Leita í fréttum mbl.is

Ól í skák: Lokapistill

copy_of_l_i_skak_2010_100.jpgÓlympíuskákmótiđ endađi mjög vel en íslensku sveitirnar unnu báđar 3-1 í lokaumferđinni.   Sveitin í opnum flokki vann Rússland 5 en stelpurnar unnu Jamaíka í spennuţrunginni viđureign ţar sem heyra mćtti ćsta stuđningsmenn Jamaíka stynja  og dćsa ţegar Lenka bjargađi sér fyrir horn í lokin.  

Hjörvar hvíldi hjá strákunum.   Brćđurnir Bragi og Björn unnu góđa sigra á 3. og 4. borđi en stórmeistararnir Hannes og Héđinn gerđu jafntefli.   Hannes međ svörtu á fyrsta borđi.   Héđinn mun líklega haft vinningsstöđu um tíma.    Góđ úrslit og fertugasta sćtiđ stađreynd.   Til samanburđar endađi liđiđ í Dresden 2008 í 64. sćti, ţá međ 4 stórmeistara innanborđs en nú tefldu tveir međ sveitinni.   Besti árangur síđan í Bled 2002.   Ţađ urđu Ţjóđverjar sem erfđu hiđ beiska 64. sćti!

Miklar umrćđur urđu í ađdraganda mótsins um val á liđinu en Helgi Ólafsson, landsliđsţjálfari, hafđi 100 1649lagt til ađ Henrik yrđi ekki valinn og stjórn SÍ ákvađ ađ gefa Helga býsna frjálsar hendur um val á liđinu.   Helgi getur veriđ stoltur af sínum árangri og ljóst ađ strákarnir voru mjög ánćgđir međ liđsstjórn Helga.   Liđinu var rađađ nr. 54 fyrir mót, endar 14 sćtum fyrir ofan ţađ og 24 sćtum ofar en í Dresden.   Allir međlimir sveitarinnar hćkka á stigum en til samanburđar lćkkuđu allir á stigum í Dresden.

Sú stefna sem stjórn SÍ valdi, ađ ráđa landsliđsţjálfara, leggja mun meiri áherslu á undirbúning, skilađi sér ţví međ góđum árangri beggja liđa og miklum framförum frá síđustu mótum.  

Skođum árangur sveitarmiđlima:

1.       Hannes Hlífar Stefánsson, 6,5 v. af 11 - hćkkar um 2 skákstig

2.       Héđinn Steingrímsson, 6 v. af 10 - hćkkar um 4 stig

3.       Bragi Ţorfinnsson, 5,5 v. af 9 - hćkkar um 12 stig

4.       Björn Ţorfinnsson, 4,5 v. af 7 - hćkkar um 4 stig

5.       Hjörvar Steinn Grétarsson, 4 v. af 7 - hćkkar um 2 stig

Samtals hćkka sveitarmeđlimir um 24 stig sem samsvarar ţví ađ íslenska sveitin fékk um 2,5 vinningi meira en gera hefđi mátt fyrir mót.  

Viđureign kvennasveitarinnar í lokaumferđinni varđ ekki síđur ćsileg.   Til ađ byrja međ leit _l_i_skak_2010_106.jpgviđureignin vel út.   Bćđi Hallgerđur og Jóhanna unnu örugga sigra, Sigurlaug hafđi góđa stöđu og lék af sér og tapađi.   Lenka tefldi ćsilegustu skák umferđarinnar.   Hún fékk betra en tefldi ónákvćmt og skyndilega var stađan á borđinu orđin hrikalega spennandi og Lenka gat hćglega tapađ.   Ég var eini Íslendingurinn sem eftir var en ţarna voru örugglega um 8-10 Jamaíkabúar sem voru á nálum enda vćntanlega hafđi ţetta veriđ einn ţeirra besti árangur ef ţeir hefđu náđ 2-2 jafntefli.   Lenka lék einu sinni ţegar hún átti 1 sekúndu eftir og heyrđi ég ţá vonbrigđastunurnar fyrir aftan mig.   Ekki urđu ţćr minni ţegar Lenka snéri á Jamaísku.   Ţegar Lenka hafđi unniđ ákvađ ég ađ sýna mikla hógvćrđ í virđingaskini viđ ţessu stuđningsmenn.  

Allir međlimir kvennasveitarinnar hćkka á stigum - sem er auđvitađ frábćrt.   Ekki síst vegna ţess ađ Davíđ Ólafsson, sem átti ađ verđa liđsstjóri ţeirra, forfallađist  ađeins međ sólarhringsfyrirfara.   Ég hljóp í skarđiđ međ skömmum fyrirvara en get auđvitađ ekki sinnt starfinu af sama mćtti og Davíđ hefđi gert, m.a. annars vegna FIDE-ţingsins, auk ţess sem skáklegi grunnur minn er miklu lélegri.   Davíđ reyndist okkur stelpunum ţó mikill hjálparkokkur.   Hann talađi viđ stelpurnar á Skype og gaf ţeim góđ ráđ.   Helgi ađstođađi einnig stelpur eftir mćtti.   Stelpurnar ţurftu svo eđli málsins ađ taka meira af skariđ sjálfar en ella.   Virkilega vel af sér vikiđ hjá ţeim.   T.d. var ég upptekinn í tvo daga vegna FIDE-ţings og ţá áttu ţćr góđ úrslit.   Ákveđiđ var ađ sú sem myndi klárast nćstsíđast myndi ekki fara heldur veita síđustu skákkonunni stuđning međ ţví ađ vera áfram.  

Skođum árangur sveitarmiđlima:

1.       Lenka Ptácníková, 8,5 v. af 11 - hćkkar um 36 stig

2.       Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, 5,5 v. af 11 - hćkkar um 13 stig

3.       Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir, 2,5 v. af 8 - hćkkar um 16 stig

4.       Tinna Kristín Finnbogadóttir , 3 v. af 7 - hćkkar um 1 stig

5.       Jóhanna Björg Jóhansdóttir, 2,5 v. af 7 - hćkkar um 21 stig

Sveitarmeđlimir hćkka um 87 stig!   Ţađ ţýđir ađ sveitin hafi fengiđ u.ţ.b. 6 vinningum meira en hún hefđi átt ađ fá samkvćmt stigum.  Ég ćtla ađ nefna sérstaklega hana Lenku sem var sannkallađur leiđtogi í góđum hópi.   Hún tapađi í fyrstu umferđ en eftir ţađ tapađi hún ekki skák og vann sex skákir í röđ.  Mađur er virkilega stoltur af stelpunum og Davíđ landsliđsţjálfara sem undirbjó liđiđ greinilega mjög vel fyrir átökin!

Í norđurlandakeppninni hafnađi sveitin í opnum flokki í ţriđja sćti.   Danir unnu ţá keppni en ţađ var međ fáranlegum endaspretti og í raun og veru án ţess ađ vera mjög sannfćrandi.   Sune Berg varđ líka hálfvandrćđalegur ţegar viđ óskuđum honum til hamingju og sagđi ađ sem betur fer vćri mótiđ ekki lengra!   Svíar urđu ađrir, Norđmenn sem voru međ stigahćsta liđiđ urđu ađeins fjórđu, Magnus Carlsen, náđi sér aldri á strik og tapađi ţremur skákum.   Finnar urđu fimmtu og Fćreyingar sjöttu. 

Danir og Íslendingar urđu mun ofar en stigin gerđu ráđ fyrir, Svíar, Finnar og Fćreyingar u.ţ.b. á pari en Norđmenn lćgri.

Lokastađan í opnum flokki:

  • 19 (44) Danmörk, 15 stig (257,5)
  • 34 (34) Svíţjóđ, 13 stig (277)
  • 40 (54) Ísland, 13 stig (257,5)
  • 51 (23) Noregur, 12 stig (274,5)
  • 59 (60) Finnland, 12 stig (218)
  • 80 (83) Fćreyjar, 11 stig (185,5)

Ţrátt fyrir góđa lokaniđurstöđu kvennaliđsins dugđi ţađ ekki ţriđja sćti.   Svíar unnu ţá keppni, Danir urđu ađrir, Norđmenn ţriđju, ţrátt fyrir ađ vera ţar einnig stigahćstir.   Íslendingar voru skammt á eftir og getum vel viđ unađ.   Liđiđ lenti í efri helmingi mótsins.   Ţrjár af stúlkunum eru undir tvítugu ţannig ađ liđ Íslands ćtti bara ađ styrkjast nćstu ár.

Lokastađan í kvennaflokki:

  • 41 (55) Svíţjóđ, 12 stig (244,5)br
  • 45 (57) Danmörk, 12 stig (200,5)
  • 53 (45) Noregur, 11 stig (204)
  • 57 (69) Ísland, 11 stig (201)

Garry og illa einbeittur á hćgri höndÁ ýmsu gekk á FIDE-ţinginu.   Eftir .ţennan eina FIDE-ţing sem ég hef setiđ er ég sannfćrđur um ađ Kirsan sé afar gáfađur einstaklingur međ mjög sterka nćrveru.   Menn geta svo deilt um siđferđiđ á bakviđ ýmislegt sem hann hefur gert.   Kosningarnar og framkoma Kasparov er ţađ sem stendur upp úr í minningunni.   Ađ sumra mati tapađi Karpov allt ađ 10 atkvćđum viđ ţennan hamagang.   Ţađ er ljóst ađ ţađ réđi ţó aldrei úrslitum.  

Silvio Danilov kom sá og sigrađi í Evrópu-kosningunum, eitthvađ sem fáir áttu von á fyrir nokkrum mánuđum síđan.   Vonbrigđi Ali voru mikil og virtist ađ einhver leiti kenna Norđmönnum um ófarir sínar og taldi ađ Norđmenn hafi haft áhrif á hinar Norđurlandaţjóđirnar.   

Sjálfur náđi ég góđu sambandi viđ ýmsa ţarna sem vonandi skilar sér í auknum tengslum í framtíđinni.  Til dćmis gćti veriđ ađ okkur yrđi bođiđ ađ taka ţátt í Smáţjóđarleikunum.   Ef viđ ţiggjum ţađ bođ er ţó ljóst ađ viđ munum aldrei senda okkar a-liđ.     Ég nefndi ţann kost viđ menn úti ađ Ísland myndi senda u-20 liđ og var tekiđ vel í ţađ.   Nefnt var mig hvort Ísland hefđi áhuga ađ taka ţátt í Commonwelth-móti.   Ég bíđ eftir frekari upplýsingum.   Ég rćddi viđ hina Norđurlandaţjóđirnar um útfćrslur á ţví ađ ţjóđirnar myndi bjóđa t.d. fulltrúum hinna Norđurlandanna á sín helstu opnu mót (Reykjavíkurmótiđ, Rilton Cup, Artic Open og Politiken Cup) og var vel tekiđ í ţađ skođa ţađ og viđ ćtlum ađ rćđa ţađ betur síđar.   Ýmsir eins og t.d. Írar, Pólverjar og Tyrkir sýndu Reykjavíkurskákmótinu mikinn áhuga.   

Ađstćđur allar í Khanty Mansiysk voru allar til fyrirmyndar og mun betri en menn áttu von á.   Helgi 100 1648talađi um ađ ţetta vćru bestu ađstćđur síđan í Manila 1992.    Skipulagning heimamanna ađ öllu leyti til fyrirmyndar.   Lögreglumenn voru á öllum gatnamótum og höfđu t.d. rúturnar sem fluttu okkur á milli ávallt forgang.   Aldrei ţurfti ađ bíđa eftir rútu nema um stutta stund.   Fluttir voru inn starfsmenn frá St. Pétursborg til ađ vinna á hótelum, fólk sem talađi góđa ensku.     Öll liđin höfđu svokallađan „tudor" eđa ađstođarmann.   Okkar ađstođarmađur var hún Natalyia, tvítug stúlka í tungumálanámi frá nágrannaborg Khanty, stóđ sig međ miklum sóma sem okkar ađstođarmađur.   Liđin voru misheppin einn mikill Íslandsvinur sagđi viđ mig í miklum öfundartón ađ ţeirra ađstođarmađur vćri „some stupid boy".  

Góđur andi var í hópunum og mikiđ hlegiđ og haft gaman.   Skákmennirnir voru hraustir ţrátt fyrir smá magapestir og einstaka hálsbólgur.    

Ţegar mótinu lauk mót bauđ fararstjórinn liđsmönnum út ađ borđa   Sumir kusu reyndar fremur ađ fara á verđlaunaafhendinguna sem ađrir höfđu engan áhuga á ađ fara á.  

Mín reynsla eftir ţetta er ađ SÍ ţarf helst ađ senda 3 menn út međ liđunum í framtíđinni, eins og til stóđ.  Ađ hafa tvo menn er mjög knappt.  

Ferđalagiđ heim var erfitt og strangt og ţegar ég er ađ klára ţennan pistil hef ég veriđ á fótum í nćrri 40 tíma samfellt.   Sumir sváfu reyndar eins og englar í fluginu og mátti t.d. sjá tvo stórmeistara nánast í fađmlögum í vélinni heim.  

Ég vil ađ lokum ţakka fyrir allar baráttukveđjurnar sem viđ fengum!

Kveđja,
Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 209
  • Frá upphafi: 8764054

Annađ

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 170
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband