Dxf1 d5 14. e5 axb5 15. b4 

15. ... c5! 16. dxc5 Rc6 17. Bb2 Hf5 18. Re2 Rxe5 19. Rxf4 Rc4 20. Rd3 e5!

Hótar 21. ... e4. Ţungu fallstykki hvíts standa nú öll uppi í borđi.

21. g4 Hf8

21. ... e4!? var freistandi en ţessi leikur er öruggari ţar sem hvítur getur varist međ 22. gxf5 exd3 23. O-O-O! o.s.frv.

22. Bxe5 Rxe5 23. Rxe5 Dg5 24. Rd3 Bxg4 25. f4 Dh6

Góđur reitur fyrir drottninguna sem hefur auga međ f4-peđinu en 25. ... Hfe8+ 26. Kd2 Df5! vinnur strax ţví 27. He1 er svarađ međ 27. ... He4! o.s.frv.

26. Kd2 Bf5 27. h4 d4 28. Df3 Had8 29. Hhf1?

Meira viđnám veitti 29. Hae1.

29. ... Hfe8!

Og hvítur á enga vörn viđ hótuninni 30. ... He3.

30. Df2 He3 31. Rc1 De6 32. Hg1 He8 33. Df1 De4 34. Ha2 Hc3 35. Re2 Dd3 36. Dd3+

- og gafst upp um leiđ.

Fimmta umferđ hefst kl. 17 í Hörpu í dag og ţá teflir Jóhann Hjartarson viđ Hannes Hlífar, Hjörvar Steinn viđ Braga Ţorfinnsson, Héđinn viđ Sigurđ Dađa, Einar Hjalti viđ Henrik Danielsen, Jón L. viđ Guđmund Kjartansson og Lenka viđ Björn Ţorfinnsson.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 18. maí 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 179
  • Frá upphafi: 8764024

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 148
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband