Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hitađ upp fyrir ólympíumótiđ í Tromsö

LenkaÍslensku sveitinni, sem teflir í opnum flokki ólympíumótsins í Tromsö í Noregi sem hefst í byrjun ágúst, er rađađ í 43. sćti á styrkleikalistanum en sveitina skipa í stigaröđ greinarhöfundur, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Guđmundur Kjartansson og Ţröstur Ţórhallsson. Liđsstjóri er Jón L. Árnason. Sem einvaldur tók hann ađ sér ađ velja hópinn en ađeins sćti Íslandsmeistarans er tryggt samkvćmt lögum Skáksambandsins. Tvćr breytingar hefur Jón gert á hópnum frá ţví í Istanbúl 2012.


Kvennaliđiđ er eins skipađ skipađ og í Istanbúl: Lenka Ptacnikova, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Elsa María Kristínardóttir munu tefla fyrir Íslands hönd. Liđsstjóri er Ingvar Jóhannesson.

Fimm sterkustu ţjóđirnar í opna flokknum eru Rússar, Úkraínumenn, Frakkar, Ungverjar og Bandaríkjamenn.

Mikil athygli beinist ađ norsku sveitinni sem skartar heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen á 1. borđi. Ađrir í sveitinni eru Simen Agdestein, Jon Ludwig Hammer, Leif Erlend Johannessen og Kjetil Lie. Sveitin er í 15. sćti í styrkleikaröđinni. Nćr allir bestu skákmenn og -konur heims taka ţátt í ţessu móti.

Tromsö er jafnframt vettvangur kosningar til forseta FIDE en Garrí Kasparov sćkir hart ađ Kirsan Iljumzhinov sem setiđ hefur í tćplega 20 ár. Stađan mun vera tvísýn en Kasparov nýtur stuđnings allra Norđurlandaţjóđanna.

Undanfariđ hafa fjölmörg skákmót veriđ haldin víđa sem varđa beint val á landsliđum líkt og Skákţing Íslands í vor. Ţess utan hafa menn og konur veriđ ađ undirbúa sig hver í sínu horni. Okkar öflugasta skákkona; Lenka Ptacnikova, situr ţessa dagana ađ tafli í Plovdiv í Búlgaríu á Evrópumóti kvenna. Eftir fimm umferđir er hún í námunda viđ toppinn međ ţrjá vinninga. Keppendur eru 116 talsins. Taflmennska hefur veriđ frískleg sbr. eftirfarandi sigur í 3. umferđ:

Lenka Ptacnikova - Svetla Jordanova (Búlgaríu)

Enskur leikur

1. c4 Rf6 2. g3 c5 3. Bg2 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rc3 Rc7 6. Rf3 Rc6 7. 0-0 e5 8. b3 Be7 9. Bb2 0-0 10. Re1 Bd7 11. Rd3 f6 12. f4 exf4 13. Rxf4 Kh8 14. e3 De8 15. Hc1 Hd8 16. Re4 b6 17. g4!?

Ţessu peđi er faliđ stórt hlutverk eftir byrjun sem telja má hefđbundna.

17.... Re6 18. Rd5 Re5 19. g5 Rd3 20. gxf6 Rxb2 21. Dc2!

21. fxe7 er freistandi en gengur ekki einfaldlega vegna 21.... Rxd1 og ţegar allt verđur taliđ hefur svartur hagnast á ţeim vopnaviđskiptum.

21.... Bb5 22. fxe7 Hxf1+ 23. Bxf1 Hxd5 24. Bxb5 Dxb5 25. Dxb2 De8 26. b4!

Á međan svartur er enn ađ kljást viđ e7-peđiđ er rétti tíminn ađ opna línur á drottningarvćng.

26.... Dxe7 27. bxc5

Svartur getur haldiđ í horfinu međ ţví ađ leika 27.... bx45 eđa 27.... Rxc5. En vegna ţess hversu liđfár hvítur er á kóngsvćng rćr búlgarska stúlkan á önnur miđ.

27.... Rg5?

g42slsgb.jpg28. cxb6!

Krókur á móti bragđi. Nú strandar 28.... Rxe4 á 29. Hc8+ Hd8 30. De5! međ vinningsstöđu.

28.... Rh3+ 29. Kf1 Hf5+ 30. Ke2 axb6 31. Hc8+ Hf8 32. De5! Rg1+ 33. Kd1 Df7 34. Hxf8+ Dxf8 35. Rd6 Df3+ 36. Kc2 Dc6+ 37. Dc3 Da4+ 38. Db3 Dc6+ 39. Dc4 Dxc4+

Fćr ekki lengur forđast drottningaruppskiptin sem tryggja sigur Lenku.

40. Rxc4 Rf3 41. Rxb6 Kg8 42. a4!

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 12. júlí 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 8764055

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband