Leita í fréttum mbl.is

Tómas Veigar sigurvegari Janúarmótsins - Vestriđ međ besta liđiđ

Siggi Dan, Tómas og HjörleifurNú er lokiđ ţví mikla og krefjandi verkefni ađ halda skákmót í fullri lengd fyrir keppendur frá gervöllu Norđurlandi.

Janúarmótinu lauk í dag međ pompi og prakt ţegar riđlarnir tveir mćttust í keppni um endanleg sćti í mótinu, sem einnig var liđakeppni. 16 keppendur tókust í hendur og tefldu tvćr kappskákir viđ liđsmann hins liđsins, rađađ eftir nákvćmri röđ sem hafđi fengist eftir 7 kappskákir ţar á undan.

Ţeir villtu og trylltu, sem segjast vera ađ vestan og geta ekki annađ, byrjuđu gríđarvel og unnu sínar viđureignir allar á borđum 4-8, sem sagt fimm vinningar fyrir Vestur en ţrír fyrir Austur.

Áhugavert er ađ engri skák lauk međ jafntefli í fyrri umferđinni, en Vestanmenn eru sérstakir áhugamenn um einmitt jafntefli – líklega hafa ţeir ţó samiđ yfir sig í mótinu sjálfu, enda gerđu ţeir 10 jafntefli á međan Austanmenn létu sér nćgja ađ gera tvö.

jan_playoff_1umf

Ţá var komiđ ađ seinni umferđinni, sérstaklega vegna ţess ađ hana mátti ekki tefla á undan ţeirri fyrri – ţađ hefđi nú veriđ firra.

Helmingur keppenda varđ ađ vinna til ađ jafna stöđuna og vonast til ađ gera betur í hrađskák, en vćri jafnt eftir kappskákirnar skyldi tefla 2 hrađskákir og eina armageddon skák ef enn yrđi jafnt.

Á efsta borđinu gerđu Hjörleifur og Tómas Veigar jafntefli og var ţá ljóst ađ Tómas er sigurvegari mótsins – fékk 8 vinninga af 9 mögulegum í heildina og tapađi ekki skák.

Jakob Sćvar, Ćvar Ákason og Sam Rees áttu ţađ sameiginlegt ađ hafa tapađ fyrri skákinni en unniđ ţá seinni og ţurfti ţví ađ tefla hrađskák til úrslita.

Fyrstir tefldu Ćvar Ákason og Sigurbjörn Ásmundsson og lauk ţeirri glímu međ fullnađarsigri Sigurbjörns.

Ţví nćst tefldu Jakob Sćvar og Sigurđur G Daníelsson hrađskák til úrslita. Siggi er velţekktur refur í hrađskák og tókst ađ vinna báđar og tryggja sér ţannig 3. sćtiđ í heildarmótinu.

Ađ lokum var komiđ ađ Sam Rees og Jóni Ađalsteini ađ tefla hrađskák til úrslita. Viđureign ţeirra var afar spennandi og fóru leikar ţannig ađ ţeir unnu hvor sína hrađskákina. Ţurfti ţví ađ grípa til bráđabana eđa armageddon skákar, en ţar dugar svörtum jafntefli til ađ vinna viđureignina. Sam Rees stýrđi svörtu mönnunum og komst í ágćtt liđsaflaforskot, en ekki vildi betur til en ađ ólöglegur leikur birtist á borđinu og tapađi hann ţví skákinni. Jón stóđ ţví uppi sem sigurvegari viđureignarinnar.

jan_playoff_2umf

2. umferđ lauk sem sagt 4 – 4, en ţađ dugđi Austanmönnum skammt, ţví Vestanmenn unnu fyrri umferđina 5 – 3. Villtu trylltu unnu ţví 9 – 7 ţegar öllu hefur veriđ haldiđ til haga.

janmot_vidureignir

Lokastađa mótsins er ţví svofelld:

janmot_lokastađa

Hermann Ađalsteinsson bar hitann og ţungann af mótshaldinu og honum til ađstođar var Tómas Veigar. Keppendum er ţökkuđ ţátttakan, sérstaklega ţeim sem hliđruđu til fyrir ferđalöngum – og hinir líka :)

Til hamingju Vestanmenn! – Ţangađ til nćst.. :)

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 8764695

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband