Leita í fréttum mbl.is

Viđ erum ein fjölskylda. Hrafn Jökulsson skrifar um skákćvintýriđ í Grafarvogi í tilefni af Skákhátíđ Rótarý og Fjölnis í Rimaskóla 28. febrúar n.k.

Hrafn

Viđ erum ein fjölskylda. Hrafn Jökulsson skrifar um skákćvintýriđ í Grafarvogi í tilefni af Skákhátíđ Rótarý og Fjölnis í Rimaskóla 28. febrúar nk.

Kjörorđ skákhreyfingarinnar -- Viđ erum ein fjölskylda, gćtu sem best veriđ komin úr smiđju Paul Harris, stofnanda Rótarý-hreyfingarinnar. Rótarý er öllum opiđ, burtséđ frá kynţćtti, hörundslit, trú, kyni eđa pólitískum skođunum. Á sama hátt eru allir jafnir viđ taflborđiđ, líkamsburđir eđa aldur, uppruni eđa bakgrunnur, skipta engu máli ţegar skákklukkan fer af stađ. 

Ţađ er eitt af ćvintýrum íslenskrar skáksögu ađ skólastjóri í Grafarvogi skyldi tileinka sér ţessa hugmyndafrćđi, og međ endalausri elju og dugnađi gera Rimaskóla og síđar Skákdeild Fjölnis ađ stórveldi í skák. Allt í einu byrjuđum viđ ađ lesa um krakkana í Grafarvogi sem sópuđu til sín verđlaunum, ekki bara á Íslandi heldur gjörvöllum Norđurlöndum. 

Frumbyggjar Ameríku eiga sér orđskviđ: Til ađ draumur rćtist ţarf mađur fyrst ađ láta sig dreyma. Og ţađ gerđi Helgi Árnason í Rimaskóla. En hann lét sig ekki bara dreyma. Hann virkjađi börnin, foreldrana, samstarfsfólk sitt, skákhreyfinguna og ótal marga ađra međ undraverđum árangri. Starfiđ í Rimaskóla snýst ekki bara -- og ekki fyrst og fremst -- um ađ skapa afreksfólk, ţótt enginn hörgull sé á ungum snillingum sem sprottiđ hafa upp í Grafarvogi. Skákin ţjálfar rökhugsun jafnt sem sköpunargáfu, hún kennir okkur ađ hugsa fram í tímann, hún kennir okkur ađ leita ađ besta leiknum, hvort heldur er á taflborđinu eđa í lífinu sjálfu. Skákin kennir okkur ađ bera virđingu fyrir mótherjanum, hún kennir okkur ađ stundum vinnum viđ og stundum töpum viđ. Og ađ viđ getum lćrt jafn mikiđ af ţví ađ tapa en vinna.  Og síđast en ekki síst: Skák er skemmtileg.

Kraftaverkiđ í Grafarvogi hefur ekki gerst af sjálfu sér. Árangur Rimaskóla, skákdeildar Fjölnis og ungu snillinganna er afrakstur af ţrotlausu starfi. Ţar hefur Helgi Árnason, međ góđra manna hjálp, dregiđ vagninn. Ég hef frá upphafi veriđ ţeirrar gćfu ađnjótandi ađ fylgjast međ blómlegu og gefandi starfi, og veit ađ ţar hafa margir lagt hönd á plóg. Ţar eiga Rótarý-menn drjúgan hlut ađ máli međ stuđningi sínum. Ţađ er svo sannarlega í anda ţessarar merkilegu mannrćktar- og mannúđarhreyfingar og fyrir ţađ á Rótarý-hreyfingin á Íslandi djúpar ţakkir skiliđ. Svo aftur sé vitnađ í spakmćlabanka Rótarý-manna: ,,Sá uppsker mest, sem ţjónar best." 

Fyrir hönd okkar í skákhreyfingunni fćri ég íslenskum Rótarý-mönnum djúpar ţakkir fyrir ómetanlegan stuđning viđ uppbyggilegt ćskulýđsstarf, um leiđ og ég óska Skákdeild Fjölnis og Rótarý-mönnum til hamingju međ glćsilega hátíđ. Ég vil hvetja alla grunnskólanemendur, hvort sem ţeir eru byrjendur eđa lengra komnir til ađ taka ţátt í Skákhátíđinni -glćsilegri veislu sem framundan er ţann 28. febrúar.

Grein ţessi birtist í Grafarvogsblađinu fyrir skemmstu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 8764692

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband