Leita í fréttum mbl.is

Guđmundur og Lenka skákmeistarar Íslands 2014

IMG 0387

Ţá er 100. Skákţingi Íslands lokiđ. Úrslit urđu ţau ađ Guđmundur Kjartansson er skákmeistari Íslands 2014 og Lenka Ptachnikova skákdrottning Íslands 2014.

Mótiđ fór fram viđ góđar ađstćđur í stúkunni viđ Kópavogsvöll. Teflt var í tveimur flokkum, landsliđsflokki ţar sem tíu, úr hópi okkar allra sterkustu skákmanna öttu kappi, og áskorendaflokki, ţar sem 43 keppendur tefldu í opnum flokki.

Spennan var mikil í báđum flokkum og ekki ljóst fyrr en eftir síđustu skák í dag hverjir verma myndu efstu sćti hvors flokks.

Landsliđsflokkur.

Ţegar Guđmundur samdi jafntefli viđ Hjörvar Stein Grétarsson í síđustu umferđ var ţegar ljóst ađ hann yrđi nćsti skákmeistari Íslands ţví Hannes Hlífar Stefánsson hafđi samiđ jafntefli viđ Henrik Danielsen skömmu áđur. Hannes var sá eini sem gat náđ Guđmundi ađ vinningum og hefđi ţurft sigur í síđustu umferđ. Nýtt nafn var ţví skráđ í sögubćkurnar í gćr.

Guđmundur er afar vel ađ sigrinum kominn. Hann tefldi vel allt mótiđ og var sá eini sem ekki tapađi skák - hlaut 6.5 vinninga í 9 skákum og náđi áfanga ađ stórmeistaratitli međ frammistöđu sem jafngilti 2.624 Elo stigum! Ţetta er frábćr árangur og nú verđur ţessi vart langt ađ bíđa ađ Guđmundur ljúki síđasta áfanganum og verđi 15. stórmeistari okkar Íslendinga.

Gummi er hvers manns hugljúfi en međ keppnisskapiđ á sínum stađ. Ţađ er ljóst ađ hann hefur bćtt sig verulega síđustu misseri og endataflstćkni hans er međ ţeim hćtti ađ reyndari meistarar gćtu lćrt af henni lexíu. Fyrir sigurinn hlýtur Guđmundur 300.000 kr. í verđlaun auk ţess sem stórmeistaraáfanginn er verđlaunađur sérstaklega af Skáksambandi Íslands. Glćsilegur fulltrúi yngri kynslóđar skákmanna, fyrirmynd sem gaman verđur ađ fylgjast međ í framtíđinni.

IMG 0390

Jafnir í 2.-3. sćti međ 5.5 vinninga urđu Héđinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Héđinn byrjađi illa en sótti í sig veđriđ og náđi 4 vinningum í síđustu 5 skákunum. Hannes Hlífar, sem unniđ hefur Skákţing Íslands oftar en nokkur annar, eđa alls 12 sinnum, var í forystu í mótinu framan af, en fatađist ögn flugiđ og verđur ađ sćtta sig viđ skipt annađ sćtiđ ađ ţessu sinni. Héđinn hlýtur silfriđ á stigum.

  1. Guđmundur Kjartansson 6.5 vinninga

2.       Héđinn Steingrímsson  5.5 vinninga (24 stig)

3.       Hannes Hlífar Stefánsson 5.5 vinninga (22 stig)

Ađ öđru leyti er vísađ til töflu: (http://chess-results.com/tnr134014.aspx?lan=1&art=4&flag=30&wi=821)

Áskorendaflokkur.

IMG 0366

Í áskorendaflokki, bar Sigurđur Dađi Sigfússon sigur úr býtum međ 7.5 vinninga af 9 mögulegum. Dađi tapađi snemma móts fyrir Magnúsi Teitssyni, en leyfđi svo einungis eitt jafntefli í nćstsíđustu umferđ á móti Lenku. Gott mót hjá Sigurđi Dađa. Annađ sćti hreppti Lenka Ptachnikova međ 7.0 vinninga. Hún sigrađi Davíđ Kjartansson í síđustu umferđ en Davíđ varđ ađ sigra til ţess ađ ná Sigurđi Dađa. Ţađ gekk ekki eftir og Lenka hafđi betur í langri skák. Lenka tefldi vel í mótinu og er vel ađ silfrinu komin og mun ásamt Sigurđi Dađa tefla í landsliđsflokki ađ ári.

Davíđ varđ ţriđji á stigum, en jafnir honum međ 6.5 vinninga komu Óliver Aron Jóhannesson og hinn 11 ára Vignir Vatnar Stefánsson.

1.       Sigurđur Dađi Sigfússon                 7.5 vinninga

2.       Lenka Ptachnikova         7.0 vinninga

3.       Davíđ Kjartansson 6.5 vinninga (46 stig)

4.       Óliver Aron Jóhannesson 6.5 vinninga (45.5 stig)

5.       Vignir Vatnar Stefánsson 6.5 vinninga (40.5 stig)

Annars er vísađ til töflu á chess-result vefnum: http://chess-results.com/tnr129653.aspx?lan=1&art=1&flag=30&wi=821.

Kvennaflokkur:

Kvennaflokkur var háđur sem hluti af áskorendaflokki. Lenka Ptachnikova, sem veriđ hefur sterkust íslenskra skákkvenna síđustu ár, var hlutskörpust. Lenka hlaut 7 vinninga en á hćla hennar komu svo stöllur hennar úr landsliđinu, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir međ 5.5 vinninga. Hallgerđur hlaut silfriđ á stigum.

1.       Lenka Ptachnikova         7.0 vinninga

2.       Hallgerđur HelgaŢorsteinsdóttir 5.5 vinninga

3.       Tinna Kristín Finnbogadóttir 5.5 vinninga

Sérstök verđlaun voru veitt í áksorendaflokki fyrir bestan árangur miđađ viđ eigin stig. Undir 2.000 stigum náđi Aron Thor Mai bestum árangri en Sigurđur Dađi var bestur yfir 2.000 stigum.

Starfsmenn mótsins hljóta ţakkir fyrir einurđ, úthald og vandađa umgjörđ.

Omar Salama, Steinţór Baldvinsson, og Ingibjörg Edda Birgisdóttir sáu um skákstjórn en auk ţess lagđi Gunnar Björnsson forseti lóđ á vogarskálarnar auk Erlu Hlínar Hjálmarsdóttur og margra annarra. Veitingar sá Birna um eins og henni er einni lagiđ. Skákskýringar og umsjón mótsvefjar voru í góđum og öruggum höndum landsliđseinvalds kvenna, Ingvars Ţórs Jóhannessonar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 8764851

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband