Leita í fréttum mbl.is

N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Ţrír sigurvegarar frá ţremur heimsálfum

 

Eljanov og So gerđu jafntefli í ađeins ţremur leikjum

Úkraínumađurinn Pavel Eljanov, Wesley So frá Filippseyjum og Egyptinn Bassem Amin urđu efstir og jafnir á N1 Reykjavíkurskákmótinu.

 

Ţađ er ţegar ljós ţrátt fyrir ađ enn séu allmargar skákir í gangi. Eljanov og So gerđu jafntefli í örskák en Egyptinn vann Pólverjann Gajewski. 

 

Bassem Amir ásamt Omari Salama

 

Hinn 13 ára gamli Wei Yi var ósigrađur á mótinu, náđi ţriđja og síđasta stórmeistaraáfanga sínum og telst nú yngsti stórmeistari í heimi. Hann endar međal efstu manna, og aldrei í 49 ára sögu Reykjavíkurmótsins hefur svo ungur keppandi náđ svo glćsilegum árangri.

Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Ţröstur Ţórhallsson og Henrik Danielsen og alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson urđu eftir Íslendinga međ 6,5 vinning.

Friđrik Ólafsson var međal ţeirra sem hlutu 6 vinninga eftir jafntefli viđ landsliđskonunni Turkan Mamedjarova, frá Azerbćjan. Margir kornungir íslenskir skákmenn tóku ţátt í mótinu. Yngstur allra í hálfrar aldar sögu mótsins, var Óskar Vikingur Davíđsson, sem einmitt  vann sigur í síđustu umferđ.

Nú síđdegis verđur verđlaunaafhending í Ráđhúsi Reykjavíkur, undir stjórn Ţóru Arnţórsdóttur. Ţar flytja ávörp Óttarr Proppé borgarfulltrúi, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráđherra og Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins. Ţá mun Bjartmar Guđlaugsson flytja lög, en lag hans er nú í efsta sćti vinsćldalista Rásar 2.

Veislan í íslensku skáklífi heldur áfram: Íslandsmót skákfélaga verđur í Hörpu, föstudag og laugardag. Ţar er keppt í fjórum deildum, og er um ađ rćđa fjölmennasta skákmót ársins á Íslandi og uppskeruhátíđ íslenskra skákmanna. 

Alls voru keppendur á mótinu 227 frá 37 löndum. Í ţeim hópi voru 35 stórmeistarar og 11 stórmeistarar kvenna. Aldrei hafa svo margir teflt á hinu sögufrćga og vinsćla Reykjurvíkurmóti.

Á nćsta ári verđur haldiđ upp á 50 ára afmćli Reykjavíkurmótsins, og liggur fyrir ađ N1, Reykjavíkurborg og fleiri verđa bakhjarlar afmćlismótsins. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţegar stigabreytingar eru skođađar kemur berlega í ljós hversu under-rated íslensku ungmennin eru vegna lítils ađgengis ađ mótum sem ţessum.

Af ţeim 8 sem hćkka mest eru 7 íslenskir krakkar og ađ Dađa undanskyldum eru ţau  U14 eđa U16.  Sýnist ađ árangur íslensku krakkanna í heild mjög góđur og greinilega mikill efniviđur ţarna úti.

Ţetta er frábćrt mót og verđur enn betra á nćsta ári!

Ţórir Benediktsson (IP-tala skráđ) 27.2.2013 kl. 17:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8764059

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband