Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Annar áfangi Hjörvars

Hjörvar Steinn GrétarssonHjörvar Steinn Grétarsson náđi sínum öđrum áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli ţegar hann varđ í 3.-7. sćti á opna mótinu í Suđur-Wales á dögunum. Hjörvar hlaut 6˝ vinning af níu mögulegum. Sigurvegarar urđu ţeir Peter Wells og Keith Arkell sem hlutu 7 vinninga, en ţeim fyrrnefnda var dćmdur sigur á stigum. Búast má viđ ţví ađ Hjörvar nái lokaáfanganum ađ alţjóđlega titlinum á ţessu ári, en á verkefnalista framundan er Evrópukeppni taflfélaga og jafnvel Evrópukeppni landsliđa.

Auk Hjörvars tefldu fjórir ungir íslenskir skákmenn á mótinuÖrn Leó í Wales og stóđu sig allir međ mikilli prýđi. Ţannig var árangur Arnar Leós Jóhannssonar eftirtektarverđur, en hann hlaut 6 vinninga og hafnađi í 8.-9. sćti af 69 keppendum. Eyjamađurinn Nökkvi Sverrisson hlaut 5 vinninga og varđ í 21.-25. sćti, Guđmundur Kristinn Lee fékk 4 vinninga og varđ í 37.-49. sćti. Óskar Long Einarsson og Birkir Karl Sigurđsson hlutu 3˝ vinning og urđu í 50.-57. sćti.

Hjörvar tefldi margar skemmtilegar skákir á mótinu en stysta sigurskákin kom í fimmtu umferđ:

Opna Suđur-Wales-mótiđ 2011:

Hjörvar Steinn Grétarsson - Jack Rudd

Benony - byrjun

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rf3 g6 7. Da4+!?

Athyglisverđur leikur sem getur reynst erfđur viđfangs ef menn eru ekki međ á nótunum. Algengara er 7. Bf4, 7. Rd2, 7. e4 eđa 7. g3.

7. ... Rbd7

7. ... Bd7 er vel svarađ međ 8. Db3.

8. Bf4 a6 9. e4 Rh5 10. Bg5 Dc7?

Betra var 10. ... Be7.

11. g4! h6

Riddarinn stendur hörmulega á g7 en ekki gengur 11. ... Rgf6 vegna 12. Bxf6 og riddarinn á d7 er leppur.

12. gxh5 hxg5 13. hxg6 f6

g3cnp4sf.jpg14. e5!

Ađ leika peđi beint ofan í ţrćlvaldađan reit kom margoft fyrir í skákum Kasparovs. Hugmyndin í ţessu tilviki er ađ rýma e4-reitinn fyrir riddarann. Hér kemur til greina ađ leika 14. ... g4 sem Hjörvar hugđist svara međ 15. exf6! gxf3 16. g7 o.s. frv.

14. ... dxe5 15. Re4 b5 16. Bxb5 axb5 17. Dxa8 g4 18. Rfd2 Db7

Eđa 18. ... Rb6 19. Da5.

19. Dxb7 Bxb7 20. g7!

- og svartur gafst upp.

Magnús efstur í Biel

Shirov og CarlsenMagnús Carlsen hefur forystu ţegar tefldar hafa veriđ ţrjár umferđir í stórmeistaraflokki skákhátíđarinnar í Biel í Sviss. Sex skákmenn tefla tvöfalda umferđ og hefur Magnús hlotiđ 2˝ v. eđa 7 stig, en á ţessu móti hefur ţriggja stiga kerfiđ fyrir sigur veriđ tekiđ upp. Morozevich kemur nćstur međ 2 vinninga og 5 stig og síđan Alexei Shirov sem er međ 1˝ v. og 4 stig. Magnús hóf mótiđ međ ţví ađ vinna heimamanninn Pelletier og síđan lagđi hann Shirov ađ velli í ađeins 33 leikjum og var ekki langt frá ţví ađ leggja Morozevich í 3. umferđ en skákinni lauk međ jafntefli.

Í heimsmeistarakeppni landsliđa sem fram fer ţessa dagana í Ningbo í Kína hafa Armenar međ LevAronian Aronjan á 1. borđi náđ öruggri forystu eftir fimm umferđir međ 8 stig og 13˝ vinning af 20 mögulegum. Rússar koma nćstir međ 7 stig og 12 vinninga og í 3. sćti eru Ungverjar međ 7 stig og 11˝ vinning.

Alls taka tíu liđ ţátt í ţessari keppni, ţátttökuréttur miđast viđ fimm efstu liđ frá síđasta Ólympíumóti og fimm „heimsálfuliđ". Íslendingar komust í ţessa keppni ţegar hún var haldin í Luzern áriđ 1993.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. júlí 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 278
  • Frá upphafi: 8764887

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband