Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Snjallsímasvindl, Wesley So og Nakamura

Ţetta átti ađ vera skáklega útgáfan af Guđföđurnum: Michael Corleone (Al Pacino) gengur inn á salerni, nćr í skammbyssu falda í vatnskassa gengur síđan aftur inn í matsalinn og sallar síđan niđur borđnauta sína. Í skák-útgáfunni á stórmóti í Dubai fyrr í ţessum mánuđi hafđi skákmeistari Georgíu, Gajos Nigalidze, faliđ snjallsíma inni á salerni. Annađ veifiđ gerđi hann sér ferđ ţangađ inn til ađ sćkja upplýsingar úr skákforriti símans sem starfađi á ofurkrafti á međan skákinni stóđ. En upp komst um strákinn Tuma: Andstćđingur hans Armeninn Tigran Petrosjan bađ skákstjórann um ađ fylgjast međ tíđum ferđum Georgíumannsins á salerniđ og niđurstađan liggur nú fyrir. Gajos Nigalidze var rekinn úr mótinu međ skömm og hlýtur vonandi langt keppnisbann.

Ţetta mál er eitt fjölmargra sem komiđ hafa upp á seinni árum en ţau frćgustu eru svindl Frakkans Sebastian Feller á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk 2010 og „Toilet-gate“-ţrefiđ mikla vegna tíđra salernisferđa Vladmir Kramniks í heimsmeistaraeinvíginu viđ Topalov í Kalmykíu haustiđ 2006. Ţó ađ FIDE hafi ţegar samţykkt hertar reglur sem varđar allt ţađ tćknidót sem menn og konur geta boriđ á sér hefur frćjum tortyggni veriđ sáđ í skáksölum heims.

Annađ mál sem á sér sennilega skýringar í klaufaskap eđa hugsunarleysi kom upp á dögnum hefur vakiđ mikla athygli fjölmiđla og varđar eina helstu vonarstjörnu skákarinnar í dag, Filippseyinginn Wesley So sem er í 8. sćti á stigalista FIDE . Hann settist nýlega ađ í Bandaríkjunum og naut um skeiđ styrks frá Webster-háskólanum St. Louis, vann milljón dollara mótiđ í Las Vegas rétt fyrir jólin og varđ í 2. sćti á stórmótinu í Wijk aan Zee í ársbyrjun. Sem sagt: allt í lagi hjá pilti eđa allt ţar til á útmánuđum ađ upp blossađi einhvers konar forrćđisdeila um ţennan annálađa sómasvein. Af fréttum ađ dćma virđast helstu ađilar ţess máls auk So vera móđir hans, Leny So, sem ţrátt fyrir blóđböndin var bönnuđ á vettvangi síđasta móts sonarins, og fósturforeldrar hans frá Minnesota. Í miđri orrahríđinni settist So niđur til ađ tefla í fyrsta sinn á meistaramóti í St Louis í Mississippi-ríki. Sér til hugarhćgđar var hann ađ krota einhver hvatningarorđ á skorblađ sitt og nýbúinn ađ leika sínum sjötta leik gegn Varuzhan Akobian í 9. umferđ ţegar dómarinn stöđvađi skyndilega skáklukkuna og dćmdi Akobian sigur. So hafđi víst fengiđ viđvörun áđur en fannst eins og ýmsum öđrum full langt gengiđ í refsigleđinni.

Mál Wesey So dró athygli frá sigurvegara bandaríska meistaramótsins í fjórđa sinn, Hikaru Nakamura vann í fjórđa sinn, So náđi ţrátt fyrir allt ţriđja sćti. Í St. Louis tefldi Nakamura af miklum krafti og vann glćsilega sigra sbr. eftirfarandi viđureign:

Kayden Troff – Hikaru Nakamura

Benony-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. g3 Bg7 8. Bg2 0-0 9. 0-0 He8 10. He1 a6 11. a4 Rbd7 12. e4 Rg4 13. Rd2 Rge5 14. Bf1 g5 15. h3 Df6 16. Dh5 Bh6 17. Rd1 g4 18. Re3 Bxe3 19. Hxe3 Dg7 20. hxg4 Rxg4 21. Hc3 Rdf6 22. Dh1 He5 23. Df3 Bd7 24. Dd3 Dh6 25. Bg2 Dh2 26. Kf1

GIFTUUA626. ... Rxf2! 27. Kxf2 Bh3 28. Df1 Hxe4 29. Rxe4 Rxe4 30. Ke3 Bxg2 31. Df4 Rxc3 32. Dg5 Kf8 33. bxc3 He8 34. Kf2 Bh1

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 18. apríl 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband