Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Shirov orđinn leiđur á landanum

STP82282Í 2. umferđ Evrópumóts taflfélaga í Bilbao á Spáni ţar sem skákfélagiđ Huginn sendir býsna sterka sveit til leiks gerđist ţađ sem lettneski stórmeistarinn Alexei Shirov gat ađeins hafa séđ fyrir í sínum verstu martröđum - hann tapađi fyrir íslenskum skákmanni í annađ sinn á stuttum tíma. Haustiđ 2011 tókst Hjörvari Steini Grétarssyni ađ leggja kappann á 2. borđi í viđureign Íslands og Spánar á Evrópumóti landsliđa í Porto Carras í Grikklandi. Einar Hjalti Jensson sem teflir á 4. borđi fyrir Hugin er ekki neins hátt skrifađur og Hjörvar á sínum tíma en hefur engu ađ síđur náđ góđum árangri viđ skákborđiđ undanfarin ár. Hann er sterkur frćđilega og hefur getiđ sér gott orđ fyrir ađ ađstođa menn viđ krefjandi verkefni. Ţröstur Ţórhallsson sem teflir á 3. borđi fyrir Hugin ţakkađi Einari alveg sérstaklega fyrir hjálpina viđ Íslandsmótiđ 2012.

Og Shirov er enginn aukvisi á skáksviđinu ţó ađ hann tefli á 4. borđi fyrir rússnesku sveitina Malakhite sem hefur innan sinna rađa kappa á borđ viđ Grischuk, Karjakin og Leko. Shirov sá aldrei til sólar í viđureigninni sem hér fylgir. Hann hefur kannski reiknađ međ ađ Einar Hjalti yrđi auđveld bráđ, hirti ekki um varnir sínar á drottningarvćng, en eftir ađ Einar náđi frumkvćđinu sleppti hann aldrei takinu og vann sannfćrandi sigur:

EM 2014; 2. umferđ:

Einar Hjalti Jensson - Alexei Shirov

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+

Afbrigđi sem kennt er viđ Rossolimo. Einar Hjalti hefur ekki hug á ađ ţrćđa refilstigu opnu Sikileyjarvarnarinnar međ 3. d4.

3. ... Rc6 4. Rc3

Annar sjaldséđur leikur, 4. O-O eđa 4. c3 er mun algengari.

4. ... e5 5. d3 Rf6 6. h3 Be7 7. O-O O-O 8. Bc4 Be6 9. Bg5 Rd7 10. Bxe7 Dxe7 11. Rd5 Bxd5 12. Bxd5 Rb6 13. c3 Rxd5 14. exd5 Rb8 15. Db3 b6

Ţessi leikur er ekki slćmur einn sér en sennilega hefur Shirov óskađ sér ţess síđar ađ geta tekiđ hann aftur. Veikleikinn sem myndast á c6-reitnum á eftir ađ reynast afdrifaríkur. Hann gat leikiđ 15. ... Rd7 en verđur ţá sennilega ađ sćtta sig viđ jafntefli međ ţráleik: 16. Dxb7 Hab8 17. Dxa7 Ha8 18. Db7 Hfb8 19. Dc6 Hc8 20. Db7 Hcb8 o.s.frv.

16. Hae1 Rd7 17. Rd2 f5 18. f4 Df6?

Svartur virđist ekki hafa miklar áhyggjur af áđurnefndum veikleika á c6 ella hefđi hann leikiđ Hac8 og haft hrókinn á c7.

19. Da4 Hf7 20. Rc4!

Skyndilega er svarta stađan allt ađ ţví óverjandi vegna hótunarinnar 21. Dc6.

20. ... Hd8 21. Dc6 exf4

Shirov hefur áreiđanlega vonast eftir 22 Rxd6?? sem hćgt er ađ svara međ 22. ... Rb8! t.d. 23. He8+ Hf8 24. Hxf8+ Kxf8 og vinnur mann. En Einar finnur öflugan leik.

g1isv7gv.jpg22. He6! Dg5 23. Rxd6 Hff8 24. Rc4

Víkur fyrir d-peđinu. Einar gefur engin fćri á sér.

24. ... Dg3 25. Hf3 Dh4 26. d6 Rf6 27. He7 Hc8 28. Db7 Hb8 29. Dxa7 b5 30. Re5 Ha8 31. Db7 Hxa2 32. Hxg7+

Ţađ er ekki fyrr en nú sem hvítur hirđir g7-peđiđ. Takiđ eftir ađ hrókurinn á g7 valdar g2- peđiđ og ţ.a.l. kóngsstöđuna.

32. ... Kh8 33. Hf1 Dh5 34. De7 Haa8 35. Hf7 Hxf7 36. Rxf7+ Kg8 37. Dxf6 Dxf7 38. Dg5+ Dg6 39. De7 He8 40. Dc7 He2

Svartur virđist vera ađ fá eitthvert mótspil en Einar er fljótur ađ bćgja hćttunni frá.

41. Dc8+ Kg7 42. Db7+ Kh6 43. Df3! Hd2 44. d7 Dg5 45. Dd5 f3 46. Dxf3 b4 47. h4!

- Góđur lokahnykkur. Ef nú 47. ... Dxh4 ţá kemur 48. De3+ o.s.frv.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 20. september 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 172
  • Frá upphafi: 8764615

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband