Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Einstćđ sigurganga Fabiano Caruana

Caruana og TopalovSérfrćđingar ýmsir reyna nú ađ finna sambćrileg dćmi viđ ţađ sem gerst hefur á „ofurmótinu" í Saint Louis í Bandaríkjunum ţar sem Ítalinn Fabiano Caruana, sigurvegari Reykjavíkurskákmótsins 2012, hefur unniđ allar skákir sínar í sjö fyrstu umferđunum og hafđi tryggt sér efsta sćtiđ ţegar ţrjár umferđir voru eftir. Árangur hans var mćldur upp á 3.593 elo stig. Ţađ kom í hlut heimsmeistarans Magnúsar Carlsen ađ stöđva Ítalann međ harđsóttu jafntefli í 8. umferđ sem fram fór á fimmtudagskvöldiđ. Magnús situr ţegar ţetta er ritađ í 2. sćti međ 4˝ vinning.

Ef taka á önnur dćmi úr skáksögunni ber ađ rifja upp Linares-mótiđ 1994 ţegar Anatolí Karpov vann sex fyrstu skákir sínar og ţessi sigurganga leiđir einnig hugann ađ ýmsum 100% afrekum Bobby Fischers í mótum og einvígjum og geta má ţess ađ Viktor Kortsnoj vann átta fyrstu skákir sínar í Wijk aan Zee 1968. Ţađ mót nálgast ekki ţá styrkleikagráđu sem um rćđir í Saint Louis.

Ekki er nema von ađ andstćđingar Ítalans: heimsmeistarinn Magnús Carlsen, Levon Aronjan, Venselin Topalov, Vachier-Lagrave og Hikaru Nakamura hafi virst ráđvilltir á svip ţar sem ţeir sátu viđ tafliđ í hinni hátimbruđu frćgđarhöll skákarinnar í Saint Louis. Hún stendur ekki langt frá Mississippi-fljótinu sem ekki hefur náđ ađ hrífa međ sér ţau vandamál sem Magnús Carlsen stendur frammi fyrir ţessa dagana varđandi heimsmeistaraeinvígiđ viđ Anand sem sett hefur veriđ á 7. nóvember nk. FIDE gaf Magnúsi viku frest til viđbótar til ađ ákveđa sig en ađstandendur Magnúsar hafa ekkert gefiđ upp um lyktir ţessa máls.

Hvađ varđar sigurvegarann í Saint Louis liggur fyrir ađ bókstaflega allt hefur falliđ međ honum en ţví verđur ekki á móti mćlt ađ sigrar hans hafa veriđ sannfćrandi og áreynslulausir. Hann mćtir Nakamura og Aronjan í lokaumferđunum en mótinu lykur á morgun, sunnudag:

Saint Louis; 6. umferđ:

Fabiano Caruana - Venselin Topalov

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8. 0-0 Rf6 9. He1 Be7 10. e5 Rd7 11. Dg4 Kf8 12. Ra4!

Svartur gat ekki hrókađ stutt vegna leik 12. Bh6 o.s.frv. En til viđbótar viđ áćtlanir um kóngssókn nćr hvítur líka ađ ţenja út áhrifasvćđi sitt á drottningarvćng.

12.... Da5 13. He2 h5 14. Df4 g5 15. Bd2 Dc7 16. Dg3 h4 17. Dg4 Hg8?

Eftir ţennan leik ver ađ halla undan fćri hjá Topalov. Ekki gekk 17.... Rxe5 vegna 18. Hxe5! Dxe5 19. Bc3. Hann gat hinsvegar leikiđ leikiđ 17.... h3! og á ţá ágćtis fćri ţar sem eftir 18. g3 má nú svara 18. ... Rxe5 ţar sem 19. Hxe5 Dxe5 20. Bc3 strandar á 20.... d4! t.d. 21. Bxd4 Dd5 sem hótar máti á g2.

18. Hae1 c5 19. c4 dxc4 20. Bxc4 Bb7 21. h3 Hd8 22. Bc3 Rb8 23. He3 Rc6?

Ţađ er eins og Caruana hafi beđiđ eftir ţessum slaka leik. Hann varđ ađ reyna 23.... Bd5.

gbjstdvs.jpg24. Bxe6! fxe6 25. Hf3+ Ke8

Leikurinn 25.... Kg7 sem Topalov virđist hafa stólađ dugar skammt, hvítur vinnur skjótlega međ 26. Dh5! Hdf8 27. Hf6! o.s.frv.

26. Dxe6 Hg7 27. Dh6 Rd4 28. e6!

Annar magnađur leikur, peđiđ heldur svarta kónginum í herkví.

28.... Rxf3 29. gxf3 Bf8 30. Dh5+ Ke7 31. Bxg7

- og Topalov gafst upp. Eftir 31.... Bxg7 kemur 32. Df7+ Ld6 33. e7! og vinnur létt.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 6. september 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 281
  • Frá upphafi: 8764859

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband