Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen vann sex skákir í röđ

Hou Yifan-CarlsenMig grunar ađ andstćđingar heimsmeistarans Magnúsar Carlsens leiti stundum athvarfs í ţeim ţanka ađ allt vćri betra ef pilturinn hefđi haldiđ áfram međ vetraríţróttirnar eins og flestir landar hans og látiđ skákina eiga sig; hann mun hafa svifiđ yfir 20 metra í skíđastökki ţegar hann var 10 ára.

Í Wijk aan Zee byrjađi Magnús međ tveimur jafnteflum og tapi en svo komu hamskiptin: Magnús vann sex skákir í röđ! Meistarar á borđ viđ Caruana og Aronjan, sem hafa stundum veriđ ađ máta sig viđ skákkrúnuna, steinlágu báđir. Ţegar ţetta er ritađ fyrir elleftu umferđina sem fór fram í gćr var ekki alveg loku fyrir ţađ skotiđ ađ stađarmet félli en til ţess ţarf hann ađ vinna allar skákirnar sem eftir eru. Stađan:

1. Magnús Carlsen 7˝ v. (af 10). 2.- 3. So og Vachier La-Grave 6˝ v. 4.-7. Giri, Ivantsjúk, Caruana og Liren Ding 6 v. 8.-9. Wojtaszek og Radjabov 5 v. 10. Aronjan 4˝ v. 11. Van Wely 3˝ v. 12.-13. Hou Yifan og Saric 3 v. 14. Jobava 1˝ v.

Međan á sigurgöngunni stóđ bar minna á endataflstćkni en oft, taflmennskan í miđtaflinu var afar góđ og ţótt sumir ćttu möguleika á jafntefli hafđi Magnús ţá undir ađ lokum. Í 10. umferđ bauđ Radjabov upp á Berlínarvörn spćnska leiksins. Eins og stundum áđur fór Magnús „međ löndum“, hélt drottningunum á borđinu og hafđi sigur eftir snarpa kóngssókn:

Wijk aan Zee 2015:

Magnús Carlsen – Teimour Radjabov

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3

Ađ hrókera stutt dugđi í lokaskákinni í Sochi en Magnús hefur leikiđ ţessu nokkrum sinnum áđur.

4.... Bc5 5. 0-0 d6 6. Rbd2 0-0 7. Bxc6 bxc6 8. h3 h6 9. He1 He8 10. Rf1 a5 11. Rg3 Hb8 12. b3 Bb4?!

Ekki er ljóst hvađ vakir fyrir svarti međ ţessum leik og ţeim nćsta. Hví ekki 12.... a4?

13. Bd2 Ha8 14. c3 Bc5 15. d4 Bb6 16. dxe5 dxe5 17. c4 Rh7 18. De2 Rf8 19. Be3 c5 20. Had1 Df6 21. Rh5

Svarti riddarinn er á leiđ til e6 og síđan til d4. Magnús gerir allt til ţess ađ hindra ţá fyrirćtlan.

21.... De7 22. Rh2 Kh7 23. Df3 f6 24. Rg4 Bxg4 25. Dxg4 Hed8?

25.... Re6 lá beinast viđ og er besti leikurinn sem Radjabov óttađist 25. Df5+ Kh8 27. Bxh6!? gxf6 28. Rxf6 t.d. 28.... Hf8 29. Hd7! o.s.frv. En betra er 28.... Rd4 og svartur getur barist áfram.

26. Df5+ Kh8 27. f4!

Opnar tafliđ upp á gátt.

27.... Hxd1 28. Hxd1 exf4 29. Bxf4 De6 30. Hd3! He8

GFETIJ4O31. Rxg7! Kxg7 32. Dh5! Rh7 33. Bxh6+ Kh8 34. Dg6 Dg8

 

 

 

 

 

 

 

GDETIJ4K
35. Bg7+!

Gerir út um tafliđ ţar sem hrókurinn er miklu öflugri en léttu menn svarts.

35.... Dxg7 36. Dxe8+ Df8 37. De6 Dh6 38. e5! Dc1+ 39. Kh2 Df4+ 40. Hg3

– og Radjabov gafst upp.

 


Fjórir efstir á Skákţingi Reykjavíkur

Fjórir skákmenn eru efstir ađ loknum sex umferđum á Skákţingi Reykjavíkur. Stefán Kristjánsson, Guđmundur Gíslason, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Viktor Gunnarsson hafa allir hlotiđ fimm vinninga en í 5.-9. sćti koma Björn Ţorfinnsson, Dagur Arngrímsson, Dagur Ragnarsson, Mikhael Jóhann Karlsson og Bjarni Sćmundsson međ 4˝ v. Talsvert hefur veriđ um óvćnt úrslit á mótinu, sem lýkur sunnudaginn 1. febrúar.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 24. janúar 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 239
  • Frá upphafi: 8764696

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 143
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband