Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Björn vann Hjörvar og er efstur á Skákţinginu

Björn Ţorfinnsson hrifsađi til sín forystuna á Skákţingi Reykjavíkur ţegar hann lagđi Hjörvar Stein Grétarsson sl. miđvikudagskvöld í 5. umferđ mótsins. Hjörvar hefur unniđ skákţingiđ tvö undanfarin ár og tefldi langa og erfiđa baráttuskák viđ Björn félaga sinn úr ólympíuliđi Íslands. Björn hafđi sigur í jafnteflislegu endatafli en frumkvćđiđ var í hans höndum lengst af. Nokkuđ hefur veriđ um óvćnt úrslit á mótinu og aftur var Guđmundur Gíslason í stóru hlutverki er hann tapađi fyrir Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur í 4. umferđ en ţá vann Tinna Kristín Finnbogadóttir einnig óvćntan sigur á Ţorvarđi Ólafssyni eftir ađ hafa variđ í afar erfiđri stöđu lengi vel. Í ţessari umferđ vann hinn sjö ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson formann TR, Sigurlaugu Friđţjófsdóttur. Stađa efstu manna eftir fimm umferđir er ţessi:

1. Björn Ţorfinnsson 4˝ v. 2.-11. Sigurbjörn Björnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hrafn Loftsson, Ingvar Ţór Jóhannesson, Gylfi Ţórhallsson, Sverrir Ţorgeirsson, Kjartan Maack, Júlíus Friđjónsson, Jóhann Ragnarsson og Sćvar Bjarnason. Keppendur eru 70 talsins.

Skákţing Reykjavíkur 2011; 5. umferđ:

Hjörvar Steinn Grétarsson - Björn Ţorfinnsson

Enskur leikur

1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. e3 d6 6. Rge2 Rge7 7. d3 Be6 8. Rd5 Dd7 9. Hb1

9. Da4 var annar möguleiki.

9.... Rd8 10. Rxe7 Dxe7 11. b4 Dd7 12. f4?

Ónákvćmni. Mun betra er 12. h4 t.d. 12.... h5 13. Rc3 eđa Dc2 og hvíta stađan er liđlegri.

12.... Bh3 13. Bf3 Bg4 14. Bxg4 Dxg4 15. 0-0 h5 16. Bb2 h4 17. Rc3 Dh3 18. g4 Re6 19. Df3 Dxf3 20. Hxf3 exf4 21. exf4 0-0-0

Svartur á ađeins betri möguleika í ţessari stöđu.

22. Re2 Bxb2 23. Hxb2 Hde8 24. Kf2 Kd7 25. Rc3 f5 26. gxf5 gxf5 27. Rd5 Hh6 28. b5 Hg8 29. Re3 Rd4 30. Hh3 Re6 31. Hf3 Hhg6 32. Hb1 b6 33. Hf1 a6 34. bxa6 Rd4 35. Hh3 Ha8 36. a4

36. Hxh4 kom einnig til greina t.d. 36.... Hxa6 37. Hh7+ Kc8 38. Ha1 Ha3 39. Rd5 međ flókinni stöđu.

36.... Hxa6 37. Ha1 Hh6 38. Rg2 Ha8 39. Hxh4 Hxh4 40. Rxh4 Hh8 41. Rg2?

Eftir 41. Rf3 Rxf3 42. Kxf3 Hh3+ 43. Ke2 Hxh2+ 44. Ke3 ásamt - a5 viđ tćkifćri en stađan dautt jafntefli.

41.... Hxh2 42. Kg3 Hh8 43. Re3 c6 44. Ha2 He8 45. Kf2 Ha8 46. Ke1 Kc7 47. Kd2 He8 48. Hb2 He7 49. Hb1 Hh7 50. Hf1 Hh2+ 51. Kc3 c5

g0dmvd2g.jpgSkyndilega er hvítur í vonlausri ađstöđu ţví hinn óburđugi riddari á e3 er ţrćlbundinn viđ ađ valda máreit hróksins á c2.

52. He1 Kd8 53. Hb1 He2 54. Hxb6 Hxe3 55. Hxd6+ Kc7 56. Hd5 Kc6 57. Hd8 He2 58. Hc8+Kd6 59. Hd8+ Kc7 60. Hxd4 cxd4 61. Kxd4 Kd6

- og hvítur gafst upp.

Anand og Nakamura efstir í Wijk aan Zee

Á nýbirtum elo-lista FIDE skipar Magnús Carlsen aftur efsta sćtiđ en ađeins munar fjórum stigum á honum og heimsmeistaranum Anand. Ef fram heldur sem horfir á stórmótinu í Wijk aan Zee munu ţeir fljótlega hafa sćtaskipti ţví Magnús hefur ekki veriđ ađ tefla vel og er ađeins međ 1˝ vinning eftir fjórar umferđir; tapađi í ađeins 22 leikjum međ hvítu fyrir mesta efni Hollendinga um ţessar mundir, hinum unga Anish Giri. Stađa efstu manna er ţessi:

1.-2. Anand og Nakamura 3 v. (af 4). 3. Aronjan, Giri og Vachier-Lagrave 2˝ v. Keppendur í efsta flokki eru 14 talsins.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. janúar 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 8764888

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband