Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Leitin ađ áskoranda Magnúsar Carlsen er hafin

Anish GiriHeimsmeistaranum Magnúsi Carlsen var vel fagnađ ţegar hann sneri aftur til Noregs eftir ađ hafa tekiđ viđ sigurlaunum sínum ađ viđstöddum Vladimir Putin, forseta Rússlands. Ţann 24. nóvember hélt hann svo upp á 24 ára afmćliđ og liđur í afmćlisfagnađinum var ţriggja tíma dagskrá hjá NRK, norska sjónvarpinu, en međal efnis var skák hans viđ norsku ţjóđina sem lauk međ ţví ađ Magnús gerđi landa sína mát í 33. leik. Međ tilstilli „skák-apps“ gat ţessi skák fariđ nokkurn veginn snurđulaust fram. Í stúdói NRK sátu foreldrar Magnúsar og systurnar ţrjár: Signý, Ellen og Ingiríđur en tvćr ţćr síđastnefndu eru ágćtar skákkonur.

Í miđri ţessari fagnađarbylgju frćnda okkar stendur yfir leitin ađ nćsta áskoranda Magnúsar – og er reyndar hafin fyrir nokkru. Fyrir liggur ađ Magnús mun freista ţess ađ verja titilinn haustiđ 2016 og einvígiđ fer fram í Bandaríkjunum, ef marka má ummćli Kirsan, forseta FIDE.

Undanfarin ár hefur athyglin beinst mjög ađ Ítalanum Fabiano Caruana sem vann stórmótiđ í St. Louis međ miklum yfirburđum.

En ýmsir ađrir hafa veriđ nefndir til sögunnar. Á geysiöflugu skákmóti sem stendur yfir í Qatar gerđi Hollendingurinn Anish Giri sér lítiđ fyrir og vann sex fyrstu skákir sínar. Giri stendur á tvítugu en hefur ţrátt fyrir ungan aldur veriđ öflugasti skákmađur Hollendinga um nokkurra ára skeiđ. Fćddur í Sankti Pétursborg, móđirin rússnesk og fađirinn frá Nepal en fjölskyldan flutti til Hollands frá Sapporo í Japan áriđ 2008. Giri ţótti snemma efnilegt barn; hann talar reiprennandi sex tungumál ţ. á m. rússnesku, japönsku og nepölsku og er líkt og Magnús sterkur í tćknilegum ţćtti skákarinnar. Tekiđ var eftir ţví er hann lagđi Magnús ađ velli í ađeins 22 leikjum međ svörtu í Wijk aan Zee áriđ 2011. En kannski vantar eitthvađ uppá stađfestuna; eftir sigrana sex í Qatar tapađi hann fyrir Kramnik í sjöundu umferđ og aftur í 8. umferđ fyrir Kínverjanum Yangyi Yu. Ţađ gerđi Kramnik kleift ađ komast einn í efsta sćtiđ.

Međan á sigurhrinunni stóđ héldu Giri engin bönd og hann vann skákir sínar án ţess ađ hafa nokkuđ fyrir ţví, sbr. viđureign hans viđ Azerann Mamedyarov:

Shkariyar Mamedyarov – Anish Giri

Enskur leikur

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. g3 Bb4 4. Bg2 O-O 5. e4 Bxc3 6. bxc3

Traustara er sennilega 6. dxc3. Afbrigđiđ sem Mamedyarov velur ţykir ekki gefa mikla möguleika fyrir hvítan.

6. ... He8 7. d3 c6 8. Re2 d5 9. cxd5 cxd5 10. exd5 Rxd5 11. Hb1 Rc6 12. O-O Bg4!

Góđur stađur fyrir biskupinn er einnig á f5, svartur getur alltaf skiliđ b7-peđiđ eftir ţar sem –Hxb7 má svara međ – Rb6 og hrókurinn lokast úti á b7.

13. f3 Bf5 14. Hxb7?!

Fífldjarfur leikur sem virđist vera byggđur á illa grunduđum útreikningum.

14. ...Rb6 15. f4 e4!

Mamedyarov hafđi vonast eftir 15. ... Dc8 sem hćgt er ađ svara međ 16. fxe5! Dxb7 17. Hxf5 međ rífandi spili fyrir skiptamun.

16. Db3?

Hér varđ hann ađ leika 16. dxe4.

16. ... Be6! 17. Db5 exd3 18. Hxb6

Örvćnting en 18. Bxc6 strandar á 18. ... Bc4! o.s.frv.

18. ... dxe2 19. He1

Stöđumynd 2014-12-0619.... Bc4! 20. Dxc6

Eđa 20. Dxc4 Dxb6+ 21. Kh1 Df2! og vinnur.

20. ... Dd1! 21. Kf2 Had8

– og hvítur gafst upp. Ţađ er engin vörn til gegn hótuninni 22. .... Dxd1+ 23. Kxd1 Hd1+ og 24. e1(D)+ međ mátsókn.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. desember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 304
  • Frá upphafi: 8764835

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 170
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband