Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Skrítin mynstur "Houdini"

g32s9apt.jpgDagur Ragnarsson - Guđmundur Kjartansson

Svartur leikur og vinnur.

Ţessi stađa kom upp í 2. umferđ „Wow air-mótsins" sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir. Greinarhöfundur fór yfir skákina međ Degi sem vann eftir mistök Guđmundar í tímahraki. Eins og stundum ţegar kappskák lýkur eiga forrit á borđ viđ „Houdini" síđasta orđiđ um ýmsar erfiđar ákvarđanir sem skákmenn hafa tekiđ. Hiđ kalda mat forritanna er nákvćmt. Á svipstundu dćmdi „Houdini" ţessa stöđu unna á svart og vinningsleiđin er einhvern veginn svo „ómannleg" ađ viđ skelltum upp úr:

Eftir 35. ... Hf2! vinnur svartur í öllum afbrigđum og ţađ flóknasta lítur svona út: 36. hxg6 f5! 37. exf5 De3! 38. Hg2 Hf1+ 39. Hg1 Hf4 40. Dg3 De4+ 41. Hg2 Hh4+ 42. Kg1 Db1+ 43. Kf2 Dxf5+ 44. Kg1 Db1+ 45. Kf2 Dc2+ 46. Kf1 Dc1+ 47. Kf2 Hf4+

Og ef nú 48. Ke2 tilkynnir „Houdini" mát í 7 leikjum! Ţekkt mynstur geta ekki hjálpađ manni til ađ finna ţessa vinningsleiđ og rökfrćđi á borđ viđ ţá sem Capablanca notađist stundum viđ; ađ telja mennina sem voru í sókninni gegn ţeim sem voru ađ verjast - ađ kónginum međtöldum, gagnast lítiđ í ţessari stöđu.

Dagur Ragnarsson er međ sigrinum kominn međ 2 vinninga á „Wow air-mótinu" og er í efsta sćti ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni. Friđrik Ólafsson tók sér frí í tveimur fyrstu umferđunum en á ađ tefla viđ Sigurđ Pál Steindórsson í 3. umferđ.

Undirritađur spurđi Dađa Örn Jónsson tölvufrćđing, okkar mesta sérfrćđing í hugbúnađarmálum skákarinnar, um framţróun forrita og hann tók dćmiđ um „Dimmblá" sem lagđi Kasparov ađ velli voriđ 1997. Ţó ađ ofurtölva IBM, sem var međ sérhannađan vélbúnađ, hafi getađ reiknađ 200 milljón stöđur á sekúndu er hún, ađ mati Dađa, lakari „skákvél" en „Houdini" og „Stockfish" sem reikna 10 sinnum fćrri leiki á sekúndu en vinsa strax úr vitlausu leikina og einbeita sér ađ ţeim betri.

Gömul saga úr ađdraganda heimsmeistaraeinvígisins 1972 rifjađist upp. Bobby Fischer kom hingađ til lands í vetrarbyrjun ţađ ár til ađ kanna ađstćđur og mćtti á 1. umferđ Reykjavíkurmótsins í febrúar 1972. Ţar sem hann hallađi sér upp viđ súlu í kjallara Glćsibćjar hékk ţessi stađa uppi:

g22s9apl.jpgKeene - Stein

„Stein er međ koltapađ tafl," sagđi Bobby viđ Guđmund G. Ţórarinsson, forseta SÍ, sem stóđ viđ hliđ hans. Ungur piltur sem annađist sýningarborđiđ setti borđa á sýningartafliđ ţar sem á stóđ: jafntefli.

„Gaf Stein?" spurđi Bobby Fischer en ţegar Guđmundur kvađ nei viđ gekk meistarinn úr salnum. Keene virtist líta á sovéska stórmeistara sem einhverskonar hálfguđi og tók jafnteflistilbođi Stein. Eftir stóđ samt spurningin: Hvađ sá Bobby Fischer? Fyrir 15 árum eđa svo ţegar ég lét forritiđ „Chess Genius" malla á ţessari stöđu var ekki hćgt ađ sanna ađ stađa hvíts vćri unnin. Um daginn skellti ég lokastöđunni aftur inn í tölvu. Nú tók „Houdini" viđ. Ţá var niđurstađan allt önnur:

17. Rxc6 bxc6 18. Bd6! Be6 19. Hb7 Dxd1 20. Hxd1 Bf8 21. Be5 Hg8 22. Bf6! Bg7

g32s9app.jpg23. Be7!

Ţessi furđulegi leikur sem varla byggist á nokkru ţekktu „mynstri" vinnur. Eftir 23. ... Bf8 24. Bg5 á svartur enga haldgóđa vörn gegn hótuninni. 25. Bf3.

Bobby Fischer hafđi rétt fyrir sér í Glćsibć forđum, hvíta stađan er unnin.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. apríl 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband