Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Björn Ţorfinnsson skákmeistari Reykjavíkur

Björn Ţorfinnsson eđlilegur í framanNokkuđ er um liđiđ síđan Skákţingi Reykjavíkur 2012 lauk, en ţar urđu efstir Guđmundur Kjartansson, Bragi Ţorfinnsson, Björn Ţorfinnsson og Ingvar Ţ. Jóhannesson međ sjö vinninga af níu mögulegum. Illa gekk ađ fá fram nýjan Reykjavíkurmeistara, en međ ţví ađ Björn Ţorfinnsson vann Guđmund Kjartansson tvívegis tryggđi hann sér sigur í aukakeppninni. Ţetta er vel af sér vikiđ hjá Birni ţegar horft er til ţess ađ fram eftir móti virtist Guđmundur ćtla ađ stinga ađra keppendur af og hafđi eftir sjö umferđir ađeins misst niđur hálfan vinning, og tapađi ţá fyrir Birni sem hefur reynst honum erfiđur undanfariđ.

Bragi og Guđmundur sátu eftir međ einn vinning og sá fyrrnefndi greip til ţess ráđs ađ gefa síđustu skákina án taflmennsku og Guđmundur er ţví í 2. sćti.

Ađalmót skákţingsins fór vel fram og var TR til sóma í hvívetna. Framkvćmd aukakeppninnar var hins vegar verulega morkin, svo mađur noti orđalag hins nýbakađa Reykjavíkurmeistara. Dagskráin slitrótt og eyđilegt um ađ litast í skáksalnum, skákirnar ekki sendar beint út á netinu eins og venja er og ţannig mćtti áfram telja. Ingvari Ţ. Jóhannessyni var meinuđ ţátttaka í aukakeppninni međ ţeim rökum ađ hann gćti ekki orđiđ Reykjavíkurmeistari. Erfitt er ađ fallast á ţau rök; Ingvar gat teflt upp á ađ vinna mótiđ og ef setja á slíkar skorđur í framtíđinni verđur ađ takmarka ţátttöku í skákţinginu viđ ţá sem geta orđiđ Reykjavíkurmeistarar. Ekki gat mótsstjórnin vísađ í hefđina; aukakeppni eftir Skákţing Reykjavíkur áriđ 1973 fór t.a.m. fram međ ţátttöku Kópavogsbúans Jóns Pálssonar.

Viđureignir Guđmundar og Björns í aukakeppninni einkenndust af mikilli spennu og tímahraki. Úrslitin hefđu hćglega getađ orđiđ önnur en stríđsgćfan var međ Birni:

Aukakeppnin 5. umferđ:

Guđmundur Kjartansson - Björn ţorfinnsson

Slavnesk vörn

1. c4 c6 2. Rc3 d5 3. d4 Rf6 4. Rf3 a6

Chebanenko-afbrigđiđ sem notiđ hefur mikilla vinsćlda undanfarin ár.

5. e3 b5 6. b3 Bg4 7. h3 Bxf3 8. Dxf3 e5 9. dxe5 Bb4 10. Bd2 Re4

Önnur vinsćl leiđ er 10. ... Bxc3 11. Bxc3 Re4 12. Bb4 bxc4 međ flókinni stöđu.

11. Rxe4 dxe4 12. Dd1 Bxd2+ 13. Dxd2 Dxd2+ 14. Kxd2 Rd7 15. f4?

15. Kc3 var betra.

15. ... exf3 16. gxf3 Rxe5 17. f4 0-0-0+ 18. Kc3 Rf3!

Guđmundi virđist hafa sést yfir ţennan öfluga leik. Hann á nú erfitt međ ađ valda e3-peđiđ t.d. 19. Be2 Hhe8! o.s.frv.

gjkompmp.jpg19. a4 Hhe8 20. cxb5 a5?

20. ... Hxe3+! var öflugara en Björn vildi hindra ađ kóngurinn kćmist til b4.

21. Bc4 Hxe3+ 22. Kb2 Hd2+ 23. Ka3 Rd4 24. Had1!

Riddarinn á d4 grípur í tómt.

24. ... Hxd1 25. Hxd1 c5 26. Bxf7 Kc7 27. h4 Hh3 28. Hg1 g6 29. Hg5 Hxh4 30. Hxc5+ Kb6 31. Hd5 Hxf4 32. Bg8 h5 33. Hd6+ Kc5 34. Hd5+ Kb6 35. Hd6+ Kc5 36. Hd5+ Kb6

Sama stađan hefur nú komiđ upp ţrisvar en hvorugur vildi neitt međ jafntefli gera.

37. Hd6+ Kc5 38. Ha6 g5 39. Hg6 g4 40. b6 Rc2+ 41. Kb2 Rb4 42.b7 Hf2+ 43. Kb1 Hf8 44. Be6 Kd4 45. Bf7 Kc3 46. Bc4 Hb8 47. Hg7 He8 48. Be6?

Í miklu tímahraki missir Guđmundur af besta leiknum, 48. Be2! á ađ halda jafntefli ţví ađ biskupinn valdar ţá a6-reitinn.

48. .. Ra6! 49. Hg6 He7 50. Hh6 Hxb7 51. Hxh5 He7 52. Hg5 Hxe6 53. Ka2 He1

- og Guđmundur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 19. febrúar 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurvegari mótsins og skákmeistari Reykjavíkur er ekki ţađ sama.  Ég held alveg örugglega ađ ţeir teljist allir sigurvegarar mótsins og skipti ţar međ verđlaunafénu.  Hinsvegar var aukakeppnin háđ til ađ skera úr um skákmeistara Reykjavíkur og ţar sem Ingvar hefur hvorki búsetu í Rvk né er í reykvísku skákfélagi, ţá getur hann ekki boriđ titilinn.  Ég veit ekki í hvađa félagi Jón Pálsson var í en hugsanlega í Rvk?

Ég er sammála (ţó ég taki ekki alveg jafn sterkt til máls) ađ ţađ hefđi gjarnan mátt auglýsa aukakeppnina betur og reyna ađ gera henni hćrra undir höfđi.

Ţórir Benediktsson (IP-tala skráđ) 27.2.2012 kl. 10:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband