Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju, Verzló: Klárasti skólinn í skákinni!

2aaVerzlunarskóli Íslands er Íslandsmeistari framhaldsskóla í skák 2012. Hjörvar Steinn Grétarsson leiddi sveit Verzlunarskólans til sigurs á mjög spennandi Íslandsmóti, ţar sem Menntaskólinn í Reykjavík varđ í 2. sćti og Menntaskólinn viđ Hamrahlíđ hreppti bronsiđ.

Aldrei á öldinni hafa fleiri skáksveitir tekiđ ţátt í Íslandsmóti framhaldsskóla.

Sigursveit Verzlunarskólans skipuđu Hjörvar Steinn, Patrekur Maron Magnússon, Jökull Jóhannsson og Alexander Gautason.

Hjörvar Steinn er 19 ára landsliđsmađur í skák, kominn međ tvo áfanga af ţremur ađ stórmeistaratitli. Hann er hćfileikaríkasti og efnilegasti skákmađur Íslands, og frábćr fyrirmynd sem skákmađur og leiđtogi.

Patrekur Maron hefur á undanförnum árum sýnt ađ hann er međal sterkustu skákmanna ungu kynslóđarinnar. Jökull tók nú ţátt í sínu fyrsta skákmóti í nokkur ár og sýndi frábćra takta. Hann var lengi virkur innan Fjölnis og óx upp í Rimaskóla. Alexander er margreyndur ungur meistari úr Eyjum og rakađi saman vinningum á 4. borđi.

2MR-ingar tefldu fram tveimur landsliđskonum í skák, en urđu ađ játa sig sigrađa í ćsispennandi kapphlaupi viđ Versló. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir leiddi sveitina og Mikael Jóhann Karlsson var á 2. borđi.

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir skipađi 3. borđ, en hún á, ađ öđrum ólöstuđum, mestan ţátt í ţví ađ Íslandsmót framhaldsskóla 2012 fór fram. Til stóđ ađ fella mótiđ niđur, ţar sem ekki er lengur efnt til Norđurlandamóts framhaldsskóla, en Jóhanna Björg sannfćrđi forystumenn Skáksambandsins um gildi ţess ađ Íslandsmótiđ yrđi haldiđ áfram.

Guđmundur Kristinn Lee tefldi á 4. borđi hjá MR og sópađi saman 7 vinningum í 7 skákum.

Menntaskólinn viđ Hamrahlíđ hlaut 3. verđlaun, undir forystu Dađa Ómarssonar.

Borđaverđlaun hlutu:

1. borđ: Hjörvar Steinn Grétarsson Verzló 7 vinningar af 7

2. borđ: Mikael Jóhann Karlsson MR 7/7

3. borđ: Jökull Jóhannsson Verzló 6,5/7

4. borđ: Alexander Gautason Verzló 7/7

Í mótslok var verđlaunaafhending. Vinninga og verđlaun gáfu Sena, 12 tónar, Merkt, Bíó Paradís, Uppheimar og Skáksamband Íslands.

Skákakademía Reykjavíkur skipulagđi mótiđ, sem markar upphaf ađ markvissu starfi innan framhaldsskólanna. Ţar er skáklíf víđa mjög fjörugt, og framsćknir framhaldsskólar bjóđa upp á skák sem valáfanga í námi.

Til hamingju Verzló!

http://chess-results.com/tnr70966.aspx?lan=1


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélag Akureyrar

Óska Mikka til hamingju međ borđverđlaunin.

Skákfélag Akureyrar, 19.4.2012 kl. 10:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband