Leita í fréttum mbl.is

Gróskumikiđ starf T.R. á komandi vetri

Mótahald Taflfélags Reykjavíkur á 115. starfsári ţess hófst međ pomp og prakt á sunnudag ţegar fimm skákmenn deildu efsta sćtinu á fjölmennu Stórmóti félagsins í samstarfi viđ Árbćjarsafn. Á mánudag fór síđan fram hiđ árlega Borgarskákmót sem Taflfélag Reykjavíkur stóđ ađ í samstarfi viđ hiđ nýja skákfélag Hugin. 61 keppandi tók ţátt og deildu alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson og Ólafur B. Ţórsson efsta sćtinu.

Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir vel á annan tug skákviđburđa á komandi haustvertíđ og eru ţá ekki međtaldar hinar fjölmörgu barna- og unglingaćfingar ásamt fimmtudagsmótunum sem hefjast nú aftur eftir nokkurt hlé. Af nćgu er ađ taka en stćrsti viđburđurinn verđur án efa áttatíu ára afmćlismót Haustmóts félagsins sem hefst um miđjan september. Ţá má nefna nýjan byrjendaflokk á barnaćfingunum, bikarsyrpu ćtlađa yngri kynslóđinni og framhald á skemmtikvöldunum sem vöktu mikla lukku á síđastliđnu starfsári.

Ţeim sem hafa gaman ađ skáklistinni, hvort sem er sem iđkendur eđa áhorfendur, er bent á ađ fylgjast vel međ starfi félagsins í vetur ţví ţar verđur sannarlega eitthvađ í bođi fyrir alla. Hćgt er ađ sćkja starfsáćtlun félagsins međ ţví ađ smella á hlekkinn hér ađ neđan.

Viđ hlökkum til ađ vera međ ykkur og eiga saman skemmtilegt skáktímabil!

Starfsáćtlun TR starfsáriđ 2014-15


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband