Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Skákdrottning vesturstrandarinnar

Fischer og SpasskyForeldrar hennar voru ađ hennar sögn fjarlćgir í fleiri en einum skilningi og létu barnfóstru um uppeldiđ og sú var - ef marka má ćvisöguna Jump in the waves -ekki ólík foreldrunum, bćđi köld og fráhrindandi. Hún lćrđi kornung ađ tefla á sjúkrabeđi af hjúkrunarkonu. Kvađst hafa fundiđ sjálfstćđi sitt međ hjálp skákarinnar. Jacqueline Piatigorsky Rothschild var borin til mikilla auđćfa ţegar hún fyrst sá ljós heimsins í nóvember áriđ 1911 og var 100 ára gömul ţegar hún lést í júlí 2012. Hún var nýlega tekin inn í „Frćgđarhöll skákarinnar" í Saint Louis í Bandaríkjunum.

Hún hafđi getiđ sér gott orđ sem einn fremsti tennisleikari kvenna í Bandaríkjunum en ţegar keppnisferli ţar lauk tók skákin viđ. Hún gerđist ţátttakandi í bréfskákmótum og var stundum í öngum sínum ţegar flóknar stöđur hrönnuđust upp hjá henni. Hún vann til bronsverđlauna ţegar hún tefldi á 2. borđi fyrir Bandaríkin á Ólympíumóti kvenna áriđ 1957 og varđ ásamt eiginmanni sínum, sellóleikaranum Gregory Piatigorsky, öflugur stuđningsađili skákarinnar og saman unnu ţau ađ framsćknum hugmyndum í skólaskák. Auđlegđ fylgir samfélagsleg ábyrgđ, voru kjörorđ hennar. Hún lét til sín taka á sviđi lista og menningar og var sjálf frambćrilegur höggmyndari. Á sjöunda áratugnum skipulögđu ţau hjónin og kostuđu frábćra skákviđburđi á vesturströnd Bandaríkjanna. Einvígi Bobby Fischer og Samuel Reshevsky leystist ađ vísu upp hálfklárađ vegna deilna um dagskrá ţess, en síđan tók Piatigorsky-mótiđ 1963 viđ en ţar var Friđrik Ólafsson međal ţátttakenda og varđ í 3.-4. sćti. Hiđ gođsagnakennda Piatigorsky-mót 1966 hófst í ágúst ţađ ár. Boris Spasskí sigrađi eftir magnađa baráttu um efsta sćtiđ viđ Bobby Fischer. Jacqueline skrifađi um Fischer í mótsbókina og kvittađi í leiđinni fyrir ţrefiđ varđandi slit einvígisins viđ Reshevsky: „Bobby Fischer er eldfjall sem skákin ein getur fengiđ til ađ bylta sér. Án skákarinnar slokknar á ţessu eldfjalli fyrir fullt og fast. Ţađ er eitthvađ djúpt í sálu hans sem kvelur hann - en hvađ ţađ er gefur hann ekki upp."

Ţađ var einmitt á fyrra Piatigorsky-mótinu sem Friđrik Ólafsson tefldi eina af bestu skákum sínum á ferlinum. Hann var langt fram eftir móti í góđum fćrum ađ vinna ţađ en örlagaríkt tap úr vinningsstöđu fyrir Paul Keres á lokasprettinum kom í veg fyrir sigurinn:

Los Angeles 1963:

Friđrik Ólafsson - Samuel Reshevsky

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. Rf3 d6 6. 0-0 Rbd7 7. Dc2 e5 8. Hd1 He8 9. e4 c6 10. Rc3 exd4 11. Rxd4 a5 12. h3 De7 13. Bf4 Hd8 14. Hd2 Rc5 15. Had1 Re8 16. Be3 Bd7 17. He2 Rc7 18. f4 Hac8 19. Bf2 Be8 20. Kh2 Df8 21. Dd2 R7a6 22. Rf3 f5 23. Bd4 fxe4 24. Bxg7 Dxg7 25. Rxe4 Rxe4 26. Hxe4 d5 27. Hd4 Rb4 28. Rg5 Bf7 29. Rxf7 Dxf7 30. a3 c5 31. Hxd5 Rxd5 32. Bxd5 Hxd5 33. cxd5 He8 34. d6 Dd7 35. g4 b6 36. Dd5 Kg7 37. Hd2 He6

gfqsj28q.jpg38. Dxe6!

- og Reshevsky gafst upp. Eftir 38. ...Dxe6 39. d7 verđur ţetta peđ ađ drottningu.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 21. júní 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 283
  • Frá upphafi: 8764892

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband