Leita í fréttum mbl.is

Guđmundur efstur - ekur frá Ísafirđi til ađ tefla á skákţinginu

Guđmundur GíslasonGuđmundur Gíslason er efstur ađ loknum fjórum umferđum á Skákţingi Reykjavíkur og hefur unniđ allar skákir sínar. Í 2.-5. sćti koma svo Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Ţorvarđur Ólafsson og Dagur Arngrímsson međ 3 ˝ vinning.

Talsvert hefur veriđ um óvćnt úrslit á skákţinginu sem er vel skipađ. Guđmundur lćtur sig ekki muna um ađ aka eđa fljúga á milli Ísafjarđar og Reykjavíkur til ađ tefla skákir sínar og hann vann Sćvar Bjarnason á miđvikudagskvöldiđ og teflir viđ Dag Arngrímsson í fimmtu umferđ. Hann er einnig međ á Gestamóti Hugins ţar sem 68 skákmenn taka ţátt en ţar er teflt á fimmtudagskvöldum í Stúkunni á Kópavogsvelli. 

Ivantsjúk efstur í Wijk aan Zee

Fyrsta verkefni heimsmeistarans Magnúsar Carlsen eftir ađ hann varđi titil sinn á dögunum í Sochi viđ Svartahaf er ađ tefla á stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. Magnús var ekki međ í fyrra en í ársbyrjun 2013 vann hann mótiđ međ fáheyrđum yfirburđum, hlaut 10 vinninga af 13 mögulegum og jafnađi besta árangur Garrís Kasparovs frá 1999. Viđ komuna til Wijk hafđi Magnús orđ á ţví ađ ţađ vćri eins og ađ koma heim til sín; hann tefldi ţarna fyrst 13 ára gamall í C-flokki áriđ 2004 og vann međ glćsibrag, hlaut 10 ˝ vinninga af 13. Frá 2007 hefur hann teflt í A-flokknum sjö sinnum, deildi sigrinum međ Aronjan áriđ 2008 og vann mótin enn árin 2010 og 2013. Taflmennska hans í fyrstu ţrem umferđunum var daufleg en svo hrökk hann í gang, vann heimamanninn Van Wely, sem í umferđinni á undan gerđi sig ađ athlćgi sakir ömurlegrar međhöndlunar gjörunnins endtafls í skák viđ Pólverjann Wojtaszek sem hefur unniđ bćđi Carlsen og Caruana. En stađa efstu manna er ţessi: 1. Ivantsjúk 4 v. (af 5) 2-3. Ding, Wojtazek 3 ˝ v. 4. – 7. Carlsen, Giri, So og Caruana 3 v . 

Anish Giri er í dag fremsti skákmađur Hollendinga og hann ćtlar sér stóra hluti, vann sigur á Georgíumanninum Jobava á fimmtudaginn:

Wijk aan Zee; 5. umferđ:

Anish Giri – Baadur Jobava

Kóngsindversk vörn

1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4

Afbrigđi sem dregur nafn sitt af byssusting. Hvítur gengur beint til verks og reynir ađ ryđjast inn drottningarmegin.

9. ... Rh5 10. He1 Rf4 11. Bf1 f5 12. a4 h6 13. Rd2 g5 14. Ha3 g4 15. a5 h5 16. c5 h4 17. Rc4 Reg6 18. cxd6 cxd6 19. Rb5 Hf6 20. g3 hxg3 21. hxg3 a6 22. Rc3 Rh4!

Georgíumađurinn er ţekktur fyrir mikla hugmyndaauđgi. Ţađ er stórhćttulegt ađ ţiggja manninn, t.d. 23. gxh4 Hh6! o.s.frv. eđa 23. gxf4 Rf3+! og vinnur.

23. Re2!

Best. Giri lćtur skiptamun af hendi fyrir gott spil.

23. ... Rf3+ 24. Hxf3 Rxe2 25. Bxe2 gxf3 26. Bxf3 Bh6 27. Rb6 Hb8 28. Kg2 Bxc1 29. Dxc1 f4 30. Hh1 Hg6 31. Hh5 Df8 32. Dh1 Df6 33. Dh2!?

Hafi ţessi rólegi leikur sem bćtir stöđu hvíts nánast ekki neitt veriđ byggđur á ţeirri vissu ađ svartur myndi vilja losa um mennina á drottningarvćng gengur hann fullkomlega upp. Jobava átti um 5 mínútur til ađ ná tímamörkunum viđ 40. leik.

33. ... Bg4??

Gengur í gildruna.

34. Bxg4 Hxg4 35. Dh3! Dg6

Eđa 35. ... f3+ 36. Kh2 Dg7 37. Rd7! og vinnur.

36. Kf3!

– og Jobava sá sína sćng uppreidda og gaf skákina, 36. ... fxg3 37. Dxg4 Dxg4+ 38. Kxg4 gxf2 strandar á 39. Hg5+ og 40. Hf5 sem vinnur..

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. janúar 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 285
  • Frá upphafi: 8764894

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband