Leita í fréttum mbl.is

Felix: Pistill frá Pardubice

img_5868_1233317.jpgÁfram verður haldið með birtingu pistla frá síðasta ári. Fyrri pistill dagsins er Felix Steinþórssyni sem sótti heim Czech Open í Pardubice.

Í vor ákváðum við félagarnir ég, Dawid og Heimir úr Helli að fara á Czech Open í Pardubice.  Skákhátíðin í Pardubice er alveg frábær og hægt er að velja úr fjölda viðburða. Ég fór á mótið í fyrra og hafði mjög gaman þannig að ég var spenntur fyrir að fá að komast aftur á þetta mót.

Við skráðum okkur í keppni D þ.e.a.s. opinn flokk þar sem hámarksstig voru 2000. Það voru ríflega 220 aðilar sem tóku þátt í þessum flokki en í heildina voru yfir 1100 þátttakendur í mótinu í heild. Auk okkar þriggja Hellisbúanna voru á mótinu nokkrir aðrir íslendingar sem voru reyndar allir að keppa í efri flokkunum utan pabba sem skráði sig í 1800 stiga flokkinn svona til að hann hefði eitthvað að gera meðan við strákarnir vorum að tefla.

Aðstæður í Pardubice eru allt aðrar en við eigum að venjast. Mótið er haldið í stórri íþróttahöll. Með yfir 1100 manns á gólfinu í einu er erfitt að gera ráð fyrir 100% þögn í salnum og í rauninni var nokkuð ónæði af klið og braki í tréplönkunum sem voru notaðir sem gólf. Það var þröngt á þingi en allt var þetta svo sem allt í lagi. Kannski erum við hreinlega of góðu vön heima í Íslandi.

Það var mjög heitt í Pardubice allan tímann og við höfðum valið hótel sem var ekki með loftkælingu. Sú ákvörðun var tekin í hagræðingarskyni en með þeim afleiðingum að það svaf engin í hópnum mjög vel og því fundum við fyrir verulegri þreytu þegar líða fór á vikuna.

Ég byrjaði mótið ágætlega og gerði jafntefli við tæplega 1800 stiga Tékka. Í 2 umferð tapaði ég naumlega fyrir 1823 stiga Þjóðverja í ágætri skák. Þá var komið að tveggja umferða deginum. Ég tefldi tæplega 5½ klst. 105 leikja skák í fyrri umferð dagsins sem ég tapaði fyrir samblöndu af slysni og þreytu eftir að staðan hafði verið hnífjöfn í 40 - 50 leiki. Seinni skák þann daginn klúðraði ég í endataflinu eftir að hafa náð góðri stöðu. Eftir 4 umferðir var staðan því orðin svört. Ég aðeins með ½ vinning af 4 mögulegum. Seinni hluti mótsins gekk mun betur hjá mér og ég tók 4 af þeim 5 vinningum sem þar voru í boði. Ég endaði því með 4½ vinninga af  9 og rp upp á 1718. Ég var heilt yfir sáttur en mjög þreyttur. Meðfylgjandi er skák sem ég tefldi við Jonas Piela frá Ítalíu í 8 umferð. Þetta er örugglega ekki mín besta skák en ég var samt sáttur með jafnteflið sem ég náði eftir að hafa lent í verulegum erfiðleikum í miðtaflinu. Þetta er því fyrst og fremst skák fyrir mig að læra helling af og mér því ánægja að deila með ykkur.

Það er ómetanleg reynsla að fá tækifæri til að taka þátt í svona móti og ég vona að þessi reynsla komi að góðum notum í verkefnum framtíðarinnar. Ég þakka Skáksambandinu og Taflfélaginu Helli fyrir styrkina sem ég fékk vegna ferðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband