Leita í fréttum mbl.is

Krakkarnir skora á fyrirtćki og stofnanir: Teflt á Alţingi í dag

ASÍ og AkademíanÚrvalssveit Skákakademíu Reykjavíkur mun á nćstu dögum og vikum heimsćkja fyrirtćki, stofnanir og félagasamtök, tefla einvígi viđ starfsfólk, jafnframt ţví sem starf SR er kynnt. Sunnudaginn 10. júní verđur Uppskeruhátíđ Skákakademíunnar 2012 haldin í Ráđhúsinu, og ţar munu krakkarnir skora almenning á hólm.

Í dag, fimmtudag dag, munu krakkarnir tefla viđ Morgunblađsmenn í Hádegismóum, en rík skákhefđ er á blađinu. Strax í kjölfariđ verđur fariđ í höfuđstöđvar Sölufélags garđyrkjumanna, og teflt viđ fulltrúa frá Íslensku grćnmeti, Banönum og Bónus.

Klukkan 15 á fimmtudag liggur leiđ skákkrakkanna á Alţingi, ţar sem ţau munu tefla viđ skáksveit ţingmanna, sem skipuđ er Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur, Guđlaugi Ţór Ţórđarsyni, Helga Hjörvar og Vigdísi Hauksdóttur.

Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga og fv. skrifstofustjóri Alţingis, og Halldór Blöndal fv. forseti Alţingis verđa heiđursgestir á einvígi krakkanna og ţingmannanna.

FALL ER FARARHEILL

Fyrsta viđureign krakkanna var gegn harđsnúinni sveit Alţýđusambands Íslands. Ađildarfélög ASÍ eru á sjötta tuginn og félagar alls um 100 ţúsund, svo ekki vantar mannskap ađ velja úr! Sveit ASÍ skipuđu Eggert Ísólfsson, Georg Páll Skúlason, Tryggvi Marteinsson og Jón Úlfljótsson, sem allir eru ţrautreyndir skákmenn.

Hilmir Freyr Heimisson í ASÍAkademían tefldi ađ ţessu sinni fram Hilmi Frey Heimissyni, Nansý Davíđsdóttur, Felix Steinţórssyni og Heimi Páli Ragnarssyni. ASÍ hafđi betur og sigrađi međ 10 vinningum gegn 6. Hilmir Freyr fór á kostum í liđi SR og fékk 3,5 vinning af 4 mögulegum.

Vel var tekiđ á móti krökkunum í höfuđstöđvum ASÍ viđ Sćtún, enda löngum sterk skákmenning innan verkalýđshreyfingarinnar. Krakkarnir hafa ţegar skorađ á skáksveit ASÍ í ađra viđureign, til ađ freista ţess ađ jafna metin!

Fyrirtćki, stofnanir eđa félög sem vilja fá skákkrakkana í heimsókn eru hvött til ađ hafa samband viđ Stefán Bergsson, framkvćmdastjóra Skákakademíunnar í stefan@skakademia.is.

Myndir frá viđureign ASÍ og úrvalsliđsins (HJ og Snorri Már Skúlason)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 8764695

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband