Leita í fréttum mbl.is

Ól: 11. pistill

Ól í skák 2010 045Undirritađur hefur gjörsamlega svikiđ öll loforđ um pistlaskrif síđustu daga og úr ţví skalt bćtt.   Í gćr gekk vel en í dag gekk ekki jafnvel.   Lenka hefur ţó stoliđ athyglinni en í dag tryggđi hún sér áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og ţađ er ekki amalegt ţar sem áfangi á ólympíuskákmótinu telur 20 skákir og Lenka ţví búin ađ ná tilskyldum áföngum og ţarf nú „ađeins“ ađ ná 2400 skákstigum til ađ verđa útnefnd.  Og í gćr fór fram skrautlegur FIDE-fundur ţar sem gekk á ýmsu og Kirsan er sem fyrr forseti FIDE og Búlgarinn Silvio Danilov var kjörinn forseti ECU, eitthvađ sem fáir áttu von á fyrir nokkrum mánuđum síđan.  Ţrátt fyrir slćmt gengi í dag eru allir íslensku skákmennirnir, tíu, í stigaplús.  

Byrjum á strákunum.   Ţar sem undirritađur var mjög upptekinn í gćr, gat hann ekkert fylgst međ skákunum .   Ég samdi viđ Sigurbjörn um ađ senda mér SMS og fékk ţau skilabođ ađ ţađ liti illa út – skömmu síđar kom svo skeyti um ađ ţađ stefndi í stórsigur!   Fljótt ađ breytast.  Héđinn átti góđa skák en mér skilst ađ lukkan hafi fylgt bćđi Hannesi og Hjörvari.   Björn gerđi solid jafntefli gegn undrabarninu Jorge Cori.   Frábćr úrslit gegn Perú en okkur hefur oft gengiđ vel gegn Suđur-Ameríku en ţađ héldum viđ – ţangađ til í dag – en ţá töpuđum viđ 1-3 fyrir Chile.   Hannes gerđi gott jafntefli međ svörtu en Hjörvar tapađi á fjórđa borđi.    Héđinn gerđi svo jafntefli á öđru borđi og Bragi tapađi eftir hetjulega vörn.   Semsagt súrt tap.   Á morgun tefla strákarnir viđ sveit Lettlands sem er áţekk og íslenska sveitin.   Á fyrsta borđi tefli Íslandsvinurinn Miezis og á öđru borđi teflir gođsögnin Svesnikov.  Myndavélin mín bilađi í dag eftir ađ ég hafđi tekiđ myndir af stelpunum í dag svo ég á engar myndir af strákunum.  

Og svo stelpurnar.   Í gćr náđust frábćr úrslit gegn Ítalíu, 2-2.  Jóhanna vann en Lenka og Hallgerđur gerđu jafntefli.   Sigurlaug tapađi.   Í dag var stórt tap, 0,5-3,5, gegn Mongólíu.   Lenka gerđi jafntefli á fyrsta borđi en ađrar skákir töpuđust.   Undirritađur gaf Lenku frjálst val međ jafntefli ţar sem mér fannst hagsmunir hennar međ međ AM-áfangann ţađ mikilvćgir.  Lenka tefldi sig sigurs, ţrátt fyrir ţađ, en náđi ekki ađ beygja andstćđinginn.   Tinna tefldi byrjunina ónákvćmt í byrjun og tapađi, Jóhanna lenti í erfiđri vörn og Hallgerđur virtist hafa góđa jafnteflissénsa en tapađi.  Ţetta voru önnur slćmu úrslit kvennasveitarinnar og ţau fyrstu síđan í fyrst umferđ.  Stelpurnar tefla á morgun viđ sterka sveit Austurríkis, sem hefur gengiđ fremur illa, miđađ viđ hversu sterkar ţćr eiga vera.   Ól í skák 2010 043

Úkraínumenn eru efstir í opnum flokki međ 16 stig en Rússar og Frakkar koma nćstir međ 15 stig.    Í kvennaflokki hafa Rússar nánast tryggt sér sigur en ţćr hafa fullt hús stig, 18 stig!   Kínverjar, Úkraínumenn, Georgíumenn, Indverjar og Búlgarar hafa 14 stig.  

Og ţá er ţađ Norđurlandakeppnin.   Ţar er stađan í báđum flokkum sem hér segir:

Opinn flokkur:

  • ·         29 (23) Noregur, 11 stig (194 B-stig)
  • ·         42 (34) Svíţjóđ, 11 stig (167,5)
  • ·         45 (44) Danmörk, 11 stig (162)
  • ·         50 (54) Ísland, 10 stig (180)
  • ·         72 (60) Finnland, 9 stig (133,5)
  • ·         85 (83) Fćreyjar, 9 stig (112)

Kvennaflokkur:

  • ·         36 (55) Svíţjóđ, 10 stig (178)
  • ·         57 (69) Ísland, 9 stig (146,5)
  • ·         58 (45) Noregur, 9 stig (135)
  • ·         66 (57) Danmörk, 8 stig (116)

Garry og illa einbeittur fulltrúi á hćgri höndOg ţá um FIDE-fundinn í gćr.   Hann var sögulegur í meira lagi.    Fín umfjöllun er um hann á ChessBase og bendi ég sérstaklega á myndband sem vísađ er til í fréttinni sem lýsir all svakalegri sennu á fundinum.  Vil sérstaklega benda á álkulegan mann, sem situr hćgra megin viđ Kasparov í rifrildissennu Kasparovs og Larry (frá Bermúda) – sjá mynd.  

Kirsan stjórnađi fundinum harđri hendi og leyfđi mönnum ekki ađ komast upp međ neitt múđur.   Strax hófust deilur um umbođ (proxy) og t.d. komu tveir menn sem sögđust vera fulltrúar Perú.   Ekki taldi ég mig hafa neinar forsendur til ađ vita hvor vćri réttkjörinn fulltrúi  Perú en hvorki Kirsan né stuđningsmenn voru ekki í neinum vafa um ţađ.  

Atkvćđagreiđslan var skrautleg.   Stuđningsmenn Karpovs fengu ţađ í gegn ađ kosningin var Ól í skák 2010 024algjörlega leynileg.   Tjald var sett ofan á kjörklefann til ađ koma í veg fyrir myndatökur ađ ofan.   Allir ţurftu ađ nota sama pennann og bannađ var ađ nota myndavél.   Bannađ var ađ gera kross í reitinn heldur ţurfti ađ haka viđ í reitinn.   Ef menn krossuđu er atkvćđiđ ólöglegt.   Mér skilst ađ ţetta sé af trúarlegum ástćđum.   Stuđningsmenn Karpov töldu ţađ auka líkur sínar en engu ađ síđur fékk frambođ hans ađeins 55 atkvćđi gegn 95 atkvćđum Kirsan.   Mjög athyglisvert í ljós ţess ađ gera má ráđ fyrir ađ Karpov hafi a.m.k. um 35 atkvćđi frá Evrópu auk atkvćđi Nikaragúa en undirritađur hefur umbođ ţess lands á FIDE-fundinum!   Kjörnefndarfulltrúinn var nokkuđ hissa ţegar hann sá mig og sagđi mig ekki líta út fyrir ađ vera frá Nikaragúa!

Karpov og KisranOg strax eftir fundinn bauđ Kirsan Karpov sćti varaforseta  og mćttu ţér „félagarnir“ saman á blađamannafund í dag.   Mér skilst reyndar ađ Karpov ćtli ekki ađ ţiggja embćttiđ en talar samt um aukna samvinnu.   Mér sýnist á öllu ađ ekki sé hćgt ađ leggja Kirsan og verđur hann forseti FIDE á međan hann vill og e.t.v. er eini kosturinn ađ vinna međ honum hvort sem mönnum líkar betur eđa verr.  

Og ţá um Evrópufundinn.  Robert von Weizsäcker hafđi rekiđ mjög slaka kosningabaráttu og var mér nokkuđ ljóst fljótlega ađ hann hafđi lítinn séns til ađ vera kjörinn ţrátt fyrir ađ hafa góđa menn međ sér eins og t.d. Jóhann Hjartarson.   Til dćmis mćtti hann til leiks ađeins eins degi fyrir kosningar.   Eins og komiđ fram fóru fram réttarhöld í Lausanne ţar sem frambođ Karpov freistađi ţess ađ fá frambođ Kirsans ólöglegt.   Ţađ gekk ekki eftir og er taliđ ađ kostnađur sem fellur á FIDE sé um ein milljón dollara.    Ađ mati manna Karpovs og Kasparovs eiga Kirsans og hans menn ađ borga ţennan kostnađinn en ekki FIDE.   Út af formlegheitunum var máliđ háđ fyrir hönd fimm skáksambandanna (Ţýskaland, Spánn, Bandaríkin, Sviss og Úkraína).

Eftir kosningarnar mun Nigel Freeman frá Bermúda, gjaldkeri FIDE, hafa sagt viđ Weizsäcker og Jóhann ađ hann og hans skáksamband yrđi lögsótt og krafiđ um greiđslu ţess kostnađar.   Í kjölfar ţess leiđ yfir Weizsäcker og ţurfti ađ stumra yfir honum.   Mér skilst ađ hann hafi jafnađ sig ţokkalega og sé á leiđinni af landi brott á morgun.     Stungiđ var upp á ţví ađ fresta fundinum en frambođsliđ (ticket) Ţjóđverjans ákvađ ađ leggja til ađ fundinum yrđi framhaldiđ ţrátt fyrir ţetta.   Sokolov talađi fyrir hönd ţeirra.

Ekki voru sömu formlegheitin í ţessari atkvćđagreiđslu og leyfilegt var t.d. ađ nota eigin penna og krossa í kassann!     Skipuđ vor kjörnefnd og var ég svo valinn af frambođi Ţjóđverjans til ađ fylgjast međ atkvćđagreiđslunni og talningunni fyrir ţeirra hönd.   

Ól í skák 2010 031Fulltrúar allra 54 ríkjanna kusu.   Danilov fékk 25 atkvćđi, Ali frá 20 atkvćđi og Weizsäcker ađeins níu atkvćđi.    Í 2. umferđ fékk Danilov 30 atkvćđi og Ali 24 atkvćđi

Fyrir nokkrum mánuđum síđan töldu fáir ađ Búlgarinn hefđi séns.   Ţjóđverjinn rak slaka kosningabaráttu og margir töldu Ali of tengdan Kirsan til ađ geta stutt hann.   Danilov rak afar skynsama kosningabaráttu.  Tók ekki afstöđu í baráttu Kirsan og Karpov á međan hinir tveir tengdu sig mjög viđ hvorn frambjóđandann.   Auk ţess skilst mér ađ Danilov hafi međ sér gott fólk og ţá eru sérstaklega nefndir Pólverjinn sem var varaforsetaefni hans og serbnesk kona sem einnig er  yfirdómari á Ólympíuskákmótinu.  Ivan Sokolov bauđ sig fram í stjórnina og náđi ekki kjöri, ţví miđur, og var heldur súr yfir ţví kvöld.

Látum ţetta duga í bili en ég enn nóg efni á lager!

Gunnar Björnsson

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Okkur hefur oft gengiđ vel á móti öđrum S-Ameríku ţjóđum eins og t.d. Mexico. 

Elvar Guđmundsson (IP-tala skráđ) 1.10.2010 kl. 14:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 283
  • Frá upphafi: 8764892

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband