Leita í fréttum mbl.is

Skáksprengja í Grafarvogi. 115 grunnskólanemendur mćttu á Skákhátíđ Rótarý og Fjölnis

IMG 6190

Ţađ fór vel á ţví ađ efnilegustu skákmenn Íslands, ţau Vignir Vatnar Stefánsson og Nansý Davíđsdóttir, kćmu hnífjöfn í mark međ fullt hús á gífurlega fjölmennu barna-og unglingaskákmóti sem Rótarýklúbburinn Reykjavík Grafarvogur og Skákdeild Fjölnis héldu í Rimaskóla í gćr.

Já slíkur var fjöldinn ađ ţessi tvö efstu náđu ekki ađ tefla saman í ţeim sex umferđum sem tefldar voru. Skákhátíđin í Rimaskóla togađi til sín 115 grunnskólakrakka á öllum aldri, drengi og stúlkur. Ábyggilega hafa glćsilegir vinningar og ekki síđur pítsuveislan og ókeypis bíómiđi haft sitt ađ segja ţví allt var ţetta í bođi Rótarýklúbbsins.

IMG 6170

 

Jón L. Árnason stórmeistari og heimsmeistari unglinga áriđ 1977 og rótarýfélagi var heiđursgestur mótsins og lék fyrsta leikinn fyrir Óskar Hákonarson í skák hans viđ Vigni Vatnar. Í framhaldinu hófst taflmennskan út um allan sal og inn um ganga Rimaskóla. Mótiđ gekk einstaklega vel fyrir sig ţrátt fyrir hálftíma seinkun viđ innritun ţegar löng röđ myndađist viđ skráningarborđiđ.

Eftir fjórar umferđir var öllum keppendum bođiđ upp á pítsur og safa sem runnu ljúft niđur í skákmeistarana. Strax ađ móti loknu fór fram glćsileg verđlaunahátíđ. Tíu efstu skákmenn mótsins og ţrjár efstu stúlkurnar fengu gjafabréf upp á 4000 - 5000 kr. Auk ţess voru dregnir út sjö happadrćttisvinningar frá nammibar Hagkaups. Allir 115 keppendurnir luku keppni međ glćsibrag og fengu ókeypis bíómiđa í Laugarásbíó ađ launum.

IMG 6188

Rótarýklúbburinn Reykjavík Grafarvogur á heiđur skiliđ fyrir frábćran stuđning viđ unga og áhugasama skákkrakka. Ţeir voru fjölmennir á mótsstađ, röđuđu upp, bćttu endalaust viđ borđum, stóđu vel ađ pítsuafgreiđslunni og ađstođuđu yngstu skákmennina ţegar ţörf var á. Rótarýklúbburinn var međ ţessari skákhátíđ ađ halda upp á Rótarýdaginn og vöktu um leiđ athygli á fyrirmyndar félagsstarfi í hverfinu. Ţar völdu ţeir Skákdeild Fjölnis og undirbjuggu hátíđarhöldin í samstarfi viđ Helga Árnason formann skákdeildarinnar sem var skákstjóri ásamt Páli Sigurđssyni

Í verđlaunasćtum auk ţeirra Vignis Vatnars og Nansýjar voru ţeir Dawid Kolka Álfhólsskóla, brćđurnir Óskar Víkingur og Stefán Orri Davíđssynir Ölduselsskóla, Jóhann Arnar Finnsson og Joshua Davíđsson úr Rimaskóla, Alexander Mai Laugarnesskóla, Benedikt Ţórisson og Arnar M. Heiđarsson Hörđuvallaskóla. Ţćr Andrea Rut Friđriksdóttir Rimaskóla og Elsa Kristín Arnaldardóttir Hofsstađaskóla hlutu 2. og 3. verđlaun stúlkna og er frammistađa ţeirrar fyrrnefndu athyglisverđ ţví ađ hún var ađ taka ţátt í sínu fyrsta skákmóti. 

Sjá Chess-Results og myndaalbúm (HÁ)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 8764851

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband