Leita í fréttum mbl.is

Sundlaugarmótiđ í Breiđholtslaug - á Sumardaginn fyrsta

3Margt er um ađ vera og sér til gamans gert til ađ fagna sumri. Sjá mátti dćmi ţess um alla borg á sumardaginn fyrsta ţar sem fólk kom saman til ađ viđra sig og sjá ađra.  Sumir spruttu úr spori í víđavangshlaupi en ađrir létu sér nćgja ađ taka ţátt í skrúđgöngum eđa fengu sér ís í góđa veđrinu, enda dagur barna á öllum aldri.

Í Breiđholtslaug var annađ upp í teningnum. Skákakademína Reykjavíkur međ Stefán Bergsson, framkvćmdastjóra í broddi fylkingar ásamt Hrafni Jökulssyni, hirđljósmyndara, var mćtt á vatnasvćđi laugarinnar fćrandi hendi ásamt vaskri sveit skákgarpa af eldri kynslóđinni.

Minnstu munađi ađ Lúđrasveit verkalýđsins vćri mćtt og blési í herlúđra, slíkur var fögnuđurinn, en ţađ verđur ađ bíđa 1. maí. 

Vígsla sjálffljótandi sundlaugarskáksetts var í uppsiglingu en  sams konar afţreygingarbúnađur 4hafđi áđur veriđ settur upp í Laugardalslaug, Grafarvogslaug  og víđar, nú nýlega í  Salalaug í Kópavogi og meira segja út í  Grímsey. Jafnframt stóđ fyrir dyrum ađ halda áskorendamót í skák ţar sem Bjarni Hjartarson, Breiđhyltingur, hafđi skorađ á Magnús V. Pétursson, milliríkjadómara, Fremristekk, í einvígi í sundlaugardskák, ađ dćmi  ţeirra Bobby Fischers og Larry Evans, sćllar minningar í Laugardalslaug 1972.

Ţegar menn höfđu hreiđrađ um sig í heita pottinum var ekki til seturnar bođiđ.  Einar S. Einarsson (IA) fenginn til ţess ađ leika fyrsta leikinn eftir ađ hafa látiđ keppendurdraga um liti í tveimur ţrepum, svo ekki vaknađi grunur um samráđ eđa brot á samkeppnislögum.  Allmargir sundlaugargestir höfđu safnast ađ ásamt sundlaugarvörđum, sem fögnuđu ţessari tilbreytni og menningarauka mjög.

Ađ velheppnuđum fyrsta leik loknum klöppuđu laugargestir Skákakademíunni lof í lófa.  Leikar fóru svo ađ Bjarni hafđi sigur í báđum einvígisskákunum, ţrátt fyrir glćsileg tilburđi Magnúsar, sem teldi fyrir áhorfendur og til ađ hafa gaman af.  Var Maggi Pé ađ vonum hálfsvekktur yfir útkomunni, hafđi ekki fyllilega áttađ sig á ađ Bjarni kynni svo mikiđ fyrir sér í skák, eins og kom á daginn. Keppendur skildust ţó sáttir ađ kalla, hugsuđu báđir gott til glóđarinnar ađ hittast aftur fljótlega og taka fleiri rimmur í heitapotti Breiđholtslaugarinnar enda fastagestir ţar og skáksetiđ komiđ til ađ vera. 

2Í framhaldi af ţessu upphófst kappaslagur af vestfirskum siđ, ţar sem sigurvegarinn situr kyrr og hefur svart.   Synti ţá fyrstur fram til tafls Sćbjörn Larsen, sem boriđ hafđi sigur úr bítum fyrr í vikunni í hópi Ćsa í Ásgarđi. Brutust ţá út mikil átök á skákbrettinu međ stórum ágjöfum og skvettum. Mátti lengi vart milli sjá hvor stćđi betur eđa verr, ekki fyrr "sjóriđu" varđ vart í liđi Bjarna á drottningarvćng, sem Sćsi nýtti sér til sigurs um síđir.

 Var ţá komiđ ađ "Viđeyjarundrinu" hinum sigursćla KR-ingi og fyrrum hárprúđa riddara Guđfinni R. Kjartanssyni ađ etja kappi gegn Sćbirni Bolvíkingakappa.  Öllum til undrunar og mest honum sjálfum missté Gussi sig illilega í byrjuninni svo biskup hrökk fyrir borđ í atganginum.  Ađ hćtti sannra bardagakappa lét hann sér fátt um finnast og kvađst hvergi láta sér bregđa - hvorki viđ sár né bana og blés í ţess stađ til sóknarađgerđa međ fléttuívafi og blandađri tćkni.   Fór svo ađ hann ađ lokum ađ  vann skákina óvćnt og međ nokkrum tilţrifum er  enduruppvakin drottning hans fór á stjá og ţrengdi óţrymilega ađ kóngi andstćđingsins, sem hann mátti sig vart hrćra öđruvísi en ađ verđa mát.  Gaf Sćsi ţá skákina međ ţungum ekka.

Ađ lokum tefldu ţeir Einar Ess og Maggi Pé eina skák fyrir áhorfendur um áskorunaréttinn á nćsta fórnarlamb, ţar sem Einar bar glćstan sigur úr bítum.  Hann tefldi síđan viđ “ókunna skákmanninn” í heita pottinum og slapp međ skrekkinn međ jafntefli, eftir ađ hafa veriđ pattađur.

Hiđ lofsverđa framtak Skákakademíunnar ađ  gefa fljótandi skáksett í hverja sundlaugina á fćtur annarri er mikill fengur fyrir skákunnendur og í raun alla sundlaugagesti  – jafnt innlenda sem útlenda, sem sést hafa taka sundskák undir beru lofti í mögnuđu ylvolgu umhverfi.

Mynddalbúm (HJ og ESE)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband