Leita í fréttum mbl.is

Gleđi og gaman á afmćlishátíđ Vinaskákfélagsins

IMG 8614Gleđin var allsráđandi á afmćlishátíđ Vinaskákfélagsins í dag og mikill fjöldi góđra gesta lagđi leiđ sína í Vin, athvarf Rauđa krossins á Hverfisgötu. Jóhann Hjartarson stórmeistari tefldi fjöltefli viđ liđsmenn Vinaskákfélagsins, Bjartmar Guđlaugsson og María Helena Haraldsdóttir glöddu gesti međ söng, og slegiđ var upp fjölmennu og skemmtilegu Bónus-Afmćlismóti, ţar sem Hjörvar Steinn Grétarsson fór međ sigur af hólmi.

IMG 8519Ţór Gíslason forstöđumađur í Vin settti hátíđina og sagđi ađ skákin gegndi afar mikilvćgu hlutverki í Vin. Ţar vćri teflt alla daga og gaman, ekki bara á hinum vikulegu mánudagsćfingum og ađ margir af gestum Vinjar hefđu blómstrađ í gegnum starf Vinaskákfélagsins.

IMG 8514Jóhann Hjartarson tefldi klukkufjöltefli viđ fimm liđsmenn Vinafélagsins, ţá Hörđ Jónasson, Hjálmar Sigurvaldason, Hauk Halldórsson, Hörđ Garđarsson og Arnljót Sigurđsson. Liđsmenn Vinafélagsins veittu stigahćsta skákmanni Íslands harđa mótspyrnu, og Hörđur Garđarson náđi jafntefli gegn meistaranum.

IMG 8564Kristján Ţór Júlíusson heilbrigđisráđherra flutti setningarávarp Bónus-Afmćlismóts Vinaskákfélagsins, og sagđist hafa heyrt margt gott um skáklífiđ í Vin og starfsemina ţar. Ráđherra fór jafnframt fögrum orđum um gildi skáklistarinnar, enda kenndi hún mönnum ađ hugsa áđur en ţeir framkvćmdu -- nokkuđ sem stjórnmálamenn ćttu ađ tileinka sér í ríkari mćli! Kristján lék svo fyrsta leikinn í skák Harđar Garđarsonar og Hjálmars Sigurvaldasonar.

IMG 8562Bónus-Afmćlismótiđ var ćsispennandi enda vel skipađ. Landsliđsmađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson stóđ ađ lokum uppi sigurvegari, hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. í 2.-4. sćti urđu Björn Ţorfinnsson, Róbert Lagerman forseti Vinaskákfélagsins og Tómas Björnsson. Alls voru keppendur 24.

IMG 8534Hjörvar Steinn, Björn og Róbert hlutu veglega vinninga frá Bónus, sem er einn helsti bakhjarl Vinaskákfélagins. Ţá hlutu ţeir Hörđar Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason verđlaun fyrir ađ vera best klćddu keppendurnir. Sigurlaun ţeirra voru bók um gođsögnina Benóný Benediktsson.

IMG 8508Ađ vanda voru veglegar og gómsćtar veitingar í bođi Vinaskákfélagsins. Bakarameistarinn lagđi til glćsilega afmćlistertu, og Kaffi Grindavík gaf gómsćtar hnallţórur.

IMG 8552Róbert Lagerman forseti Vinaskákfélagsins sagđi viđ verđlaunaafhendingu ađ framundan vćri líflegt og kraftmikiđ starf hjá félaginu. Ćfingar eru vikulega og mánađarlega verđa haldin opin stórmót. Ţá mun Vinaskákfélagiđ tefla fram keppnissveitum í 2. og 4. deild Íslandsmóts skákfélaga, auk ţess ađ taka ţátt í skipulagningu á stórmóti í tilefni Alţjóđa geđheilbrigđisdagsins, standa fyrir árlegu jólaskákmóti geđdeildanna og fleiri viđburđum.

 

Myndaalbúm (HJ)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8764697

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband