Leita í fréttum mbl.is

Oliver Aron Jóhannesson: Pistill um Pardubice

Oliver AronNú um páskana verđa nokkrir pistlar birtir sem hafa beđiđ birtingar. Í dag getum viđ lesiđ um hvernig Oliver Aron Jóhannesson upplifđi Czech Open í Pardubice í fyrra.

Ég fór ásamt nokkrum öđrum Íslendingum til Pardubice til ađ keppa á Czech open. Viđ flugum til London eldsnemma 18. júlí ţar sem viđ ţurftum ađ bíđa í sjö klukkutíma eftir fluginu til Prag. Ţegar ađ viđ komum til Prag tókum viđ lest til Pardubice. Ţegar ađ ţangađ var komiđ fórum viđ á hóteliđ sem ađ viđ höfđum bókađ en ţá hafđi orđiđ einhver misskilningur hjá ţeim og öll herbergin full. Ţá ţurftum viđ ađ leita ađ hóteli um miđja nótt og fundum eftir um klukkutíma leit Hotel Labe. Hóteliđ var nálćgt skákstađ en ţađ var engin loftrćsting og ekkert internet en viđ ţurftum ađ sćtta okkur viđ ţađ.

1. umferđ

Í fyrstu umferđ tefldi ég viđ Assad Mammyrbay  14 ára gamlan strák frá Kasakstan međ 1758 stig . Ég tefldi 1.d4 og hann svarađi ţví međ semi-slav, ég fékk ekkert út úr byrjuninni og fékk smátt og smátt verri stöđu. Hann var komiđ međ unniđ tafl á einum tímapunkti en lék ónákvćmt og ég náđi ađ bjarga skákinni í jafntefli.

2. umferđ

Í annarri umferđ tefldi ég viđ 1858 stiga mann frá ţýskalandi. Ég tefldi Najdorf afbrigđiđ í sikileyjarvörn og hann fórnađi riddara snemma fyrir ţrjú peđ. Ţessi fórn gekk ekki upp en ég tefldi illa og tapađi.

3. umferđ

Í ţriđju umferđ tefldi ég viđ 1899 stiga ţjóđverja. Hann tefldi Grunfeld-vörn á móti mér sem ég svarađi međ rússneska afbrigđinu og fékk fljótt betri stöđu sem ég náđi ađ klára.

4. umferđ

Í fjórđu umferđ tefldi ég viđ 2202 stiga mann frá króatíu. Ég tefldi aftur Najdorf-afbrigđiđ en ég lék einum ónákvćmum leik og fékk ţar af leiđandi verra endatafl sem ađ ég tapađi.

5. umferđ

Í fimmtu umferđ tefldi ég viđ 1900 stiga mann frá Lettlandi. Hann tefldi einnig grunfeld vörn á móti mér en fékk mjög passíva stöđu ţar sem hann gat lítiđ sem ekkert gert. Ţađ endađi á ţví ađ hann skipti uppá drottningum en ţá gat ég unniđ riddara í endanum á varíantinum. Eftir ţađ var skákin auđveld.

6. umferđ

Í sjöttu umferđ fékk ég tćplega 2200 stiga Rússa. Ég tefldi Najdorf afbrigđiđ aftur. Eftir mikla baráttu í miđtaflinu náđi andstćđingur ađ skipta upp í endatafl sem ađ var verra á mig. Eftir ţađ tefldi hann mjög vel og vann örugglega.

7. umferđ

Í sjöundu umferđ tefldi ég viđ 1858 stiga mann frá Írlandi. Hann tefldi hollenska vörn sem ég svarađi međ 2.Bg5. Skákin var mjög  spennandi og ég fórnađi tveimur peđum en var međ mjög sterka sókn. Ţađ endađi á ţví ađ hann lék illa í tímahraki og ég mátađi hann í kjölfariđ.

8. umferđ

Í áttundu umferđ tefldi ég viđ 1876 stiga Tékka. Ég tefldi Najdorf afbrigđiđ enn og aftur og fékk fína stöđu eftir byrjunina. Skákin var jöfn mjög lengi ţangađ til ađ hann lék ónákvćmlega og fékk ađeins verra endatafl. Eftir ţađ reyndi ég ađ pressa hann lengi en hann varđist mjög vel og á endanum endađi skákin međ jafntefli.

9. umferđ

Í níundu umferđ tefldi ég viđ 13 ára gamlan strák frá Suđur-Afríku međ 1824 stig. Hann tefldi Nimzo-indverska vörn og ég fékk ađeins betri stöđu eftir byrjunina og hafđi alltaf ađeins betra. Síđan skiptist upp í endatafl sem ađ var betra á mig og á endanum náđi ég ađ vinna ţađ.

Í lokin endađi ég međ 5 vinninga og tapađi 8 stigum. Ég er ekki alveg nógu sáttur međ mína frammistöđu á mótinu en ţetta var góđ reynsla og gaman. Ađ lokum vil ég ţakka Skáksambandi Íslands fyrir stuđninginn.

Oliver Aron Jóhannesson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband