Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Peđsfórnin

Fischer-Spassky bíómyndPawn sacrifice“ er nafn á kvikmynd sem frumsýnd var á kvikmyndahátíđinni í Toronto í Kanada á dögunum. Myndin fjallar um einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík áriđ 1972 eđa „einvígi aldarinnar“ eins og ţađ hefur löngum veriđ kallađ. Myndin var ađ hluta til tekin upp hér á landi og einnig í Montreal og Los Angeles. Hún skartar stjörnum á borđ viđ Tobey Maguire (Spiderman, The Great Gatsby) sem leikur Bobby Fischer og Liv Schreiber (Ray Donavan ) sem leikur Boris Spasskí. Leikstjóri myndarinnar er Edward Zwick sem áđur hefur leikstýrt myndum á borđ viđ Legends of the Fall, The Last Samurai og Blood Diamonds.

Leikstjórinn stillir viđfangsefni sínu upp eins og hann vćri ađ fjalla um kapphlaup Roalds Amundsen og Roberts Falcons Scotts á suđurpólinn 1911-'12; hinum harmrćna ţćtti leiđangurs Scotts, sem fraus í hel í tjaldi á leiđinni til baka 20 kílómetra frá birgđastöđ, svipar ţannig til skipbrots Spasskís sem líkt og Scott var samkvćmt skýringu sagnfrćđinnar fulltrúi hnignandi stórveldis.

Liv Schreiber hafđi orđ á ţví, ađ ţegar hann var ađ undirbúa sig fyrir hlutverk Spasskís, hefđi ţađ augnablik einvígisins er Spasskí klappađi fyrir Fischer međ áhorfendum eftir sjöttu einvígisskákina haft einna mest áhrif á sig. En ef velja á eina skák einvígisins ţar sem allt dramađ virđist koma saman ţá hlýtur ţađ ađ vera ţrettánda skákin. Skákin hófst kl. 17 fimmtudaginn 10. ágúst, fór í biđ um 5 klst. síđar og lauk seint ađ kveldi föstudaginn 11. ágúst. 

Spasskí – Fischer; 13. skák

Stöđumynd 2014-12-13Eftir ađ Spasskí, sem átti í vök ađ verjast, lék biđleik sinn, 42. Kg3, voru allir kraftar sovéska fylgdarliđsins ţandir til hins ýtrasta viđ sundurgreiningu á biđstöđunni – og svipađ var upp á teningnum í bandarísku herbúđunum. Lubomir Kavalek, landflótta Tékki búsettur í Bandaríkjunum, var í Reykjavík og mćtti upp á herbergi 470 á Loftleiđahótelinu til ađ ađstođa Fischer. Ţar var fyrir kvefađur séra Lombardy en Bobby rak hann út: „...Bill, ţú veist ađ ég hef ekki efni ţví ađ fá kvef akkúrat núna.“

Ţegar ţeir tóku til viđ tafliđ aftur klukkan 17 föstudaginn 11. ágúst gerđust myndirnar á skákborđinu ć skrítnari og allt ađ ţví fjarstćđukenndar, a.m.k. hafđi ekkert ţessu líkt sést í heimsmeistareinvígi áđur: 

Spasskí – Fischer; 13. einvígisskák

Stađan eftir 68 leiki – tímamörk viđ 72. leik.

Stöđumynd 2014-12-13-269. Hd1+??

Spasskí hafđi barist hetjulega en var tímanaumur og missti af jafntefli sem var ađ hafa međ 69. Hc3+! Kd4 70. Hf3 Ke4 71. Hc3 os.frv.

Ke2 70. Hc1 f3 71. Bc5 Hxg7 72. Hxc4 Hd7 73. He4+ Kf1 74. Bd4 f2

- og Spasskí gafst upp.

Ţegar skákinni lauk ríkti sérkennileg ţögn í salnum. Ţađ var eins og einhver hefđi dáiđ. Fischer var fljótur ađ yfirgefa sviđiđ en Spasskí sat eftir dágóđa stund og spurđi dómarann Lothar Schmid í lágum hljóđum: „Hvernig getur mađur tapađ svona stöđu međ hrókinn á g8 gersamlega lokađan af?“

Ţađ voru ţung spor fyrir marga ađdáendur Spasskís út úr Laugardalshöllinni. Kannski vćri hćgt ađ „...skella bjargráđinu og sáluhjálpinni: Bach,“ skrifađi Thor Vilhjálmson sem hafđi gengiđ fjađurmögnuđum skrefum yfir dalinn til ađ sjá ţessa „...menn skylmast međ vopnum ţekkingar, rökvísi og röktemprađrar dirfsku“

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. desember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 8764813

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband