Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar sigrađi á First Saturday-mótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson vann góđan sigur í flokki alţjóđlegra meistara á First Saturday-mótinu sem lauk í Búdapest um helgina. Hjörvar hlaut átta vinninga af 11 mögulegum og varđ einum fyrir ofan Bandaríkjamanninn Takashi Iwamoto sem hlaut sjö vinninga en í 3. sćti varđ Ungverjinn Bela Lengyel međ sex og hálfan vinning.


First Saturday-mótiđ hefst eins og nafniđ bendir til fyrsta laugardag í hverjum mánuđi og er ţví einhvers konar skákmóta-hringekja í fjölmörgum flokkum sem stendur yfir allt áriđ og er hugarfóstur og „eign“ Ungverjans Laszlos Nagys. Íslenskir skákmenn hafa oft gert góđa hluti ţarna og má nefna ágćta frammistöđu Dags Arngrímssonar, Guđmundar Kjartanssonar og Stefáns Kristjánssonar á liđnum árum. Mótiđ er upplagt fyrir skákmenn í leit ađ alţjóđlegum áföngum og margir skákmenn ferđast langan veg til ţess ađ taka ţátt í ţví.

Ađ ţessu sinni var Hjörvar ađeins hálfum vinningi frá áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Hann hóf mótiđ međ ţví ađ hljóta 3˝ vinning úr fyrstu fjórum skákum sínum, tapađi nćstu tveimur en kom sterkur til baka og hlaut 4˝ vinning úr síđustu fimm. Hann hefđi sennilega átt ađ vinna allar ţessar skákir. Hjörvar hefur nú unniđ fjögur mót á innan viđ á ári og gerir ţ.a.l. sterkt tilkall til ţess ađ vera valinn í íslenska ólympíuliđiđ sem teflir í Khanty Manyisk í haust.

Í lokaumferđinni dugđi honum jafntefli til ađ verđa einn efstur en hugleiđingar um slíkt voru víđsfjarri. Skákin er gott dćmi um kraftmikinn stíl Hjörvars.

Búdapest 2010; 11. umferđ:

Hjörvar Steinn Grétarsson – Nicolas Tavoularis

Hollensk vörn

1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg3 g6 4. Rf3 Bg7 5. 0-0 0-0 6. b3 d6 7. bb2 e5 8. dxe5 Rg4 9. Ra3 Rxe5 10. Rxe5 dxe5 11. Dxd8 Hxd8 12. Rb5 Ra6 13. Had1 He8 14. Bd5+ Kh8 15. Bf7! Hf8 16. Ba3!

Međ ţessu nćr hvítur fram veikingu á hornalínunni h1-a8 og ţó einkum d5-reitnum. Ţá öđlast riddarinn ákjósanlegan reit á d6, 16.... Hxf7 strandar á 17. Hd8+ Bf8 18. Bxf8! og vinnur.

16.... c5 17. Bc4 Bf6 18. Rd6 Rb4 19. c3 Rxa2 20. Bxc5 b6 21. Ba3 Rxc3 22. Hc1 e4 23. Rb5!

Annar snjall leikur, svartur verđur ađ láta skiptamun af hendi.

23.... Rxb5 24. Bxf8 Bd7 25. Bb4 a5 26. Bd2 Rd4 27. Bc3 Bc6 28. Hfd1 Hd8 29. e3 Rf3+ 30. Kg2 Hf8

gqsm0oss_1003918.jpg31. Hd8!

Laglegur lokahnykkur. Nú er 31.... Hxd8 svarađ međ 32. Bxf6+ og svartur stendur eftir hrók undir. Hann gafst ţví upp.

Jóhanna Björg og Lenka efstar á Íslandsmóti kvenna

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Lenka Ptacnikova urđu jafnar og efstar á Íslandsmóti kvenna sem lauk sl. fimmtudagskvöld. Ţćr munu tefla tvćr aukaskákir um sćmdarheitiđ Skákmeistari Íslands. Jóhönnu dugđi jafntefli í lokaumferđinni en ţá mćtti hún Lenku og tapađi. Lenka hafđi í umferđinni á undan lotiđ í lćgra haldi fyrir Hallgerđi Helgu. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1.-2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Lenka Ptacnikova 4 v. (af 5). 3. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir 3˝ v. 4. Sigurlaug Friđţjófsdóttir 2 v. 5. Hrund Hauksdóttir 1 v. 5 Elsa María Ţorfinnsdóttir ˝ v.

Fjórar efstu hafa ásamt Tinnu Kristínu Finnbogadóttur veriđ valdar í kvennaliđ Íslands fyrir nćsta ólympíumót.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 20. júní 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband