Leita í fréttum mbl.is

Gallerý Skák: "Sjáumst og kljáumst"

IMG 0971

EinkaSkákklúbbar eru ótal margir á landinu kalda og gegna mikilvćgu hlutverki jafnt í skáklegu sem félagslegu tilliti.  Ţar mćtast stálin oft stinn enda ţótt um „vináttuskákir" sé ađ rćđa, ţví enginn er annars bróđir í leik ef mát er í sigti. Segja má ađ til viđbótar hinum formlegu tafl- og skákfélögum séu einkaklúbbarnir viss burđarás í íslensku skáklífi. Ţátttaka í ţeim stuđlar mjög ađ skákiđkun hins almenna áhugaskákmanns og margra uppgjafa skákmeistara, sem hittast reglulega til tafls á bak viđ tjöldin, bćđi í heimahúsum eđa á vinnustöđum. Segja má ađ tilurđ ţeirra efli skáklistina og styrki skákhreyfinguna í sessi, beint og óbeint. Kannski er ţetta hin mikilvćga „grasrót" sem skáklífiđ og öll félagsstarfsemi byggist á, ţví margir ţessara skákmanna tefla líka innan sinna taflfélaga eđa eru kallađir til tafls ţegar mikiđ liggur viđ eins og ţegar keppni í ÍMS (Íslandsmóti Skákfélaga) fer fram, eins og verđur um nćstu helgi. Ţá birtast margir ţessara „skákmanna á bak viđ tjöldin" viđ taflborđiđ „annađ hvort einir sér eđa í minni hópum", eins og Bjarni Fel alias Laddi myndi

IMG 0981

 orđa ţađ, sem má reyndar til sannsvegar fćra, ţví sumir ţessara einkaklúbba mćta til leiks undir eigin nafni. 

Lista- og skákstofan GALLERÝ SKÁK, í Bolholti 6, hefur opnađ dyr sínar fyrir hinum almenna skákmanni jafnframt ţví ađ vera ađsetur fyrir GS-klúbbinn, fjölmennan og gamalgróinn einkaskákklúbb, áđur VISA-klúbbinn, sem hist hefur til tafls í tćpan aldarfjórđung eđa síđan 1987.  Klúbburinn, sem nokkrar máttarstođir skákhreyfingarinnar hafa átt ađild ađ, m.a. 4 fyrrv. forsetar SÍ, ţeir Ţráinn Guđmundsson, Ţorsteinn Ţorsteinsson, Guđmundur G. Ţórarinsson auk undirritađs, 2 fv. formenn TR, ţeir Jóhann Ţórir Jónsson og Guđfinnur R. Kjartansson og fleiri valinkunnir ástríđuskákmenn, átti fyrstu13 árin skjól  í höfuđstöđvum VISA Íslands, en síđan í FG (Fjölbrautaskóla Garđabćjar) í 10 vetur, hefur nú flutt ađsetur sitt í Gallerýiđ.  GS-klúbburinn sem telur 20 skákmenn, hefur ađ hluta til endurnýjast, ţar sem  nýjir félagar hafa veriđ bođnir velkomnir í stađ annarra sem falliđ hafa í valinn.  Skákfundir eru haldnir hálfsmánađarlega yfir veturinn ţar sem menn tefla fyrir ánćgjuna og fegurđina, jafnan ţetta 12-14 félagar mćttir hverju sinni. Tefldar eru 11 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma, alvöruátök á hvítum reitum og svörtum, ţar sem menn hvíla hugann frá amstri dagsins og gleyma stađ og stund, leggja allt í sölurnar til ađ hnésetja andstćđinginn/fagna sigri.

IMG 0976

Annan hvern fimmtudag kl. 18 eru svo haldin opin skákmót í Gallerýinu undir mottóinu „Sjáumst og Kljáumst".  Nú fer ţar fram „Kapptefliđ um Patagóníusteininn", 6 kvölda mótaröđ međ Grand Prix sniđi, ţar sem 4 bestu mót hvers keppanda telja til vinnings.  Óháđ ţví geta ađrir áhugasamir skákmenn blandast í hópinn, enda telft eftir svissneska kerfinu.   Sl. fimmtudag voru 19 skákmenn mćttir til leiks, úr 6 taflfélögum og ađrir ófélagsbundnir.  Stađan í kappteflinu er nú ţannig ađ Gunnar Kr. Gunnarsson, sigurvegari síđasta árs, er búinn ađ tryggja sér sigurinn ađ ađeins 4 mótum loknum, er komin međ 34 GP stig, enginn getur skákađ honum úr ţessu, en tvísýn barátta er um 2 og 3 sćtiđ, en efstu menn fá nafn sitt ritađ gullnu letri á sökkul hins langtađkomna steins úr iđrum jarđar. Nánari úrslit má sjá hér og neđan ásamt myndum en ítarlegar á  www.galleryskak.net

Á veffangi Gallerý Skákar er rekiđ Nettorg á vegum GRK fyrir 3 skákklúbba auk fleiri heimasíđna. Ţar er ađ finna margt fróđlegt og forvitnilegt ađ finna undir ýmsum flipum, svo sem Skáklok, Skákţrautir, hagnýtar byrjanir, gamlar Sögulegar myndir og sitthvađ fleira sem kann ađ koma gestum ţćgilega á óvart og ţykja forvitnilegt. Stöđugt bćtist fleira efni viđ á síđurnar sem vert er ađ heimsćkja auk ţess sem áhugasömum er velkomiđ ađ líta viđ á fimmtudagskvöldum.  / ESE

KAPPTEFLIĐ UM PATAGÓNÍUSTEINNINN II 2011
     Stađan eftir 4 mót af 6: GP-stig
 1. Gunnar Kr.Gunnarsson.....34 (4)
 2. Ingimar Halldórsson..........22 (4)
 3. Bjarni Hjartarson..............15 (2)
 4. Friđgeir K. Hólm..............12 (3)
 5. Guđm. G. Ţórarinsson ....11 (2)
 6. Gunnar Skarphéđinsson...10 (3)
 7. Sigurđur E. Kristjánsson... 9 (3)
 8. Guđfinnur R. Kjartansson.. 8 (4)
 9. Kristján Stefánsson.......... 8 (4)
10.Stefán Ţormar Guđm. ...... 6 (4)
 7 keppendur minna
 9 keppendur ekkert

Myndaalbúm mótsins: http://www.skak.blog.is/album/sjaumst_og_kljaumst_2011/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 278
  • Frá upphafi: 8764887

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband