Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hvar varst ţú ţegar MC lék 26. Kd2?

Möguleikar Magnúsar Carlsen á ađ verja heimsmeistaratitilinn stórjukust á laugardaginn ţegar hann vann sjöttu skákina í einvíginu um heimsmeistaratitilinn. Skákin er ţegar orđin frćg vegna ótrúlegrar yfirsjónar Magnúsar sem gaf Anand kost á ađ knýja fram auđunniđ endatafl međ sáraeinfaldri leikfléttu. Blađamannafundur eftir skákina snerist eingöngu um ţessa tvo afleiki og stórmeistararnir sátu fyrir svörum eins og sakborningar viđ réttarhöld – en gáfu báđir svipađa skýringu; Magnús kvađst hafa séđ mistökin undir eins og hann lék 26. Kd2 og Anand, sem lék 26.... a4 ţegar í stađ, sá einnig um leiđ ađ tćkifćri til ađ vinna skákina og ná forystu í einvíginu hafđi ţá gengiđ honum úr greipum. Einn skákskýrandi, rússneski stórmeistarinn Peter Svidler, taldi líklegt ađ erfitt myndi reynast fyrir Anand ađ losa sig viđ stöđuna eftir 26. Kd2 úr kollinum og viđmćlandi hans, Vladimir Kramnik, tók í sama streng.

Samfélagsmiđlar loguđu ţegar Magnús var sleginn ţessari skákblindu og eitt skemmtilegasta „tístiđ“ kom frá einum landa hans sem kvađst ćtla ađ panta nokkra boli međ áletruninni : „Hvar varst ţú ţegar MC lék 26. Kd2?“

Garrí Kasparov taldi ađ ţarna hefđu sést einhverjir mestu afleikir í sögu heimsmeistaraeinvígja og vissulega er hćgt ađ rifja upp nokkra slíka, úr 11. skák hans viđ Karpov 1985, 14. skák Fischers og Spasskís 1992, 9. skák Tals og Botvinniks 1960, 6. skák Bronsteins og Botvinniks 1951, 57. Kc2 og ţannig mćtti lengi telja. En munurinn er ţó sá ađ í ţessum tilvikum lét refsingin ekki á sér standa, slagkraftur bestu skákmanna heims lét ekki ađ sér hćđa en ađ Anand skuli hafa misst af 26.... Rxe5 er til vitnis um ţá gríđarlegu taugaspennu sem fylgir einvíginu. Magnús kvađst hafa veriđ undir áhrifum ţessarar yfirsjónar lengi vel međan á skákinni stóđ og ekki teflt sem best. Anand taldi líklegt ađ vitneskjan um afleikinn hefđi truflađ sig mikiđ og hann tók nokkrar kolrangar ákvarđanir í teflanlegri stöđu og tapađi í ađeins 38 leikjum:

6. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Wisvanathan Anand

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Bb4 7. Dd3!?

Leynivopn Magnúsar sem ákvađ ađ láta reyna á hćfni sína í opnu Sikileyjarvörninni. Algengara er 7. e5 Re4 8. Dg4 međ flókinni stöđu.

7. ... Rc6 8. Rxc6 dxc6 9. Dxd8+ Kxd8 10. e5 Rd7 11. Bf4 Bxc3+ 12. bxc3 Kc7 13. h4 b6 14. h5 h6 15. O-O-O Bb7 16. Hd3 c5 17. Hg3 Hag8 18. Bd3 Rf8 19. Be3 g6 20. hxg6 Rxg6 21. Hh5 Bc6 22. Bc2 Kb7 23. Hg4 a5 24. Bd1 Hd8 25. Bc2 Hdg8

Hvítur er búinn ađ byggja ţunga pressu en góđ áćtlun til ađ ţróa stöđuna liggur ekki á lausu, 26. Kd1 má svara međ 26.... Re7 og Magnús ţekkir manna best mikilvćgi virkrar stöđu kóngsins í endatafli og lék:

26. Kd2??

Hér kemur afleikurinn. Magnús var skelfingu lostinn ţegar hann sleppti kónginum en lét á engu bera.

GQ1T8DBF26.... a4??

„Ég átti ekki von á neinum gjöfum,“ sagđi Anand eftir skákina. En hann lék of hratt. Svarta stađan er auđunnin eftir 26.... Rxe5! 27. Hxg8 Rxc4+ 28. Kd3 Rb2+! 29. Ke2 Hxg8 o.s.frv.

27. Ke2 a3 28. f3 Hd8? 29. Ke1 Hd7 30. Bc1 Ha8 31. Ke2 Ba4 32. Be4+ Bc6

Ţađ er erfitt ađ skýra ţá ákvörđun Anands ađ láta liđsaflann á kóngsvćng lönd og leiđ međ öđru en ađ vísa í bjánahrollinn sem hlýtur ađ hafa gripiđ hann eftir 26. leikinn.

33. Bxg6 fxg6 34. Hxg6 Ba4 35. Hxe6 Hd1 36. Bxa3 Ha1 37. Ke3 Bc2 38. He7+

- og Anand gafst upp, 38.... Kc8 39. Hxh6 hótar máti borđinu og 38.... Ka6 39. Hxh6 hótar 40. Bxc5.

Stađan: Magnús Carlsen 3 ˝ : Wisvanathan Anand 2 ˝. 

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. nóvember

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 8764620

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband