Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar Steinn vann áskorendaflokk Íslandsmótsins

Hjörvar og DagurDanski stórmeistarinn Bent Larsen á eina skákbyrjun sem ber nafn hans: Larsens-byrjun hefst međ hinum hógvćra peđsleik 1. b2-b3. Leikurinn einn sér er í sjálfu sér ekki merkilegur, hvítur vill koma biskupinum fyrir á hornalínunni og ţeir sem fylgdust međ taflmennsku Larsens á sjöunda áratug síđustu aldar vissu ađ hann sérhćfđi sig í vćngtöflum og spegilmynd ţessa leiks á kóngsvćngnum, 1. g2-g3, kom einnig fyrir í skákum hans. Áriđ 1970 tefldi Larsen eina sína frćgustu skák. Á 1. borđi heimsliđsins í keppni viđ úrvalsliđ Sovétríkjanna mćtti hann heimsmeistaranum Boris Spasskí. Larsen hóf tafliđ međ 1. b2-b3. Allt ćtlađi um koll ađ keyra í Sava-center í Belgrad ţar sem keppnin fór fram ţegar Spasskí vann skákina í 17 leikjum! Eftir ţađ fćkkađi skákum Larsen međ ţessari byrjun, a.m.k. í viđureignum hans viđ ţá bestu. Bobby Fischer, sem hafđi gefiđ eftir ađ tefla á fyrsta borđi fyrir heimsliđiđ, fylgdist grannt međ ţví sem Larsen tók sér fyrir hendur og í fjórum skákum ţetta ár valdi hann upphafsleik Larsens og vann allar skákirnar međ glćsibrag. Nálgun hans var samt önnur; í skákunum sem hann tefldi viđ Svíann Ulf Anderson og Úkraínumanninn Vladimir Tukmakov fékk hann upp ákveđna stöđutýpu sem líktist Sikileyjarvörn og ţar var hann öllum hnútum kunnugur.

Byrjun Larsens kom viđ sögu í einni skák áskorendaflokks Íslandsmótsins sem lauk um síđustu helgi međ öruggum sigri Hjörvars Steins Grétarssonar sem hlaut 7 ˝ vinning af 9 mögulegum. Keppt var um tvö sćti í landsliđsflokki áriđ 2016 og hitt sćtiđ kom í hlut Guđmundar Gíslasonar sem hlaut 7 vinninga. Í 3. sćti varđ Davíđ Kjartansson međ 6 ˝ vinning. Ţar á eftir komu svo Lenka Ptacnikova og nokkrir ungir skákmenn sem allir áttu möguleika á landsliđsćti fram á síđasta dag. Einn ţeirra, Dagur Ragnarsson, sem nýlega vann ţađ afrek ađ hćkka meira á stigum millli mánađa en dćmi eru um, tefldi viđ Hjörvar Stein í lokaumferđinni og tapađi. Hann hafđi byrjađ illa en vann svo fimm skákir í röđ. Í nćstsíđustu umferđ mćtti hann Lenku Ptacnikovu og ákvađ ađ fylgja í fótspor Larsens:

Skákţing Íslands 2015 – áskorendaflokkur; 8. umferđ.

Dagur Ragnarsson – Lenka Ptacnikova

Larsens-byrjun

1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. e3 d6 4. d4 exd4 5. exd4 d5 6. Rf3 Bb4+ 7. Rbd2 Rf6 8. a3 Be7 9. Bd3 a6 10. Re5 Rb8 11. O-O c5

Byrjunarleikir svarts eru fremur ómarkvissir og ţessi hjálpar til viđ virkja biskupinn á b2.

12. He1 O-O 13. dxc5 Bxc5 14. Df3 Be6 15. Rf1 He8 16. Rg3 Bf8 17. Rh5!

Svartur á ţegar í miklum erfiđleikum, 17. ... Rbd7 strandar á 18. Rxd7 Rxd7 19. Bxg7! og vinnur, 19. ... Bxg7 er svarađ međ 20. Dg3.

17. ... Rxh5 18. Dxh5 h6

Hvađ annađ? 18. ... g6 er svarađ međ 19. Rxg6! fxg6 20. Bxg6! og vinnur.

GBKTTUPQ19. Rxf7! Bxf7 20. Df5! He4

20. ... g6 liggur beinast viđ en hvíta drottningin kemst á hornalínuna a1-h8 međ 21. Hxe8! t.d. 21. .... Bxe8 22. De5 eđa 21. ... Dxe8 22. Df6 og vinnur.

21. Hxe4 Dg5

Ţetta er vonlaust framhald en 21. ... dxe4 22. Bxe4 g6 23. De5 kemur í sama stađ niđur.

22. Dxg5 hxg5 23. Hg4 Be7 24. He1 Bf6

Eđa 24. ... Rc6 25. h4 Bh5 26. Hxe7! Rxe7 27. Hxg5 o.s.frv.

25. Bxf6 gxf6 26. h4 Bh5 27. Hg3 g4 28. f3 Rc6 29. fxg4 Bf7 30. g5

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 11. apríl 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 285
  • Frá upphafi: 8764894

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband