Leita í fréttum mbl.is

Wow air vormót TR hafiđ!

Wow air vormót Taflfélags Reykjavíkur hófst í fyrrakvöld i í skákhöllinni Faxafeni.  Margir sterkir meistarar taka ţátt í A flokki mótsins ţ.á.m. stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson og Fide meistararnir Dagur Ragnarsson, Einar Hjalti Jensson, Sigurđur Dađi Sigfússon, Ingvar Ţór Jóhannesson og Davíđ Kjartansson. 

Í B flokki mótsins má finna suma af okkar efnilegustu börnum og unglingum sem flest eru í hrađri framför.  Etja ţau kappi viđ ţaulreynda skákmenn á borđ viđ Sverri Örn Björnsson, Stefán Bergsson og landsliđskonuna Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur.

Nokkur óvćnt úrslit litu dagsins ljós strax í fyrstu umferđ.  Ţar verđur ađ telja sigur Björgvins Víglundssonar á Einari Hjalta međ svörtu óvćntust.  Björgvin varđist ţar fimlega áhlaupi Einars, snéri vörn í sókn og lauk skákinni međ fallegri fórn.  Virkilega gaman ađ sjá Björgvin ađ tafli en ţetta er hans fyrsta kappskákmót í mjög langan tíma en greinilegt ađ kappinn á fullt erindi í ţetta mót.

Jóhann Ingvason fékk sćti í A flokki ekki síst eftir frábćra frammistöđu á nýafstđđnu Íslandsmóti skákfélaga ţar sem hann hrellti margann stórmeistarann međ góđri taflmennsku.  Í gćr mćtti hann Fide meistaranum sterka Sigurđi Dađa Sigfússyni og lauk ţeirri rimmu međ jafntefli í athyglisverđri skák.

Ţá sýndi hinn ungi Oliver Aron Jóhannesson styrk sinn međ ţví ađ gera jafntefli viđ alţjóđlega meistarann Braga Ţorfinnsson ţrátt fyrir ađ hafa lent í tímahraki. 

Önnur úrslit í A flokki verđa ađ teljast nokkuđ eftir bókinni, en ţó lenti Davíđ Kjartansson í kröppum dansi gegn Hrafni Loftssyni og leit út fyrir ađ vera međ hartnćr tapađ tafl á tímabili í afar flókinni stöđu.  Hann náđi ţó vopnum sínum ađ lokum og vann sigur í lengstu skák kvöldsins.

Í B flokki litu einnig dagsins ljós athyglisverđ úrslit.  Hinn ungi Vignir Vatnar Stefánsson lagđi Stefán Bergsson afar örugglega, og annar ungur keppandi í flokknum, Bárđur Örn Birkisson gerđi jafntefli viđ landsliđskonuna Hallgerđi Helgu. 

Önnur umferđ fer fram nćstkomandi mánudag og ţá mćtast međal annarra í A flokki Björgvin og Hannes Hlífar, Davíđ og Dagur međan Bragi mćtir Ingvari Ţór sem tók yfirsetu í fyrstu umferđinni.

Í B flokki mćtast m.a. Vignir Vatnar og Sverrir Örn á fyrsta borđi međan Birkir Karl teflir viđ Halldór Pálsson.

Áhorfendur eru velkomnir eins og ćtíđ í skákhöllina og heitt á könnunni!

Úslit og pörun í báđum flokkum má finna hér

Heimasíđa TR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband