Leita í fréttum mbl.is

Fjörlega teflt í 4. umferđ Wow air mótsins!

Sigurđur Dađi og Hannes HlífarÍ gćrkvöld fór fram fjórđa umferđ í Wow air vormóti Taflfélags Reykjavíkur. Afar hart var barist á öllum borđum í A flokki.  Sannkölluđ háspenna var á fyrsta borđi ţar sem Sigurđur Dađi Sigfússon og Hannes Hlífar Stefánsson sćttust á endanum á skiptan hlut. 

Ţar varđist Sigurđur Dađi afar vel í flókinni stöđu og miklu tímahraki.  Var hann ítrekađ kominn niđur á seinustu sekúndu ţegar ađ hann lék! 

Davíđ Kjartansson stýrđi hvítu mönnunum til sigurs gegn Einari Hjalta Jenssyni sem fann ekki svar viđ öflugri mátssókn hótelstjórans geđţekka.

Mikiđ tímahrak og spenna einkenndi skák Nakamura banans Ingvars Ţórs Jóhannessonar og nýjasta hnakkans okkar Dags Ragnarssonar.  Ingvar lenti í miklu tímahraki fyrir tímamörkin og ţurfti ţá ađ verjast vćnlegri kóngssókn Dags.  Hann reyndist vandanum vaxinn og ţegar sóknin rann út í sandinn réđu öflug frípeđ hans úrslitum.  Mjög skemmtileg skák.

Á fjórđa borđi vann Bragi Ţorfinnsson skák sína gegn Örn Leó Jóhannessyni nokkuđ sannfćrandi.

Líkt og í annari umferđ gegn Hrafni Loftssyni komst Ţorvarđur Fannar Ólafsson út í hróksendatafl peđi yfir, nú gegn Jóni Trausta Harđarssyni en ţađ dugđi ekki til sigurs frekar en gegn Hrafni.

Björgvin Víglundsson tefldi afar frísklega gegn Oliver Aron Jóhannessyni, fórnađi peđi fyrir mikiđ spil.  Virtist stađa hans afar vćnleg á tímabili.  En Oliver er enginn aukvisi í spilinu, varđist fimlega og snéri vörn í sókn og sigrađi.

Á sjöunda borđi sćttust Hrafn Loftsson og Jóhann Ingvason á skiptan hlut.

Eftir fjórar umferđir er Hannes Hlífar efstur međ 3.5 vinninga en nćstir koma Davíđ Kjartansson og Sigurđur Dađi Sigfússon međ 3 vinninga.

Í B flokki varđ jafntefli á ţremur efstu borđunum.   Halldór Pálsson virtist nálćgt sigri í skák sinni gegn Sverri Erni Björnssyni sem varđist ţó vel og uppskar hálfan vinning.  Hallgerđur Helga bjargađi jafntefli á stórglćsilegan hátt gegn Vigni Vatnar Stefánssyni.  Stubburinn var međ kolunniđ tafl ţegar hann féll í patt gildru landsliđskonunnar.

Tvíburarbrćđurnir Björn Hólm og Bárđur Örn Birkissynir ţrátefldu í miđtaflinu og virtust báđir býsna sáttir međ ţau málalok. 

Stefán Bergsson heldur áfram ađ tefla fyrir augađ, fórnađi peđi snemma gegn Birki Kar Sigurđssyni fyrir fremur óljósar bćtur en náđi ađ flćkja tafliđ.  Ţađ virđist ávísun á öruggan sigur Stefáns fái hann hartnćr tapađ tafl ţví hann snéri á pilt og sigrađi örugglega.

Gauti Páll Jónsson ákvađ ađ leika af sér biskup fyrir engar bćtur gegn Jóhanni Óla Eiđssyni sem brá ţó á ţađ ráđ ađ hirđa ekki biskupinn heldur gefa tvö peđ í stađinn og tapa örugglega.  Skák hinna glötuđu tćkifćra!

Engin breyting varđ ţví á toppnum í B flokki.  Halldór og Sverrir leiđa međ 3 vinninga af fjórum.  Nćstir ţeim koma svo Bárđur Örn og Vignir Vatnar međ 2.5 vinninga.

Ţađ verđur stórviđureign í fimmtu umferđ Wow air mótsins en ţá mćtast tveir stigahćstu menn mótsins, Hannes Hlífar og Bragi Ţorfinnsson.  Oliver Aron mćtir Davíđ međan Einar Hjalti teflir viđ Ţorvarđ Fannar.

Í B flokki mćtast Sverrir og Bárđur Örn, međan Vignir Vatnar teflir viđ Halldór Pálsson.

5. umferđ fer fram nćstkomandi mánudag.

Nánari upplýsingar um stöđu og pörun hér


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8764697

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband