Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur Kjartansson skákmeistari TR

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson vann öruggan sigur á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk sl. miđvikudagskvöld. Hann hlaut 7˝ vinning úr 9 skákum og ţó ađeins hafi munađ ˝ vinningi á honum og nćsta manni var sigurinn nokkuđ öruggur ţví í lokaumferđinni gat Guđmundur leyft sér jafntefli. Davíđ Kjartansson kom nćstur en ţessir tveir báru höfuđ og herđar yfir ađra keppendur. Báđir hafa burđi til ađ ná lengra en geta má ţess ađ Guđmundur hefur náđ einum áfanga ađ stórmeistaratitli. Hinsvegar hefur nokkuđ vantađ á stöđugleika í frammistöđu hans. Efstu menn í í A-riđli urđu:

1. Guđmundur Kjartansson 7˝ v. (af 9) 2. Davíđ Kjartansson 7 v. 3. Stefán Bergsson 5˝ v. 4. - 5. Sverrir Örn Björnsson og Jóhann Ragnarsson 5 v.

Í B-riđli sigrađi Mikael Jóhann Karlsson međ 6˝ v. af 9 möulegum. Í C-riđli sigrađi Oliver Jóhannesson međ 7 vinninga af 9 mögulegum. Í D-riđli vann Vignir Vatnar Stefánsson öruggan sigur međ 7˝ vinning af 9 mögulegum en hann vann sjö fyrstu skákir sínar.

Endurkoma Morozevich

Rússneski stórmeistarinn Alexander Morozevich hvarf af sjónarsviđinu í nokkur ár eMorozevich tekur viđ sigurlaununumn ţetta ár, 2011, markar endurkomu hans sem hefur veriđ međ ólíkindum glćsileg. Í vikunni vann hann geysilega sterkt mót í Saratov í Rússlandi međ 8˝ vinning af 11 mögulegum, međ árangur sem reiknast upp á 2927 elo-stig. Ef ekki hefđi komiđ til frábćrlega skemmtileg taflmennska Moro hefđi ţessa móts veriđ minnst sem einhverrar dauflegustu keppni síđari ára. Sökudólgarnir voru einfaldlega ađrir keppendur en Moro, t.d. Alexei Shirov, sem er ţekktur fyrir fjörlega taflmennsku en gerđi jafntefli í öllum skákum sínum. Ţó var bannađ ađ bjóđa jafntefli í innan viđ 30 leikjum.

Morozevich nćr nú inn á topp-10-listann ţegar elo-stigin birtast nćst. Hann hefur sérstakt lag á ađ slá andstćđinginn út af laginu međ óvćntum og snjöllum leikjum í byrjun tafls og í miđtafli. Í eftirfarandi skák sem tefld var í 3. umferđ koma ţessir ţćttir viđ sögu:

Moiseenko - Morozevich

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 O-O 6. Be3 c5 7. Rge2

Ţiggur ekki peđiđ. Eftir 7. dxc5 dxc5 8. Dxd8 Hxd8 9. Bxc5 Rc6 10. Rd5 Rd7 hefur svartur góđ fćri fyrir peđiđ.

7. ... Da5 8. Rc1 cxd4 9. Rb3 De5 10. Bxd4 Df4 11. g3 Dg5 12. De2 Rc6 13. Be3 Dh5 14. Bg2 Rd7 15. Rd5 e6 16. Rf4 De5 17. Rd3 Df6 18. h4 De7 19. h5 a5!

Drottningarleikir svarts hafa ruglađ Moiseenko í ríminu. Ţađ sést best á ţví hversu slakur samgangur er á milli léttu mannanna.

20. hxg6 fxg6 21. a4 d5! 22. cxd5 exd5 23. exd5 Rb4 24. Hh4?

Betra var 24. Rxb4 Dxb4+ 25. Rd2 ţó svartur hafi góđ fćri fyrir peđiđ eftir 25. ... He8!

24. .. Rc2+! 25. Dxc2 Dxe3+ 26. De2 Dg5!

Tíundi drottningarleikurinn, og ţeir hafa allir veriđ góđir. Hvítur mátti illa viđ ađ missa svartreita-biskupinn.

27. Kf1 Rf6 28. Rbc5 Dxg3 29. Df2 Dd6 30. Hd1 Rg4! 31. De2 Dg3!

„Aftur ţessi leiđinda drottning," hlýtur Moiseenko ađ hafa hugsađ.

32. Hxg4 Bxg4 33. Re4

g4ao5u1t.jpg33. ... Hxf3+!

Leiđir til ţvingađs vinnings sem byggist á 38. leiknum.

34. Bxf3 Bh3+ 35. Bg2 Hf8+ 36. Kg1 Bd4+ 37. Kh1 Bxg2+ 38. Dxg2 Dh4+! 39. Dh2 Dxe4+ 40. Dg2 Hf3!

- hótar máti međ 41. ... Hh3+. Hvítur gafst upp.

----------------------------

Skákţćttur Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. október 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 8764813

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband