Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen á sigurbraut í Aserbadsjan

Magnus Carlsen - mblMagnús Carlsen er aftur sestur ađ tafli og heldur uppteknum hćtti ađ veita ráđningu kunningjum sínum í efstu sćtum heimslistans. Viđkomustađur hans á ţessari mögnuđu sigurgöngu er nú borgin Shamkir í Asderbadsjan ţar sem tíu manna mót stendur yfir og lýkur um helgina. Mótiđ er haldiđ til minningar um dáđan stórmeistara Asera, Vugar Gashimov. Eftir sex umferđir er Magnús efstur međ 4 ˝ vinning, nćstur er Filippseyingurinn Wesley So međ 4 vinninga, í 3. sćti er Anand međ 3 ˝ vinning, Caruana og Mamedyarov eru í 4. – 5. sćti međ 3 vinninga; í 6. – 9. sćti međ 2 ˝ vinning eru Kramnik, Mamedov, Vachier-Lagrave og Giri. Lestina rekur svo Michael Adams međ 2 vinninga. Ţó mótiđ sé augljóslega vel skipađ vantar nokkra toppmenn, t.d. Nakamura og Aronjan.

Magnús hefur eins og áđur hefur komiđ fram veriđ óútreiknanlegur hvađ byrjanaval snertir. Á ţví hefur Caruana fengiđ ađ kenna undanfariđ. Ítalinn hvíldi kóngspeđiđ í skák ţeirra í ţriđju umferđ. Gegn drottningarpeđsbyrjun kaus Magnús ađ tefla grjótgarđsafbrigđi hollensku varnarinnar og vann örugglega. Ţessi byrjun sem kom mikiđ viđ sögu í heimsmeistaraeinvígi Botvinniks og Bronsten áriđ 1951, komst aftur í tísku áratugum síđar eđa uppúr 1985. Ţá var „grjótgarđurinn“ aftur farinn ađ bíta og skákmenn á borđ viđ Artur Jusupov, Nigel Short og Simen Agdestein beittu ţessari byrjun viđ hvert tćkifćri. Einfaldasta starategía hvíts hefur löngum veriđ talin sú ađ ná fram uppskiptum á svartreita biskupunum og tefla síđan upp á hćgfara ţrýsting á drottningarvćng og miđborđi. Eitthvađ fór ađ halla undan fćti hjá helstu merkisberum grjótgarđsins; og sumir gerđust afhuga uppbyggingu sem býđur uppá ţungaflutninga og skotgrafahernađ.

En sagan endurtekur sig alltaf – líka í skákinni. Samt er eins og Magnús Carslen veki skyndilega upp gamlan draug. Fyrr árinu beitti hann grjótgarđinum gegn Anand og vann á skákmóti í Ţýskalandi. Nú var komiđ ađ Caruana:

Fabiano Caruana – Magnús Carlsen

Hollensk vörn

1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. c4 c6 5. Rf3 d5 6. O-O Bd6 7. b3 De7

Leikur Jusupovs, svartur hindrar uppskipti á svartreita biskupum ađ hćtti Botvinniks međ – Ba3.

8. Bb2 b6 9. Re5 Bb7 10. Rd2 O-O 11. Hc1 a5

Ţekkt úr skákum níunda áratugarins og mikilvćgur ţáttur í uppbyggingu svarts, drottningarriddarinn stendur best á a6.

12. e3 Ra6 13. Rb1 Bxe5!?

Ţriđja vers. Svartur gerir best í ađ losa sig viđ ţennan riddara.

14. dxe5 Re4 15. De2 a4 16. Rc3 axb3 17. axb3 Db4 18. Rxe4 dxe4 19. Dc2 Rc5 20. Bc3 Dxb3 21. Dxb3 Rxb3 22. Hb1 Rc5 23. Hxb6 Ra4 24. Hxb7 Rxc3 25. He7 Hfe8 26. Hxe8 Hxe8 27. Ha1 Hd8 28. Bf1 c5 29. Ha3 Rb1 30. Ha1 Rd2 31. Be2?

Betra var 31. Kg2.

31. ... Rf3+! 32. Bxf3 exf3 33. h3 h5 34. g4 fxg4 35. hxg4 h4 36. Kh2 Hd2 37. Kh3 g5 38. e4

Leggur lúmska gildru fyrir Magnús, 38. ... Hxf2 blasir en hvítur á svariđ 39. Ha8+ Kf7 40. Ha7+ Ke8 41. He7+! og eltir síđan kónginn eftir 7-reitaröđinni. Hirđi kóngurinn hrókinn er hvítur patt!

G4GU025C38. ... Hd4!

Eftir ţetta falla hvítu peđin eins og flugur.

39. Ha8 Kf7 40. Ha3 Hxc4 41. Hxf3 Ke7 42. He3 Hd4 43. f3 c4 44. Ha3 Hd3 45. Ha7 Kd8 46. Kg2 c3 47. Ha4 c2 48. Hc4 Hd2 49. Kh3 Kd7 50. Hc5 Hf2 51. f4 Hf3 52. Kh2 Hxf4

– og Caruana gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 25. apríl 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 30
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 8764042

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband