Leita í fréttum mbl.is

Ól-pistill nr. 4 - Töp í 2. umferđ

Katharyna Lehno og Hou YifanSvo fór ađ báđar viđureignirnar töpuđust í 2. umferđ gegn sterkum sveitum.  Tap gegn Argentínu í opnum flokki og tap gegn Ísrael í kvennaflokki.  Í dag tefla báđar sveitirnar viđ sveitir Wales.  Eitthvađ sem verđur ađ teljast merkilega mikil tilviljun!  Viđ erum klárlega sigurstranglegri í báđum viđureignum, sérstaklega í opnum flokki ţar sem stigamunurinn er meiri.

Í opnum flokki komst Henrik aldrei út úr byrjuninni og var Helgifyrstur ađ tapa.  Mikiđ gekk á í skák Hannesar.  Hannes valdi hvassa og flókna leiđ (25. g4), sem reyndar átti ađ leiđa til tapađs tafls međ bestu taflmennsku svarts samkvćmt tölvuforritum .  Ţótt Hornverjar, sem hafa fyrir framan sig reikniforrit, hafi veriđ međ stöđuna á hreinu átti ţađ ekki viđ skákmennina sem áttuđu sig engan veginn á öllum flćkjunum.  Andstćđingur Hannesar fann ekki vinningsleiđ (28. - Hd2), sem hvorki reyndar Hannes né Helgi liđsstjóri sáu heldur á međan skákinni stóđ og Hannes skyndilega kominn međ unniđ tafl.  Hannes víxlađi svo leikjum í vinningsstöđu ţegar hann lék 32. Rd7 í stađ 32. f7 og fékk úr ţví tapađ tafl.  Stađan orđin 0-2.  Andstćđingur Hjörvars bauđ ţá jafntefli međ töluvert betri stöđu til tryggja sigur Argentínu sem Hjörvar tók.  Ţröstur gerđi gott jafntefli á 4. borđi og var sá skákmađur sem heilt yfir tefldi best í gćr. 

Hallgerđur Helga

Hallgerđur lék ónákvćmt í byrjuninni og fékk mjög erfiđa stöđu sem ekki varđ varin.  Bćđi Jóhanna Björg og Tinna Kristín fengu fína jafnteflissénsa en misstu af vćnlegum leiđum í endataflinu og ţví fór sem fór.  Lenka gerđi gott jafntefli á fyrsta borđi og var í sjálfu sér ekki langt frá ţví ađ knýja fram sigur í hróksendatafli.    

Semsagt ekki góđur dagur en verđur vonandi mun betri gegn Wales í dag.  Dagur kemur inn í dag og teflir sína fyrstu skák á ólympíuskákmóti.  Henrik hvílir hjá strákunum og Tinna Kristín hvílir hjá stelpunum. 

Framkvćmd mótsins er taka á sig betri mynd.  Flest er komiđ í fastar skorđur hjáTinna, Jóhanna og Kveynis mótshöldurum og fariđ ađ virka eđlilega.  Ţröstur tilkynnti í morgunmatnum ađ hann hafi veriđ rćndur!  Hann keypti sér kaffibolla í kaffiteríunni sem kostađi 700 kr.!   Verđlagiđ á hótelinu virđist vera afskaplega hátt en mér skilst ađ bjórinn kosti hér um 10 evrur.    

Fullt af sveitum hafa enn fullt hús stiga og vinninga.  Hollendingar töpuđu fyrir Venesúela  og var Ivan Sokolov vinur vor heldur framlágur ţrátt fyrir ađ hafa gert jafntefli.  Anish Giri hvíldi rétt eins og í fyrstu umferđ.  Vćgast slök byrjun hjá Hollendingum sem eru međ níunda sterkasta liđiđ á pappírnum.

Fćreyingar og AserarFćreyingar eru efstir í „Norđurlandamótinu" sem er vćntanlega einsdćmi!  Í fyrstu umferđ unnu ţeir Súdan, í 2. umferđ unnu ţeir Tógó sem sátu yfir í fyrstu umferđ, en ţeir eru allir stigalausir, og mćta svo Aserum í 3. umferđ í dag!   Semsagt frá ţví tefla viđ sveit nr. 156 af 158 í ţađ ađ mćta sveit nr. 7!  Vćntanlega sterkasta sveit sem Fćreyingar hafa nokkurn tíma teflt viđ.

Svíar gerđu 2-2 jafntefli viđ Serba, Norđmenn viđ Ástrala, Danir töpuđu fyrir Kasökum og Finnar fyrir Lettum.

Norska liđiđ er merkilega slakt en enginn af ţeirra níu stórmeisturum teflir međ ţeim.  Ţađ er sérstaklega athyglisvert ađ í ljósi ţess ađ ólympíumótiđ fer fram í Tromsö 2014.  Liđsstjóri ţeirra er stúlkan Ellisiv Reppen, sem margir Íslendingar ţekkja en hún hefur 1998 skákstig.   Á TWIC segir

World number 1 Magnus Carlsen will not be playing and rather shockingly the 2014 hosts Norway can't find the money to field an any way representative team. "

Í kjölfariđ er fjallađ um máliđ á Chessvibes og ţar fjarvera sumra norsku stórmeistaranna er Xao Zhue og Hou Yifanútskýrđ, ţ.e. af hverju Carlsen, Hammer, Kjetil Lie og Leif Erlend Johannesson taka ekki ţátt.   En ţađ breytir ţví ekki ađ ţetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir Norđmennina. 

Peter Heine Nielsen breytir ekki ţeirri hefđ ađ tefla ekki fyrir eigin ţjóđ og er nú Ţjóđverjum til ađstođar.

Stađan í Norđurlandamótinu:

1.       33. Fćreyjar

2.       36. Svíţjóđ

3.       38. Noregur

4.       50. Danmörk

5.       62. Ísland

6.       63. Finnland

Kvennaflokkur:

1.       47. Danmörk

2.       52. Noregur

3.       58. Ísland            

4.       70. Svíţjóđ

5.       80. Finnland

Gunnar tekur myndirÍ gćr notađi ég tćkifćriđ til ađ rćđa viđ stjórnendur Chessdom varđandi kynningu á Reykjavíkurmótinu en Chessdom sér um fréttaflutning á heimasíđu mótsins.  Beinar útsendingar virđast vera komnar í gott lag.

Halldór Grétar hefur tekiđ ađ sér ađ setja inn skákir viđkomandi umferđar međ úrslitafréttinni.  Honum er kćrlega ţökkuđ ađstođin.

Ég mun í upphafi hverjar umferđar setja inn beina slóđ á viđureignir íslensku liđanna.

Fullt af myndum frá umferđinni má finna í myndaalbúmi umferđarinnar.

Nóg í bili.

Gunnar Björnsson

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband