Leita í fréttum mbl.is

Jóhann Örn sigurvegari Toyota-skákmótsins

Toyota mótiđ 2015  ESE 034Áttunda  Toyotaskákmótiđ  fór fram í gćr í söludeild  Toyota í Kauptúni. Ţátttaka var ađeins minni en stefndi í fyrirfram en sumir voru međ flensu og ađrir ţurftu ađ vera viđ jarđafarir. Ţađ voru 29 kappar sem settust ađ tafli kl. 13.00

Garđar Guđmundsson formađur Ása setti mótiđ og byrjađi á ţví ađ óska Toyota mönnum til hamingju međ 50 ára starfsafmćli á Íslandi.

Toyota mótiđ 2015  ESE 003

Garđar ţakkađi ţeim einnig fyrir stuđninginn undanfarin ár en Toyota er stuđnings ađili Ćsa og hafa gefiđ öll verđlaun á öllum Toyota mótunum.

Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota og Páll Ţorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi voru viđstaddir.

Úlfar lék svo fyrsta leikinn á fyrsta borđi fyrir Björn Víking Ţórđarson sem hafđi hvítt gegn  Jóni Ţ Ţór. Björn var elsti öđlingurinn sem tefldi í Toyota í gćr, hann er fćddur 1931 hann teflir samt oft eins og unglingur á besta aldri.

Toyota mótiđ 2015  ESE 004

Ţađ var öllum ljóst ađ ţetta yrđi hörkuspennandi mót, ţví ađ ţarna voru mćttir margir mjög sterkir skákmenn. Til dćmis ţeir Jóhann Örn Sigurjónsson og Bragi Halldórsson sem báđir hafa unniđ Toyotabikarinn. Jóhann vann Toyotamótiđ 2009 og Bragi vann bćđi 2013 og 2014. Ţađ vildi síđan svo til ađ tölvan rađađi ţeim félögum saman í fyrstu umferđ.

Jóhann gaf svo tóninn og vann Braga í fyrstu umferđ. Ađ loknum fimm umferđum var Jóhann einn efstur međ 5 vinninga. Hafđi unniđ alla sína andstćđinga, en fast á eftir honum komu fjórir kappar međ 4 vinninga, ţeir Sćbjörn Larsen, Ögmundur Kristinsson , Bragi Halldórsson og Gylfi Ţórhallsson.

Ţađ var baráttujaxlinn Gísli Gunnlaugsson sem náđi fyrsta punktinum af Jóhanni og gerđ jafntefli viđ hann í sjöttu umferđ.

Toyota mótiđ 2015  ESE 011

Ţađ var svo í áttundu umferđ sem ađ  Bragi fór upp fyrir Jóhann, ţá vann Bragi Ögmund en Jóhann tapađi fyrir Gylfa og Bragi var efstur ţegar ein umferđ var eftir međ 7 vinninga Jóhann međ 6˝  og Gylfi og Jón Ţór međ 6 vinninga.

Úrslitin réđust svo auđvitađ í síđustu umferđinni eins og oftast gerist á skákmótum. Ţá vann Jóhann Guđfinn og Bragi og Gylfi gerđu jafntefli. Ögmundur  vann Jón Ţ Ţór.

Niđurstađan; Jóhann og Bragi jafnir međ 7 ˝ vinning en Jóhann hćrri á stigum og er bikarhafi Toyota 2015. Ţađ er gleđilegt ađ sjá ađ Jóhann Örn er búinn ađ ná góđum styrk eftir erfiđ veikindi sem hann ţurfti ađ takast á viđ.

Jafnir í 3.-4.  sćti urđu svo Gylfi Ţórhallsson og Ögmundur Kristinsson báđir međ 6 ˝ vinning, en Gylfi örlítiđ hćrri á stigum og fékk bronsiđ.

Í mótslok afhenti forstjóri Toyota svo öll verđlaun, sextán skákmenn fengu verđlaun rúmlega helmingur ţátttakenda.

Toyota mótiđ 2015  ESE 033

Úlfar gat ţess svo í lokin ađ hann vonađist eftir ađ sjá okkur aftur um sama leiti ađ ári.

Ţađ er gaman ađ geta ţess ađ tveir af frammámönnum í skákhreyfingunni heiđruđu okkur međ nćrveru sinni í mótsbyrjun ţeir Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins og Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíunnar. Viđ ţökkum ţeim fyrir ţađ

Ćsir sáu um skipulagningu og stjórn skákmótsins og skákstjórar voru ţeir Garđar Guđmundsson og Finnur Kr Finnsson.

Ţátttakendur voru flestir frá Ásum og Riddurum. Viđ viljum ţakka stjórnendum Toyota kćrlega fyrir móttökurnar í gćr og allan stuđning undanfarin ár. 

Sjá nánar um úrslit og myndir frá ESE. 

Toyota mótiđ 2015  Úrslit


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 8764851

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband