Leita í fréttum mbl.is

Dagur Ragnarsson: Pistill um Pardubice

DagurHér á næstum dögum verða nokkrir pistlar birtir sem hafa beðið birtingar frá síðasta ári. Við byrjum á Degi Ragnarssyni sem fjallar hér um Czech Open.

Ég fór ásamt nokkrum félögum mínum til Tékklands til að tefla á hinu fræga móti,  Czech Open sem fór fram  í Pardubice,  dagana 19. - 27. júlí. Við félagarnir hófum ferðina klukkan 4 um nótt hér í Reykjavík. Flugum til London, biðum í rúmlega 7 klukkutíma á Gatwick- airport þar til við stigum um borð í vélina sem flaug með okkur til Prag. Þá tók við tveggja tíma lestarferð til Pardubice og um miðnættið, eftir 20 tíma ferðalag,  komum við þreyttir á hótelið sem við höfðum pantað. Þar hafði orðið einhver misskilningur og ekkert herbergi á lausu. Við héldum því af stað um miðja nótt að leita að öðrum svefnstað og fengum inni í frekar slöku hóteli, án allrar loftkælingar og internettengingar. Hótelið hafði í raun bara einn kost umfram hitt,  það var nær skákstaðnum svo við ákváðum að leysa loftkælingarvandamálið með því að kaupa okkur viftu og létum okkur hafa það að vera þarna allan tímann.  En við vorum komnir til að tefla, vorum skráðir í B- flokk (þar voru skráðir skákmenn með  1750- 2382 ELO stig)  og það voru 9 krefjandi umferðir í boði.

1. umferð

Ég mætti frekar þreyttur og svangur í umferðina og fékk 1730 stiga Tékka á mínum aldri til að glíma við. Ég  var með hvítt, lék enska leiknum og andstæðingurinn svaraði með Grunfeld afbrigðinu. Þetta var lína sem ég þekkti ágætlega og eftir frekar  langt endatafl vann ég skákina. Góð byrjun á mótinu.

2. umferð.

Ég mætti betur sofinn  og nærður í þessa umferð en ekki neitt undirbúinn gegn þessum andstæðingi, þar sem ekkert sem ekkert var til um hann á ChessBase. Þetta var  2160 stiga Þjóðverji. Ég var með svart  og fékk að glíma við enska leikinn. Ég telfdi Reverse- Dragon afbrigðið gegn honum og fékk betra tafl úr byrjuninni en tefldi ekki nákvæmt í miðtaflinu og lék eiginlega af mér stöðunni. En sá þýski náði ekki að innbyrða sigurinn og þvældist staðan á milli okkar þar til hann í tímahraki þurfti nauðsynlega að komast á klósett og lék þá nokkrum slæmum leikjum sem kostuðu hann skákina.

3. umferð.

Í þriðju umferðinni fékk ég 2125 stiga Rússa og var með hvítt. Ég tefldi enska leikinn enn og aftur og andstæðingurinn var greinilega búinn að undirbúa sig vel því hann svaraði  fyrstu fjórum leikjunum strax með afbrigði sem kallast  Anti-Queens gambit accept og leikjaröðin var svona. 1.c4 Rf6 2. g3 e6 3. Bg2 d5 4. Rf3 dxc4 og hérna lék ég Ra3 sem er mainline og þá hugsaði hann í fimm mínútur og hafði greinilega ekki átt von á þessum leik og féll í byrjunargildru. 5. Ra3 Rbd7 6. Rxc4 c5 7. o-o b5?! 8. Rce5 Bb7?  9. Rxf7! sem vinnur peð og rústar kóngsvörninni. Eftir það tefldi ég rétt og vann skákina auðveldlega.

4. umferð.

Eftir gott gengi í þremur fyrstu umferðunum var ljóst að andstæðingur minn í þeirri fjórðu yrði enginn byrjandi. Hann reyndist vera Rússi Gennandi Kuzminn sem var með 2290 stig.  Ég var með svart og Kuzmin tefldi drottningarafbrigði sem ég svaraði með Tarrash -vörn.  Ég fékk ágæta stöðu úr byrjuninni en lék einum mjög ónákvæmum leik sem kostaði mig skákina.

5. umferð.

Næst settist ég á móti 2148 stiga Hollendingi.  Ég undirbjó mig vel fyrir þessa skák og fékk afbrigði sem ég var búinn að stúdera fyrir. Mér fannst ég vera með skákina í hendi mér en þá ákvað ég að fórna skiptamanni. Ákvörðun sem átti næstum eftir að kosta mig skákina. Andstæðingurinn gat unnið mig á einum tímapunkti  í einum leik en hann sá það ekki og við sömdum jafntefli eftir 54 leiki.

6. umferð.

Mótherji minn í 6. umferðinni var  tékknesk, WFM  með 2121 stig. Ég tefldi bara venjulega franska vörn og var reyndar í vörn allan tímann  og tók því jafnteflisboði hennar  fegins hendi,  en eftir að hafa farið með Hannesi Stefánssyni yfir skákina seinna um daginn, hefði ég líklega ekki átt að taka boðinu, heldur tefla áfram til sigurs.

7. umferð.

Ég hélt áfram að tefla við Tékka og að þessu sinni var það  2119 stiga skákmaður.  Þetta er líklega slakasta skákin mín í mótinu. Ég lék illa af mér í 20. leik og náði aldrei að jafna taflið eftir það.

8. umferð.

Í þessari umferð var andstæðingur minn  2143 stiga skákmaður frá Þýskalandi.  Í þessari skák var ég með hvítt og fékk ágæta stöðu úr byrjuninni en lenti í frekar erfiðu miðtafli og tapaði peði þar. Ég fórnaði skiptamuni fyrir betra spil en lék ónákvæmt og tapaði að lokum í hróksendatafli.

9. umferð.

Eftir að hafa tapað tveimur skákum í röð fékk ég loksins stigalægri mann en mig og var það 1884 stiga maður frá Lúxemborg sem var andstæðingur minn í seinustu umferðinni. Ég var staðráðinn í að vinna þessa skák. Ég var með hvítt og lék enska leikinn og andstæðingurinn svaraði með Reverse-Dragon afbrigðinu. Ég fékk betra úr byrjuninni en fór svo allt í einu að tefla vörn og hélt stöðunni í jafnvægi. Þá ákvað andstæðingur minn að skipta upp tveimur hrókum og einni drottningu fyrir tvo hróka og eina drottningu og bauð jafntefli. Ég sá að staðan bauð ekki upp á jafntefli og neitaði því og tefldi endataflið eins og vél og hafði sigur að lokum í 55 leikjum.

Ég endaði því með 5 vinninga af 9 og hækkaði mig um 20 ELO stig og er bara í heildina sáttur við frammistöðuna í mótinu, þó auðvitað hefði ég viljað tefla sumar skákirnar betur.  Það var mikil og góð reynsla að taka þátt í þessu móti og ég mæli með því fyrir alla skákmenn enda margir flokkar sem hægt er að keppa í. Ég vil þakka Skáksambandinu fyrir veittan stuðning og félögum mínum fyrir samveruna í ferðinni.

Dagur Ragnarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764693

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband