Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Caruana og Vancura-stađan

Carlsen og CaruanaSömu helgi og Sinquefield-mótinu lauk í St. Louis stađfesti heimsmeistarinn Magnús Carlsen ţátttöku sína í heimsmeistaraeinvíginu viđ Anand sem hefst 7. nóvember í Sochi viđ Svartahaf. Tregđa hans til ađ tefla einvígi á „rússnesku yfirráđasvćđi" er komin fram, en hann teflir ţó ekki „undir mótmćlum" eins og stundum gerist ţegar menn eru bókstaflega ađ springa af óánćgju međ keppnisfyrirkomulag eđa ađstćđur. Ţá leiđ valdi t.d. Bent Larsen á millisvćđamótinu í Leningrad 1973 en ţađ mót var augljóslega mun sterkara en hitt millisvćđamótiđ sem fór fram í Petropolis í Brasilíu. Sumir telja ađ mótiđ í St. Louis hafi veikt stöđu Magnúsar sem heimsmeistara og hann hafi tekiđ peningana fram yfir grundvallaratriđin. Ţađ er mikil einföldun. Benda má á ađ eystra er heldur friđsamlegra um ađ litast eftir ađ vopnahléi var komiđ á milli Rússa og Úkraínu ţó ađ Vesturlönd sitji uppi međ nýtt „kalt stríđ". Vandinn er í hnotskurn sá ađ dagskráin fyrir heimsmeistarakeppni FIDE er alltof ţétt. Lokastađan:

1. Caruana 8 ˝ v. (af 10) 2. Magnús Carlsen 5 ˝ v. 3. Topalov 5 v. 4. - 5. Aronjan og Vachier-Lagrave 4 v. 6. Nakamura 3 v.

Caruana gerđi jafntefli í ţrem síđustu skákum sínum en sigur hans hefđi getađ orđiđ enn stćrri; hann var nálćgt ţví ađ leggja Magnús í 8. umferđ og átti unniđ tafl gegn Nakamura í 9. umferđ:

Caruana- Nakamura

caruna-carlsen_sto_umynd.jpgÍtalinn lék nú 40. Bf2 og eftir 40. ... Re7+ 41. Ke4 Ha4 náđi Nakamura jafntefli međ miklu harđfylgi. Vinningleiđin er einföld:

40. Hxg6+! hxg6 41. e6. Eftir 41. ... Kh7 42. g6+ Kg7 43. Bf6+ Kh6 44. Be5 er svartur varnarlaus, m.a. gagnvart hótuninni 45. Kf6 og 46. Kf7.

Í ţessari sömu umferđ kom fyrir ţekkt jafnteflisleiđ sem einn af „gömlu meisturunum" hafđi bent á. Ţetta var í viđureign Magnúsar Carlsen og Aronjan. En fyrst smá forleikur: Í 8-landa keppninni í Ósló 1983 vakti Guđmundur Sigurjónsson athygli mína á ţessari stöđu:

Sjá stöđumynd 2

Heim - Borik

vancura-sta_an.jpgV-Ţjóđverjinn Borik tapađi ţessu tafli međ svörtu fyrir Norđmanninum. Hann gat ekki fundiđ ađra leiđ en ţá ađ leika hróknum eftir a-línunni og vonast eftir ţví ađ hvítur léki peđi sínu til a7. En jafnteflisleiđin er einföld:

49. ... Hg4+ 50. Kf2 Hf4+ 51. Ke3 Hf6! Um leiđ og hvíti kóngurinn valdar a6-peđiđ skákar svartur látlaust eftir f-línunni og heldur jöfnu.

Carlsen- Aronjan

carlsen-aronian_sto_umynd.jpgEndatöfl međ kantpeđ lúta sínum sérstöku lögmálum. Magnús hefđi getađ komiđ í veg fyrir ţá jafnteflisleiđ sem Aronjan fann. Ţessi stađa er örlítiđ flóknari en sú ađ ofan en í grunninn eins; peđin á h-línunni skipta ekki neinu sérstöku máli, svartur verđur einungis ađ gćta ţess ađ eyđa ekki tíma í ađ eltast viđ ţau. Aronjan ţekkti „Vancura-stöđuna" og lék:

47. ... Hb5! 48. Kxc3 Hf5!

Ţađ ruglađi ýmsa ţá sem fylgdust međ ţessari skák ađ tölvuforritin mátu stöđuna á ţann veg ađ hvítur stćđi til vinnings. Magnús tefldi fram í 84. leik áđur en hann sćttist á jafntefli. Fyrstu leikirnir gefa vísbendingu um jafnteflisleiđina: 49. Ha8 Hb5 50. Kc4 Hf5 51. Kb4 Hf4+! 52. Kc5 Hf5+ 53. Kd4 Hb5 - og aftur hófst sama hringekjan. Ađ lokum stóđu kóngarnir tveir einir eftir á borđinu.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 13. september 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 8764619

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband