Leita í fréttum mbl.is

Höfđinglegar móttökur á Hellu

IMG 5385Heimsókn 30 skáknemenda Rimaskóla til Grunnskólans á Hellu í sl.miđvikudag var ađ vissu leiti einstök ţar sem ađrir 30 nemendur frá Hellu tefldu viđ gestina í 8 sveita skákmóti. Ábyggilega eru engin dćmi ţess ađ svo fjölmennir hópar tveggja grunnskóla hafi hist til ađ tefla saman og hvađ ţá ţar sem 100 km löng leiđ liggur á milli skólanna tveggja.

Björgvin Smári Guđmundsson kennari á Hellu hefur á síđustu árum veriđ ađ efla skákstarfiđ í skólanum sem 150 nemendur stunda nám viđ. Hann hefur horft til Rimaskóla sem fyrirmynd ađ ţessu uppbyggingarstarfi og ţeir Helgi Árnason skólastjóri stefna ađ markvissu samstarfi sem hófst međ myndarlegum hćtti í dag. Björgvini hafi orđiđ vel ágengt í uppbyggingunni eins og skákáhugamenn hafa veitt athygli á Íslandsmótum grunnskólakrakka síđustu ár. Rimaskólakrakkar fengu höfđinglegar móttökur í grunnskólanum á Hellu. Ţeim var bođiđ í girnilegan hádegisverđ fyrir mót og kaffiveitingar biđu ţeirra ađ skákmóti loknu.

Skólastjórinn á Hellu, Sigurgeir Guđmundsson setti mótiđ og síđan hófst ađ krafti, 8 IMG 5365sveita skákmót ţar sem allar sveitirnar tefldu innbyrđis. Báđir skólarnir međ fjórar sjö manna sveitir. Rimaskóli skipti sínu liđi upp í fjórar jafnar sveitir en skáksveitum Hellukrakka var skipt eftir bekkjum.

Mótiđ gekk einstaklega vel fyrir sig ţó ađ margir heimamenn vćru ađ tefla á sínu fyrsta skákmóti. Talsverđur getumunur var á sveitunum en ţađ var greinilegt ađ nemendum Grunnskólans á Hellu ţótti mikil upphefđ í ađ tefla viđ nemendur Rimaskóla sem í rúman áratug hafa veriđ miklir afrekskrakkar á grunnskólamótum í skák bćđi hérlendis og á Norđurlöndunum.

IMG 5378Rimaskóli hefur á undanförnum árum átt álíka samstarf viđ grunnskóla í Reykjavík, einkum Laugalćkjarskóla og Hagaskóla. Rútuferđ alla leiđ til Hellu var mikil tilhlökkun og skemmtileg upplifun fyrir Rimaskólakrakka og ferđin ţétti hópinn enn frekar. Ţađ er lćrdómsríkt fyrir borgarbörn ađ heimsćkja grunnskóla úti á landsbyggđinni og miđađ viđ hversu vel tókst til međ heimsóknina til Hellu ţá vćri ţađ góđ áskorun til Skáksambands Íslands ađ koma á fleiri álíka heimsóknum. Enginn vafi var ađ heimsóknin frá Rimaskóla virkar sem vítamínsprauta á skákáhuga krakkanna á Hellu og auđveldar Björgvini enn frekar uppbyggingarstarfiđ sem er augljóslega til mikillar fyrirmyndar. Ţeir munu eftir áramót endurgjalda Rimaskóla heimsóknina og fjölmenna í Grafarvoginn međ sama hćtti.

Myndaalbúm (HÁ)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband