Leita í fréttum mbl.is

Róbert sigrađi á fyrsta móti Hróksins og Stofununnar

Róbert og GunnarRóbert Lagerman sýndi afhverju hann er kallađur skákljóniđ, ţegar hann sigrađi á sterku og afar skemmtilegu hrađskákmóti, sem Stofan Café og Hrókurinn stóđu fyrir á fimmtudagskvöld. Kaffihúsataflmennska var í hávegum höfđ, enda tilmćli skákstjóra ađ mjög ćskilegt vćri ađ fórna liđi í hverri einustu skák.

Skákmenn úr öllum áttum mćttu til leiks á fyrsta hrađskákmótiđ sem Stofan Café og Hrókurinn standa fyrir. Ritstjórn Hróksins mćtti međ nćstum fullmannađ liđ, og sérstakt ánćgjuefni ađ Kári Elísson var međal keppenda.

Kári Elíson og Hrafn Jökulsson

,,Sálarlausi peđamorđingi!" heyrđist muldrađ yfir ţessari skák Kára Elíssonar og Hrafns Jökulssonar. Jafntefli varđ niđurstađa eftir darrađardans.

Einstaklega góđur andi sveif yfir vötnum, og var liđi fórnađ í stórum stíl í mörgum skákum. Markmiđ Hróksins og Stofunnar tókst sannarlega: Ađ bjóđa til alvöru kaffihúsaskákmóts.

Skákljóniđ lék ekki bara listir sínar á skákborđinu, Róbert var líka skákstjóri (enda međ alţjóđleg dómararéttindi) og eggjađi menn til ađ tefla af dirfsku: Muniđ hvar viđ erum - ţađ er skylda ađ fórna!

Ţađ hefur hinsvegar aldrei ţurft ađ brýna Róbert til ađ tefla djarft, og hann landađi sigri á mótinu, fékk 6,5 vinning af 8.

kaffihusaskak_Ingvar2

Ómissandi gleđigjafar á öllum betri skákmótum: Ingvar Ţór og Jón Gunnar taka saman höndum.

Róbert fékk í sigurlaun gjafabréf frá Stofunni og auk ţess kaffikort sem tryggir honum 10 bolla af besta kaffinu í bćnum. Gunnar Björnsson hreppti silfriđ, sjónarmun á undan Ólafi B. Ţórssyni, en báđir fengu ţeir 5,5 vinning. Forseti Skáksambandsins fékk gjafabréf og kaffikort í verđlaun.

Ţá var efnt til happdrćttis međal keppenda og ţar datt Ingvar Ţór Jóhannesson í lukkupottinn. Ingvar Ţór, sem var stigahćsti keppandi mótsins, hafđi veriđ mjög örlátur viđ andstćđinga sína á mótinu og var ţví vel ađ happdrćttisvinningnum kominn.

Í stuttu máli sagt: Dúndrandi skemmtilegt kvöld á Stofunni.

SćtiNafnSkákstigVinningar
1Róbert Lagerman23056,5
 2-3Gunnar Björnsson20705,5
 2-3Ólafur B. Ţórsson22005,5
 4-6Stefán Ţór Sigurjónsson21455
 4-6Hörđur Aron Hauksson18005
 4-6Stefán Arnalds20005
 7-8Kári Elíson20064,5
 7-8Hrafn Jökulsson18004,5
 9-10Einar Valdimarsson18804
 9-10Ingvar Ţór Jóhannesson23754
 11-13Gísli Hrafnkellsson17003
 11-13Jón Gunnar Jónsson17003
 11-13Arnór Hreinsson15603
14Sindri Guđjónsson18952,5
15Sigurđur E. Kristjánsson18252
16Hjálmar Sigurvaldason15001

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 8764891

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband