Leita í fréttum mbl.is

Velheppnađar skákbúđir Fjölnis í Vatnaskógi 30. apríl og 1. maí

IMG 6887

Ţađ voru 27 skákkrakkar á aldrinum 8 - 15 ára sem tóku ţátt í Sturlubúđum í Vatnaskógi, skákbúđum Fjölnis í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands. Ţetta var í annađ skipti sem krakkarnir lögđu af stađ í Vatnaskóg en eins og skákmönnum er í fersku minni ţá varđ skelfilegt óhapp í fyrri ferđinni ţegar rútunni hvolfdi í flughálku í brattri brekku. Nú átta vikum síđar var hópurinn mćttur í skóginn og ţar beiđ krakkanna frábćr tveggja daga dvöl frá fyrstu mínútu til ţeirrar síđustu. Tíminn í Vatnaskógi var velnýttur til skákkennslu og ţar fóru ţau Hannes Hlífar, Stefán Bergsson og Lenka Ptacnikova á kostum og héldu krökkunum vel viđ efniđ í allt ađ tvćr klukkustundir í senn. Frjálsi tíminn á milli skákćfinga var líka vel ţeginn ţví ţú ţustu krakkarnir í leik í íţróttahúsinu ţar sem hoppukastali, borđtennis, ţytborđspil, pool og boltaleikir voru í bođi.

IMG 6889

Ađstađan í Vatnaskógi er alveg frábćr til gistingar og í matar-og kaffitímum er bođiđ upp á fullt borđ krćsinga. Um kvöldiđ var fariđ í bingó sem fararstjórarnir Helgi Árnason formađur skákdeildarinnar og Hjalti Magnússon foreldri stjórnuđu og buđu upp á fjölda vinninga. Bingóin hjá Fjölni eru bćđi hefđbundin og óhefđbundin til skiptis sem gera ţau ótrúlega skemmtileg og spennandi. Eftir kennslustund síđari dagsins lauk skákbúđunum međ glćsilegu GÓU-skákmóti ţar sem átta glćsileg páskaegg frá Helga í Góu voru í verđlaun. Stefán Bergsson stjórnađi mótinu og grunnskólameistararnir úr Rimaskóla ţeir Jóhann Arnar Finnsson og Joshua Davíđsson urđu ţar í efstu sćtum. Hilmir Arnarson Íslandsmeistari međ Rimaskóla 10 ára og yngri og Ágúst Ívar Árnason sem var í bestu E sveit Íslandsmóts barnaskólasveita međ Rimaskóla urđu í nćstu sćtum. Ađrir verđlaunahafar voru ţau Kristján Dagur sem leiđir sveit Langholtsskóla, yngsti ţátttakandinn Adam Ómarsson, Ylfa Ýr Welding skákdrottning Foldaskóla og Arnór Gunnlaugsson enn einn Rimaskóla- Íslandsmeistarinn frá Íslandsmóti barnaskólasveita í 1. - 4. bekk. Veđriđ lék viđ skákbúđarkrakka sem mynduđu einstaklega ţćgilegan og samstćđan hóp. Á báđum leiđum til og frá skákbúđunum var krökkunum bođiđ ađ ganga óhappabrekkuna frá í mars og var ţađ áhrifaríkt og gott til ađ vinnast á viđ mögulegan ótta eftir ađ lenda í hćttulegum ađstćđum. 

IMG 6879

Skákdeild Fjölnis naut styrkja og stuđnings frá Sturlu Péturssyni í Gúmmívinnustofunni sem heiđrar minningu afa síns og alnafna međ myndarlegum stuđningi, BYKÓ og Ásbirni ehf. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband