Leita í fréttum mbl.is

Mikael Jóhann: Pistill frá Pardubice

Mikael JóhannViđ höldum áfram međ pistlabirtingar. Í dag er pistill norđansveinsins Mikaels Jóhanns Karlssonar frá Czech Open í Pardubice.

Ég ákvađ ađ taka ţátt í Czech Open 2013 sem er eitt fjölmennasta og virtasta opna skákmót í heiminum. Mótiđ er haldiđ í Pardubice sem er borg ađeins minni en Reykjavík í u.ţ.b. klukkutíma fjarlćgđ frá Prag. Ég lagđi af stađ til Keflavíkur um 4 um nóttina međ félögum mínum og viđ flugum ţađan á London Gatwick flugvöllinn sem er leiđinlegasti flugvöllur sem ég hef fariđ á og biđum ţar eftir flugi til Prag í 6-7 klukkutíma.

Frá Prag tókum viđ síđan strćtó á lestarstöđina og héldum ţađan til Pardubice. Ţegar viđ komum loksins á hóteliđ okkar ţá kom í ljós ađ starfsmađur á hótelinu hafđi gert stór mistök og bókađ okkur í júní. Mađurinn í móttökunni teiknađi glćsilegt kort fyrir okkur á servéttu og hringdi á annađ hótel sem var töluvert slakara og pantađi herbergi fyrir okkur. Klukkan var um eitt ađ nóttu til ţegar viđ komum á hóteliđ sem var án loftkćlingar og internets sem eru lífsnauđsynlegir hlutir í Tékklandi í júlí. En viđ sćttum okkur viđ ţađ enda ekki mikiđ annađ í bođi. Viđ keyptum okkur viftu og nýttum okkur free wifi á nokkrum stöđum. Ađal kosturinn viđ hóteliđ okkar var ađ ţađ var nálćgt mótstađ og helstu verslunarmiđstöđinni.

Fyrsta umferđ: Nýkomnir úr rúmlega 20 klukkustunda ferđalagi og varla međ nćgilega góđan svefn, vegna hitans, héldum í fyrstu skákina. Ég mćtti Íra međ rúmlega 1850 skákstig og tefldi enska leikinn ađ venju og vann andstćđing minn heldur örugglega.

Í annarri umferđ mćtti ég síđan Króatískum Fide-meistara. Byrjunin var Bb5 varíanturinn

í Sikileyjarvörn ţar sem andstćđingur minn fékk ađeins betra úr byrjuninni en ég náđi ađ snúa á hann og sigra skákina heldur örugglega međ svart. Góđ byrjun á mótinu međ fullt hús ţrátt fyrir erfiđar ađstćđur.

Í ţriđju umferđ mćtti ég Rússa međ tćp 2300 stig en áđur um daginn skellti ég mér í fótbolta međ strákunum og skađbrann líkt og ţeir allir og mćtti síđan í skákina međ gríđarlega litla orku og varla búinn ađ borđa og skeit laglega upp á bak. Ég tefldi enska leikinn eins og algjör byrjandi og má eiginlega segja ađ ég hafi ekki mćtt í skákina fyrr en hún var gjörtöpuđ en ég hafđi teflt hratt og náđi engri einbeitingu. Frekar pirrandi ađ komast á toppborđin og tefla ekki einu sinni almennilega skák.

En í fjórđu umferđ lagađist ţetta ég náđi einbeitingunni minni aftur og tefldi eins og mađur međ svart. Ég vann Ţjóđverja međ tćp 2150 sem var međ verra frá byrjun og međ smá nuddi var sigurinn kominn í hús og bráđnauđsynlegur sigur til ţess ađ bćta móralinn minn sem varđ fyrir hnjaski deginum áđur.

Ég mćtti ungverskri konu í fimmtu umferđ međ tćp 2200 sem tefldi c4 e5 g3 Rf6 Bg2 c6 afbrigđiđ í enska leiknum sem er ekki góđ leiđ fyrir svartan en ég lék ónákvćmt í byrjuninni sem gaf henni örlítiđ betra en hún gerđi síđan slíkt hiđ sama og ţá beitti ég góđri fléttu sem skilađi mér sigrinum eftir tiltölulega stutta skák.

Í sjöttu umferđ mćtti ég heimamanni međ tćp 2200 og andstćđingurinn minn beitti hollenskri vörn gegn enska leiknum sem ég hafđi skođađ örlítiđ fyrir skákina og fékk betra úr byrjuninni og tókst međ smá nuddi ađ vinna peđ og fara út í unniđ endatafl og sigrađi skákina fljótlega eftir ţađ.

Fyrir sjöundu umferđina var ég komin í toppbaráttuna og mćtti ţriđja stigahćsta manni mótsins međ svart sem var Ţjóđverji. Andstćđingurinn lék d4 og ég svarađi međ slavneskri vörn og var međ heldur verra allan tíman og lék síđan af mér og tapađi ţar međ skákinni.

Í áttundu umferđ tefldi ég viđ Rússa međ 2150 og lék af mér í miđtaflinu en náđi međ seiglu ađ hanga á jafnteflinu og eftir ţetta var draumurinn um efstu sćtin horfinn.

Í níundu umferđ mćtti ég Grikkja međ 2150 og ég tefldi slabbann međ svörtu og andstćđingur minn hélt frumkvćđinu í gegnum skákina og á endanum tapađi ég peđi og stuttu síđar skákinni sem var leiđinlegur endir á mótinu.

Ég endađi međ 5,5 af 9 og hćkkađi um 39 stig en hefđi viljađ fá meira en hálfan úr síđustu ţremur en ég er annars sáttur viđ frammistöđuna og mćli eindregiđ međ ţessu móti ţví ţađ er algjör gullnáma fyrir skákmenn sem vilja hćkka sig á stigum. Flokkaskiptingin er ađal ástćđan af ţví ađ mađur á alltaf möguleika á sigri í hverri einustu umferđ. Enn fremur vil ég ţakka Skáksambandi Ísland kćrlega fyrir stuđninginn og einnig félögum mínum sem gerđu ţessa ferđ skemmtilega og eftirminnilega.

Mikael Jóhann Karlsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764693

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband