Leita í fréttum mbl.is

KR-pistill: Gunni Gunn gerir ţađ gott

Jón Ţ Ţór og Gunni Gunn.JPGHrađskákmótin í Vesturbćnum eru ekki heiglum hent.  Ţar mćtast sannarlega stálin stinn öll mánudagskvöld áriđ um kring. Tefldar eru ţrettán umferđir í striklotu og engin miskunn sýnd. Ekki stađur fyrir ţá sem haldnir eru „áfallahliđrunarhambrigđapersónuleikastreituhugröskun" eđa öđru hugarvíli.  

Í KR-heimilinu viđ Frostaskjól verđa menn ađ vera viđ öllu búnir og  taka ţví sem óvćnt ađ höndum ber međ jafnađargeđi, viđbúnir ađ snúa vörn í sókn ef á móti blćs.  Ákvörđunarfćlni eđa  rangt stöđumat ađ hćtti Njáls á Bergţórshvoli dugir ekki ef landa á vinningi, sem telur jafnt hvernig sem hann er fenginn. Skákstöđumatssundurgreiningartćknihćfileikinn eđa appiđ ţarf ađ vera innbyggt ef vel á ađ fara. Snjallar og snartölvur eru óleyfileg hjálpartćki skáklífsins, eins og alkunna er.  

Ekki er svo ađ sjá ađ aldurinn hái mönnum ađ ráđi viđ taflborđiđ enda 2012 KR kvöld 29.10.12.JPGviđtekin stađreynd ađ heilabrot séu heilsubót.  Aldurforsetinn Gunnar Kr. Gunnarsson, Íslandsmeistari í báđa enda,  hefur boriđ sigur úr bítum í tveimur síđustu mótum međ 11 vinningum. Geri ađrir betur í svo harđsnúnum hópi nćrri áttrćđir.  Gunnar vann gullverđlaun í sínum aldurflokki, 76-80 ára,  í Skákmóti kynslóđanna, Ćskunni & Ellinni, um síđustu helgi og fór létt međ ţađ.   

Nćstbestur í mótinu í gćrkvköldi var hinn ţjóđkunni skákmeistari, sagnfrćđingur og bókaútgefandi Jón Ţ. Ţór međ 9˝ og  ţriđji bestur Guđfinnur R. Kjartansson,  Viđeyjarundriđ sjálft, međ 9 vinninga,  jafn Gunnari Birgissyni, ţungaviktarmanni og meistara úr Kópavogi, sem varđ fjórđi á stigum.  Guđfinnur sem teflir manna mest og best, varđ einnig ţriđji í síđustu viku og er vaxandi skákmađur, ţó nýorđiđ löggilt gamalmenni sé, en ţá náđi Stefán Ţormar Guđmundsson, Hellisheiđarséni m.m. öđru sćtinu.  Gunnar sem er afar slyngur og slóttugur skákmađur, ţrautgóđur á raunastund, hefur reynst  mörgum ţungur í skauti viđ taflborđiđ ađ undanförnu enda unniđ 12 mót ţađ sem af er ári.  Sjá nánar međf. mótstöflu og myndir.

KriSt.JPGStjórn Skákdeildar KR undir styrkri forystu Kristján Stefánssonar, hrl., ástríđuskákmanns, rćr nú ađ ţví öllum árum ađ fá dagatalinu breytt - í ljósi ţess ađ bćđi ađfangadag og gamlaársdag ber ađ ţessu sinni upp á mánudaga. Ţetta mun ađ öllu óbreyttu raska mótaáćtlun klúbbsins alvarlega og geta leit til ófyrirsjáanlegra  geđraskanna, sem er međ öllu  óţarft og óásćttanlegt.

 „Ţessu ţarf ađ kippa í liđinn", segir formađurinn, ađ hćtti Castró Kúpuforseta.

Mótstafla   úrslit.JPG

Pistill eftir Einar S. Einarsson.

Meira á www.kr.is (skák).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórskemmtilegur pistill hjá ţér Einar. Bestu ţakkir.

Jón Ţorvaldsson (IP-tala skráđ) 31.10.2012 kl. 02:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband